Willum og félagar höfðu gert tvö jafntefli í röð í deildinni og þurftu því á sigri að halda til að halda sér í baráttunni um sæti í Sambandsdeildinni.
Gestirnir í Go Ahead Eagles skoruðu bæði mörk leiksins í fyrri hálfleik og tryggðu sér þar með nokkuð öruggan 2-0 sigur.
Willum var í byrjunarliði gestanna og lék allan leikinn úti á hægri kanti.
Go Ahead Eagles situr nú í níunda sæti deildarinnar með 18 stig eftir 15 leiki, sex stigum á eftir Utrecht sem situr í sjöunda og seinasta Sambandsdeildarsætinu.