Tammy Abraham tryggði Rómverjum dramatískt jafntefli gegn meisturunum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. janúar 2023 21:45 Tammy Abraham reyndist hetja Rómverja í kvöld. Matteo Ciambelli/DeFodi Images via Getty Images Tammy Abraham reyndist hetja Roma er hann tryggði liðinu eitt stig á ögurstundu gegn Ítalíumeisturum AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld, lokatölur 2-2. Miðvörðurinn Pierre Kalulu kom heimamönnum í forystu eftir hálftíma leik þegar hann stangaði hornspyrnu Sandro Tonali í netið. Þetta reyndist eina mark fyrri hálfleiksins og staðan því 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Varamaðurinn Tommaso Pobega tvöfaldaði svo forystu Milan manna þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum eftir stoðsendingu frá Rafael Leao. Roger Ibanez minnkaði þó muninn fyrir Roma á 87. mínútu eftir hornspyrnu frá Lorenzo Pellegrini og liðið átti því enn smá von um að fá eitthvað út úr leiknum. ÞAð var svo Englendingurinn Tammy Abraham sem reyndist hetja Rómverja þegar hann jafnaði metin fyrir liðið á fjórðu mínútu uppbótartíma og þar við sat. Lokatölur 2-2 og ítölsku meistararnir naga sig líklega í handabökin í kvöld. AC Milan situr nú í þriðja sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 37 stig, jafn mörg og Juventus sem situr í öðru sæti og sjö stigum á eftir toppliði Napoli. Roma situr hins vegar í sjötta sæti með 31 stig. Ítalski boltinn
Tammy Abraham reyndist hetja Roma er hann tryggði liðinu eitt stig á ögurstundu gegn Ítalíumeisturum AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld, lokatölur 2-2. Miðvörðurinn Pierre Kalulu kom heimamönnum í forystu eftir hálftíma leik þegar hann stangaði hornspyrnu Sandro Tonali í netið. Þetta reyndist eina mark fyrri hálfleiksins og staðan því 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Varamaðurinn Tommaso Pobega tvöfaldaði svo forystu Milan manna þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum eftir stoðsendingu frá Rafael Leao. Roger Ibanez minnkaði þó muninn fyrir Roma á 87. mínútu eftir hornspyrnu frá Lorenzo Pellegrini og liðið átti því enn smá von um að fá eitthvað út úr leiknum. ÞAð var svo Englendingurinn Tammy Abraham sem reyndist hetja Rómverja þegar hann jafnaði metin fyrir liðið á fjórðu mínútu uppbótartíma og þar við sat. Lokatölur 2-2 og ítölsku meistararnir naga sig líklega í handabökin í kvöld. AC Milan situr nú í þriðja sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 37 stig, jafn mörg og Juventus sem situr í öðru sæti og sjö stigum á eftir toppliði Napoli. Roma situr hins vegar í sjötta sæti með 31 stig.