Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 18-28 | Öruggur sigur gestanna Jón Már Ferro skrifar 7. janúar 2023 20:22 Fram vann öruggan sigur í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Fram vann afar öruggan tíu marka sigur er liðið sóttu Hauka heim í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld, 18-28. Haukar byrjuðu leikinn vel og skoruðu fyrstu 3 mörk leiksins. Þær komust svo í 5 – 2 stöðu á 8.mínútu en skoruðu næst á 25.mínutu. Þá höfðu gestirnir snúið leiknum 5 – 11 sér í vil. Lítið sem ekkert gekk upp í sóknarleik Hauka eftir fyrstu 7 mínúturnar. Þær köstuðu boltanum frá sér trekk í trekk á klaufalegan hátt. Ef þær hinsvegar komust í færi þá varði Hafdís Renötudóttir, markvörður Fram, oftar en ekki. Haukar skoraði einungis tvö mörk til viðbótar í fyrri hálfleik og staðan því 7 – 14 í hálfleik. Leikurinn lagaðist ekki mikið fyrir Hauka því Fram skoraði fyrstu 5 mörkin í seinni hálfleik. Fram komst mest 13 mörkum yfir um miðjan seinni hálfleik. Þá voru úrslit leiksins svo gott sem ráðin. Haukar gáfust þó ekki upp og minnkaði muninn í 10 mörk fyrir lok leiks. Af hverju vann Fram? Stutta svarið er að heimakonur voru ömurlegar, líkt og Ragnar Hermannson, þjálfari Hauka, sagði í viðtali eftir leik. Fram nýtti sér það og vann að lokum öruggan sigur. Hverjar stóðu upp úr? Margrét Einarsdóttir, markvörður Hauka, varði 13 skot og gat lítið gert í tapi síns liðs. Elín Klara skoraði 8 mörk og leiddi sóknarleik Hauka. Aðrar gerðu ekki nóg til að heimakonur ættu möguleika í kvöld. Ena Car var best varnarlega með 7 lögleg stopp. Elín Klara stöðvaði Framkonur 5 sinnum og var best í liði Hauka. Hafdís Renötudóttir, markmaður Fram, var frábær í kvöld. Varði 14 skot. Sem er reyndar 10 skotum minna en í síðasta leik á móti Haukum. Framarar geta varla beðið um betri markvörð. Markaskorun dreifðist ágætlega á gestina. Steinunn Björnsdóttir skoraði 5, Kristrún Steinþórsdóttir, Perla Ruth og Þórey Rósa skoruðu 4 hvor. Varnarlega átti Perla Ruth flest lögleg stopp, alls 5 talsins. Hvað gekk illa? Haukum gekk illa í sóknarleiknum. Heimakonur misstu boltann trekk í trekk frá sér, tóku of oft ranga ákvörðun og létu Hafdísi, markvörð Fram, verja frá sér. Hvað gerist næst? Haukakonur fara til Vestmannaeyja og mæta þar ÍBV 14.janúar kl 14:00. Fram fær Selfoss í heimsókn, í Úlfarsárdal, 15.janúar kl 19:30. Ragnar: Var eins og þær væru ekki á staðnum á köflum Ragnar Hermannsson, þjálfari Hauka.Vísir/Hulda Margrét Ragnar Hermannson, þjálfari Hauka, var spurður hvað hefði gerst. „Stutta útgáfan er að við vorum ömurleg. Þetta var alveg hrikalega barnalega spilaður leikur. Einbeitingin svona 7 – 8 mínútur til að byrja með. Eftir það vorum við ekkert með í þessum leik. Vorum ekki að hlaupa til baka, gáfumst upp, hengdum haus og gerðum eiginlega alla feila sem hægt er að gera í bókinni.“ Það gekk fátt upp hjá Haukum í kvöld. „Við þurftum að halda vel á bolta. Við gerðum það ekki. Við vorum örugglega með 15 – 16 tæknifeila. Án þess að það sé nein pressa á leikmönnunum. Voru bara með smjör á puttunum. Gripu ekki, köstuðu frá sér. Það var eins og þær væru ekki á staðnum á köflum. Síðan þegar fer að ganga illa eftir þessa góðu byrjun og þær komnar í 7 – 5 þá sér maður að vinnusemin allt í einu bara fer. Það er ekki hlupið til baka og fólk bara hengir haus. Þetta eru gríðarleg vonbrigði að vissu leiti. Ég hélt við værum komin yfir þetta. En eins og ég sagði í viðtali fyrir leik. Eins og þetta er búið að vera í desember hefði það komið mér á óvart ef við hefðum verið ofsalega góð í dag.“ „Eiginlega bara allt. Sjálfstraust, tímasetningar í sóknarleik, vinnuframlag, einbeitingu og halda boltanum betur. Það hefur verið okkar vandamál í 8 af síðustu 11 leikjum. Við erum með yfir 10 tæknifeila í þessum leikjum. Það er erfitt þegar það er svoleiðis. Stefán: Þegar við spilum eftir skipulagi þá gengur þetta vel Stefán Arnarson, þjálfari Fram.Vísir/Hulda Margrét Eðlilega var Stefán Arnarson, þjálfari Fram, sáttari eftir leik. „Nei ég er mjög ánægður með leikinn. Við spiluðum góða vörn og góða markvörslu eins og ég sagði fyrir leik. Fáum á okkur 7 mörk í fyrri hálfleik nútímahandbolta. Það er bara frábært. Það skóp sigurinn í kvöld.“ „Við erum með ákveðið skipulag í okkar varnarleik og það gekk upp í dag. Og gengur oftast upp, enda Framliðið sterkt.“ Fram spilaði sem lið og það er ástæðan fyrir þessum frábæra sigri að mati Stefáns. „Við vorum að spila eftir skipulagi. Þegar við spilum eftir skipulagi þá gengur þetta vel. Við erum með góða varnarmenn. Liðið gerði heillt yfir mjög vel í dag. Við vorum sem lið í dag og ég er mjög ánægður með það. Við erum ekki alltaf sem lið.“ Olís-deild kvenna Haukar Fram
Fram vann afar öruggan tíu marka sigur er liðið sóttu Hauka heim í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld, 18-28. Haukar byrjuðu leikinn vel og skoruðu fyrstu 3 mörk leiksins. Þær komust svo í 5 – 2 stöðu á 8.mínútu en skoruðu næst á 25.mínutu. Þá höfðu gestirnir snúið leiknum 5 – 11 sér í vil. Lítið sem ekkert gekk upp í sóknarleik Hauka eftir fyrstu 7 mínúturnar. Þær köstuðu boltanum frá sér trekk í trekk á klaufalegan hátt. Ef þær hinsvegar komust í færi þá varði Hafdís Renötudóttir, markvörður Fram, oftar en ekki. Haukar skoraði einungis tvö mörk til viðbótar í fyrri hálfleik og staðan því 7 – 14 í hálfleik. Leikurinn lagaðist ekki mikið fyrir Hauka því Fram skoraði fyrstu 5 mörkin í seinni hálfleik. Fram komst mest 13 mörkum yfir um miðjan seinni hálfleik. Þá voru úrslit leiksins svo gott sem ráðin. Haukar gáfust þó ekki upp og minnkaði muninn í 10 mörk fyrir lok leiks. Af hverju vann Fram? Stutta svarið er að heimakonur voru ömurlegar, líkt og Ragnar Hermannson, þjálfari Hauka, sagði í viðtali eftir leik. Fram nýtti sér það og vann að lokum öruggan sigur. Hverjar stóðu upp úr? Margrét Einarsdóttir, markvörður Hauka, varði 13 skot og gat lítið gert í tapi síns liðs. Elín Klara skoraði 8 mörk og leiddi sóknarleik Hauka. Aðrar gerðu ekki nóg til að heimakonur ættu möguleika í kvöld. Ena Car var best varnarlega með 7 lögleg stopp. Elín Klara stöðvaði Framkonur 5 sinnum og var best í liði Hauka. Hafdís Renötudóttir, markmaður Fram, var frábær í kvöld. Varði 14 skot. Sem er reyndar 10 skotum minna en í síðasta leik á móti Haukum. Framarar geta varla beðið um betri markvörð. Markaskorun dreifðist ágætlega á gestina. Steinunn Björnsdóttir skoraði 5, Kristrún Steinþórsdóttir, Perla Ruth og Þórey Rósa skoruðu 4 hvor. Varnarlega átti Perla Ruth flest lögleg stopp, alls 5 talsins. Hvað gekk illa? Haukum gekk illa í sóknarleiknum. Heimakonur misstu boltann trekk í trekk frá sér, tóku of oft ranga ákvörðun og létu Hafdísi, markvörð Fram, verja frá sér. Hvað gerist næst? Haukakonur fara til Vestmannaeyja og mæta þar ÍBV 14.janúar kl 14:00. Fram fær Selfoss í heimsókn, í Úlfarsárdal, 15.janúar kl 19:30. Ragnar: Var eins og þær væru ekki á staðnum á köflum Ragnar Hermannsson, þjálfari Hauka.Vísir/Hulda Margrét Ragnar Hermannson, þjálfari Hauka, var spurður hvað hefði gerst. „Stutta útgáfan er að við vorum ömurleg. Þetta var alveg hrikalega barnalega spilaður leikur. Einbeitingin svona 7 – 8 mínútur til að byrja með. Eftir það vorum við ekkert með í þessum leik. Vorum ekki að hlaupa til baka, gáfumst upp, hengdum haus og gerðum eiginlega alla feila sem hægt er að gera í bókinni.“ Það gekk fátt upp hjá Haukum í kvöld. „Við þurftum að halda vel á bolta. Við gerðum það ekki. Við vorum örugglega með 15 – 16 tæknifeila. Án þess að það sé nein pressa á leikmönnunum. Voru bara með smjör á puttunum. Gripu ekki, köstuðu frá sér. Það var eins og þær væru ekki á staðnum á köflum. Síðan þegar fer að ganga illa eftir þessa góðu byrjun og þær komnar í 7 – 5 þá sér maður að vinnusemin allt í einu bara fer. Það er ekki hlupið til baka og fólk bara hengir haus. Þetta eru gríðarleg vonbrigði að vissu leiti. Ég hélt við værum komin yfir þetta. En eins og ég sagði í viðtali fyrir leik. Eins og þetta er búið að vera í desember hefði það komið mér á óvart ef við hefðum verið ofsalega góð í dag.“ „Eiginlega bara allt. Sjálfstraust, tímasetningar í sóknarleik, vinnuframlag, einbeitingu og halda boltanum betur. Það hefur verið okkar vandamál í 8 af síðustu 11 leikjum. Við erum með yfir 10 tæknifeila í þessum leikjum. Það er erfitt þegar það er svoleiðis. Stefán: Þegar við spilum eftir skipulagi þá gengur þetta vel Stefán Arnarson, þjálfari Fram.Vísir/Hulda Margrét Eðlilega var Stefán Arnarson, þjálfari Fram, sáttari eftir leik. „Nei ég er mjög ánægður með leikinn. Við spiluðum góða vörn og góða markvörslu eins og ég sagði fyrir leik. Fáum á okkur 7 mörk í fyrri hálfleik nútímahandbolta. Það er bara frábært. Það skóp sigurinn í kvöld.“ „Við erum með ákveðið skipulag í okkar varnarleik og það gekk upp í dag. Og gengur oftast upp, enda Framliðið sterkt.“ Fram spilaði sem lið og það er ástæðan fyrir þessum frábæra sigri að mati Stefáns. „Við vorum að spila eftir skipulagi. Þegar við spilum eftir skipulagi þá gengur þetta vel. Við erum með góða varnarmenn. Liðið gerði heillt yfir mjög vel í dag. Við vorum sem lið í dag og ég er mjög ánægður með það. Við erum ekki alltaf sem lið.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti