Var heimilt að synja beiðni um eyðingu gagna úr Íslendingabók Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. janúar 2023 07:49 Íslendingabók geymir upplýsingar um ættartengsl Íslendinga. Vísir/Vilhelm Persónuvernd segir Íslenskri erfðagreiningu hafa verið heimilt að synja konu um að upplýsingar um hana og ólögráða barn hennar yrðu fjarlægðar úr Íslendingabók. Var vinnsla upplýsingana sögð nauðsynleg vegna ættfræðirannsókna og í sagnfræðilegum tilgangi. Konan kvartaði til Persónuverndar í janúar 2021 vegna synjunar Íslenskrar erfðagreiningar á beiðni hennar um eyðingu persónuupplýsinga um hana og ólögráða barn hennar úr Íslendingabók. Íslendingabók er haldið úti af Íslenskri erfðagreiningu og Friðriki Skúlasyni ehf. Í bréfi lögmanns konunnar sem barst Persónuvernd í september síðastliðnum var jafnframt áréttuð sú krafa að ákveðið yrði að Íslendingabók væri óheimilt að skrá, vista, vinna, birta og miðla með öllum hugsanlegum hætti persónuupplýsingum um konuna og barn hennar. Konan taldi að Íslenskri erfðagreiningu hefði borið að verða við beiðni hennar um að eyða upplýsingum um hana og barn hennar úr gagnagrunni og af vefsíðu Íslendingabókar. Hún hefði ekki gefið samþykki fyrir því að persónuupplýsingar um hana og barnið yrðu skráðar og birtar né hefði hún verið upplýst um það. Menn gætu varla varist birtingu almennra lýðskrárupplýsinga Íslensk erfðagreining vísaði meðal annars til ákvæðis um vinnslu persónuupplýsinga í þágu almannaahagsmuna. Vísað var til þess að ættfræðirannsóknir væru ein tegund vísinda- og sagnfræðirannsókna, sem féll undir vinnsluheimildir ákvæðisins. Þá var einnig vísað til þess að með Íslendingabók væri stuðlað að ættfræðirannsóknum á Íslandi. „Ættfræðirannsóknir, sem hafi verið stundaðar á Íslandi um árhundruð, njóti mikilla vinsælda hjá almenningi og séu ein meginstoðin í menningararfi þjóðarinnar. Auk þess séu ættfræðirannsóknir einn grundvöllur og forsenda fyrir viðamiklum rannsóknum á sviði mannerfðafræði hérlendis.“ Lögmætir hagsmunir vegna vinnslu umræddra persónuupplýsinga væru því meiri en hagsmunir konunnar. Í niðurstöðu Persónuverndar segir meðal annars að stofnunin hafi í fyrri niðurstöðum sínum litið svo á að menn gætu vart varist því að í ættfræði- og æviskrárritum birtust um þá almennar lýðskrárupplýsingar, svo sem nafn, kennitala, nöfn niðja, foreldra og núverandi maka. Þá sagði að undanþágur væru í gildi vegna vinnslu sem væri nauðsynleg vegna skjalavistunar í þágu almannahagsmuna, rannsókna á sviði vísinda eða sagnfræði, eða í tölfræðilegum tilgangi. Íslenskri erfðagreiningu hefði því verið heimilt að synja beiðni konunnar. Persónuvernd Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Konan kvartaði til Persónuverndar í janúar 2021 vegna synjunar Íslenskrar erfðagreiningar á beiðni hennar um eyðingu persónuupplýsinga um hana og ólögráða barn hennar úr Íslendingabók. Íslendingabók er haldið úti af Íslenskri erfðagreiningu og Friðriki Skúlasyni ehf. Í bréfi lögmanns konunnar sem barst Persónuvernd í september síðastliðnum var jafnframt áréttuð sú krafa að ákveðið yrði að Íslendingabók væri óheimilt að skrá, vista, vinna, birta og miðla með öllum hugsanlegum hætti persónuupplýsingum um konuna og barn hennar. Konan taldi að Íslenskri erfðagreiningu hefði borið að verða við beiðni hennar um að eyða upplýsingum um hana og barn hennar úr gagnagrunni og af vefsíðu Íslendingabókar. Hún hefði ekki gefið samþykki fyrir því að persónuupplýsingar um hana og barnið yrðu skráðar og birtar né hefði hún verið upplýst um það. Menn gætu varla varist birtingu almennra lýðskrárupplýsinga Íslensk erfðagreining vísaði meðal annars til ákvæðis um vinnslu persónuupplýsinga í þágu almannaahagsmuna. Vísað var til þess að ættfræðirannsóknir væru ein tegund vísinda- og sagnfræðirannsókna, sem féll undir vinnsluheimildir ákvæðisins. Þá var einnig vísað til þess að með Íslendingabók væri stuðlað að ættfræðirannsóknum á Íslandi. „Ættfræðirannsóknir, sem hafi verið stundaðar á Íslandi um árhundruð, njóti mikilla vinsælda hjá almenningi og séu ein meginstoðin í menningararfi þjóðarinnar. Auk þess séu ættfræðirannsóknir einn grundvöllur og forsenda fyrir viðamiklum rannsóknum á sviði mannerfðafræði hérlendis.“ Lögmætir hagsmunir vegna vinnslu umræddra persónuupplýsinga væru því meiri en hagsmunir konunnar. Í niðurstöðu Persónuverndar segir meðal annars að stofnunin hafi í fyrri niðurstöðum sínum litið svo á að menn gætu vart varist því að í ættfræði- og æviskrárritum birtust um þá almennar lýðskrárupplýsingar, svo sem nafn, kennitala, nöfn niðja, foreldra og núverandi maka. Þá sagði að undanþágur væru í gildi vegna vinnslu sem væri nauðsynleg vegna skjalavistunar í þágu almannahagsmuna, rannsókna á sviði vísinda eða sagnfræði, eða í tölfræðilegum tilgangi. Íslenskri erfðagreiningu hefði því verið heimilt að synja beiðni konunnar.
Persónuvernd Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira