Semja vinnureglur um einelti og kynferðislega áreitni á Alþingi Kjartan Kjartansson skrifar 5. janúar 2023 14:31 Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, segir að vinna við verklagsreglur fyrir þingmenn hafi farið af stað í kjölfar Metoo-byltingarinnar árið 2017. Vísir/Vilhelm Umræður um sérstakar verklagsreglur um eineltis- og áreitnismál á Alþingi sem unnið hefur verið að eiga hefjast aftur í þessum mánuði. Forseti Alþingis segir að engar tilkynningar um slík mál hafi komið inn á sitt borð frá því að hann tók við embættinu. Vinna við verklagsreglur um hvernig taka eigi á eineltis eða kynferðislegri áreitni þingmanna hefur staðið yfir frá því á síðasta kjörtímabili. Slíkar reglur hafa gilt fyrir starfsfólk þingsins en hafa ekki náð til kjörinna fulltrúa. Sú vinna er komin svo langt til stendur að kynna formönnum þingflokkanna og forsætisnefnd gögn sem starfsmenn þingsins hafa tekið saman síðar í þessum mánuði, að sögn Birgis Ármannssonar, forseta Alþingis og þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Umræða um vinnureglur af þessu tagi hófst í kjölfar Metoo-byltingarinnar svonefndu. Birgir segir að flestir flokkarnir á þingi hafi sett sér sínar eigin verklagsreglur í framhaldinu á þeirri umræðu en þáverandi forseti þingsins og forsætisnefnd hafi talið eðlilegt að skoða hvernig tekið væri á málum af þessu tagi sem vörðuðu sérstaklega starfsemi Alþingis. Ráðist var í úttekt á hvernig slíkum reglum væri háttað á þingum í nágrannalöndunum og hvernig þær væru útfærðar í samspili við aðrar reglur sem væru til staðar. „Þessi vinna var komin á það stig fyrir jólin að það var hægt að kynna bæði minnisblöð og drög að verkferlum fyrir forsætisnefnd og formönnum þingflokka. Við munum taka þær umræður upp að nýju þegar komið er fram í janúar,“ segir Birgir í samtali við Vísi. Þurftu aðrar reglur fyrir þingmenn Tilefni þess að ráðist var í vinnu við verklagsreglurnar var ekki einstök dæmi um einelti eða áreitni heldur Metoo-umræðan almennt, að sögn Birgis. Nauðsynlegt hafi verið að móta betur verklag ef mál af þessum toga kæmu upp á vettvangi þingsins. Reglur sem hafa gilt fyrir starfsfólk þingsins taki mið af því sem gangi og gerist á stærri vinnustöðum. Birgir segir hins vegar að staða kjörinna fulltrúa sé önnur og því hafi þurft að semja sérstakar reglur um þá. „Það gilda ekki venjuleg vinnuréttarsjónarmið, ef við getum orðað það svo, þannig að það þurfti að horfa á það út frá svolítið öðrum sjónarhornum,“ segir Birgir. Engar tilkynningar hafi borist á hans borð um einelti eða kynferðislega áreitni frá því að hann tók við embætti þingforseta við upphaf kjörtímabilsins veturinn 2021. „Það hafa ekki komið nein tilvik sem myndu falla undir það sem mér er kunnugt um frá því að ég tók við sem forseti,“ segir hann. Alþingi MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Vinna við verklagsreglur um hvernig taka eigi á eineltis eða kynferðislegri áreitni þingmanna hefur staðið yfir frá því á síðasta kjörtímabili. Slíkar reglur hafa gilt fyrir starfsfólk þingsins en hafa ekki náð til kjörinna fulltrúa. Sú vinna er komin svo langt til stendur að kynna formönnum þingflokkanna og forsætisnefnd gögn sem starfsmenn þingsins hafa tekið saman síðar í þessum mánuði, að sögn Birgis Ármannssonar, forseta Alþingis og þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Umræða um vinnureglur af þessu tagi hófst í kjölfar Metoo-byltingarinnar svonefndu. Birgir segir að flestir flokkarnir á þingi hafi sett sér sínar eigin verklagsreglur í framhaldinu á þeirri umræðu en þáverandi forseti þingsins og forsætisnefnd hafi talið eðlilegt að skoða hvernig tekið væri á málum af þessu tagi sem vörðuðu sérstaklega starfsemi Alþingis. Ráðist var í úttekt á hvernig slíkum reglum væri háttað á þingum í nágrannalöndunum og hvernig þær væru útfærðar í samspili við aðrar reglur sem væru til staðar. „Þessi vinna var komin á það stig fyrir jólin að það var hægt að kynna bæði minnisblöð og drög að verkferlum fyrir forsætisnefnd og formönnum þingflokka. Við munum taka þær umræður upp að nýju þegar komið er fram í janúar,“ segir Birgir í samtali við Vísi. Þurftu aðrar reglur fyrir þingmenn Tilefni þess að ráðist var í vinnu við verklagsreglurnar var ekki einstök dæmi um einelti eða áreitni heldur Metoo-umræðan almennt, að sögn Birgis. Nauðsynlegt hafi verið að móta betur verklag ef mál af þessum toga kæmu upp á vettvangi þingsins. Reglur sem hafa gilt fyrir starfsfólk þingsins taki mið af því sem gangi og gerist á stærri vinnustöðum. Birgir segir hins vegar að staða kjörinna fulltrúa sé önnur og því hafi þurft að semja sérstakar reglur um þá. „Það gilda ekki venjuleg vinnuréttarsjónarmið, ef við getum orðað það svo, þannig að það þurfti að horfa á það út frá svolítið öðrum sjónarhornum,“ segir Birgir. Engar tilkynningar hafi borist á hans borð um einelti eða kynferðislega áreitni frá því að hann tók við embætti þingforseta við upphaf kjörtímabilsins veturinn 2021. „Það hafa ekki komið nein tilvik sem myndu falla undir það sem mér er kunnugt um frá því að ég tók við sem forseti,“ segir hann.
Alþingi MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira