Nýársspá Siggu Kling - Fiskarnir Sigga Kling skrifar 6. janúar 2023 08:01 Elsku Fiskurinn minn, þetta ár verður eitthvað svo öðruvísi en undanfarin ár. Þú lærir að standa með sjálfum þér og að segja þína skoðun fallega svo að aðrir hlusti á. Þú hreinsar frá þér þau leiðindi eða ofbeldi sem aðrir hafa sýnt þér. Það er eins og þú hafir styrkst og að þú hugsir líkt og vitringur. Þú lærir líka að vera útsmognari en þú hefur verið. Og þú ferð að taka betur eftir því þegar þú skynjar að þú eigir ekki að fara eitthvað, þó að það sé verið að toga þig eitthvert. Þú veist að þú þarft ekki að lúta að neinum öðrum lögmálum en hjarta þitt segir þér. Þú munt semsagt láta egóið til hliðar að mestu leyti, því að fallega hjartað þitt mun stýra þessu ári. Ég var að horfa á heimildarmynd þar sem kom fram að það eru fjörutíu og eitthvað þúsund frumur í líkamanum sem líkjast heilafrumum. Svo að þegar að þig vantar góð ráð og þú þarft að taka ákvörðun, settu þá höndina á hjartastað þinn og gáðu hvað kemur til þín. Febrúar, mars og apríl einkennast af hraða og ævintýrum, það er eins og þú getir notað setninguna rammíslensku „þetta reddast“. Alveg sama hversu tæpt hlutirnir standa, þá gengur allt upp á síðustu sekúndu. Þú ert á svo góðum stað í maí og júní og ástin flæðir frá þér og til þín; ást er allt. Og þótt að það komi mikil og vandmeðfarin verkefni upp í hendurnar á þér þegar haustar, þá skaltu ekki líta á þau sem vandamál. Heldur eru þau einhverskonar keppni, hvort sem það beinist að sjálfum þér eða öðrum. Á þessum tíma er líka gott að láta ekki alla vita hvað þú ert að gera, og að láta engan vita um þín leyndarmál. Því að útkoman mun koma þér á óvart og þeim sem elska þig. Orkan, þrekið og þrótturinn verður betri þegar að líða tekur á. Þú verður að skoða það sjálfur hvað þú þarft að gera til þess að orkan þín flæði. Það mikilvægasta á þessu ári er að nenna að gera það sem breytir lífinu þínu. Það að vera í sama umhverfinu, með sama fólkinu og með sömu rútínu gefur þér ekki það sem þú í raun óskar þér. Það er í þínu eðli að vera traustur og tryggur í ástinni. Þú vilt vernda þann sem þú elskar og stundum kannski aðeins um of. Það fer þér best að vera ekki að skipta um „partner“ nema að nauðsynlegt sé. Ástin mun færa þér gleði á þessu ári. Þú verður svo þakklátur fyrir það sem þú hefur, og verður meira að segja auðmjúkur. Það er allt að breytast og bætast í þínu lífi. Knús og kossar, Sigga Kling Þekktir einstaklingar í stjörnumerkinu.Vísir Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Fleiri fréttir Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Sjá meira
Það er eins og þú hafir styrkst og að þú hugsir líkt og vitringur. Þú lærir líka að vera útsmognari en þú hefur verið. Og þú ferð að taka betur eftir því þegar þú skynjar að þú eigir ekki að fara eitthvað, þó að það sé verið að toga þig eitthvert. Þú veist að þú þarft ekki að lúta að neinum öðrum lögmálum en hjarta þitt segir þér. Þú munt semsagt láta egóið til hliðar að mestu leyti, því að fallega hjartað þitt mun stýra þessu ári. Ég var að horfa á heimildarmynd þar sem kom fram að það eru fjörutíu og eitthvað þúsund frumur í líkamanum sem líkjast heilafrumum. Svo að þegar að þig vantar góð ráð og þú þarft að taka ákvörðun, settu þá höndina á hjartastað þinn og gáðu hvað kemur til þín. Febrúar, mars og apríl einkennast af hraða og ævintýrum, það er eins og þú getir notað setninguna rammíslensku „þetta reddast“. Alveg sama hversu tæpt hlutirnir standa, þá gengur allt upp á síðustu sekúndu. Þú ert á svo góðum stað í maí og júní og ástin flæðir frá þér og til þín; ást er allt. Og þótt að það komi mikil og vandmeðfarin verkefni upp í hendurnar á þér þegar haustar, þá skaltu ekki líta á þau sem vandamál. Heldur eru þau einhverskonar keppni, hvort sem það beinist að sjálfum þér eða öðrum. Á þessum tíma er líka gott að láta ekki alla vita hvað þú ert að gera, og að láta engan vita um þín leyndarmál. Því að útkoman mun koma þér á óvart og þeim sem elska þig. Orkan, þrekið og þrótturinn verður betri þegar að líða tekur á. Þú verður að skoða það sjálfur hvað þú þarft að gera til þess að orkan þín flæði. Það mikilvægasta á þessu ári er að nenna að gera það sem breytir lífinu þínu. Það að vera í sama umhverfinu, með sama fólkinu og með sömu rútínu gefur þér ekki það sem þú í raun óskar þér. Það er í þínu eðli að vera traustur og tryggur í ástinni. Þú vilt vernda þann sem þú elskar og stundum kannski aðeins um of. Það fer þér best að vera ekki að skipta um „partner“ nema að nauðsynlegt sé. Ástin mun færa þér gleði á þessu ári. Þú verður svo þakklátur fyrir það sem þú hefur, og verður meira að segja auðmjúkur. Það er allt að breytast og bætast í þínu lífi. Knús og kossar, Sigga Kling Þekktir einstaklingar í stjörnumerkinu.Vísir
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Fleiri fréttir Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Sjá meira