Settist í sófann hjá Jimmy Fallon: „Þetta fer algjörlega í minningabankann“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 8. janúar 2023 00:13 Hér má sjá Thelmu á götum New York borgar og málverk eftir hana. Instagram/@thelmagella Thelma Sigurhansdóttir varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að setjast í sófa þáttastjórnandans Jimmy Fallon á meðan á auglýsingahléi við upptökur á kvöldþáttunum vinsælu „The Tonight Show with Jimmy Fallon“ stóð í desember síðastliðnum. Hún segir Fallon mikinn karakter en indælan. Fyrir tveimur dögum síðan ákveður Thelma að segja fylgjendum sínum á samfélagsmiðlinum Tiktok frá þessari alveg hreint ótrúlegu upplifun en hún er búsett í New York borg og stundar þar listnám við The City University of New York. Vísir sló á þráðinn til Thelmu og fékk að heyra hvernig upplifunin var. Með því að vera smá djörf að eigin sögn, lendir hún í sófanum á sviðinu hjá Jimmy Fallon, rétt á eftir söng- og leikkonunni Selenu Gomez. Hún og tveir vinir hennar höfðu fengið miða sem gerðu þeim kleift að sitja og horfa á upptökur þáttarins. Ætla má að Thelma hafi setið í sófanum stuttu eftir viðtalið hér að ofan. „Þetta var ógeðslega gaman og kom mér líka alveg rosalega á óvart, þetta er eitthvað sem ég myndi ekki endilega búast við frá mér,“ segir Thelma en í auglýsingahléi á milli atriða voru áhorfendur spurðir hvort þeir hefðu einhverjar spurningar fyrir Fallon og ákvað Thelma að spyrja hvort hún mætti prófa sófann. „Þegar ég var þarna sitjandi var ég rosa mikið með hugarfarið, hvað á ég að gera til þess að komast í þennan sófa? Hvað get ég sagt til þess að á að setjast þarna? Það var svona það eina sem ég var að hugsa,“ segir Thelma. Fannst íslenska eftirnafnið mjög fyndið Hún fékk ósk sína uppfyllta og fékk að setjast í sófann við hlið Fallon. Eftir stutt almennt spjall berst nafn Thelmu til tals. „Ég er rosa vön því, ég bý úti þannig ég reyni alltaf að segja það voða hægt svo fólk nái að heyra hvað ég sé að segja. Ég segi „Thelma“ og hann segir „Thelma“ og svo segi ég „Sigurhansdóttir“ og þá fer allur salurinn og hann rosa mikið að hlæja,“ segir Thelma. Hún segir Fallon þá hafa beðið sig um að endurtaka föðurnafnið sitt og hún hafi þá útskýrt fyrir honum hvernig íslensk eftirnöfn virki. „Honum fannst þetta mjög áhugavert og vissi þetta ekki um Íslendinga.“ Hefur engin sönnunargögn í höndunum Lífsreynsla Thelmu er eitthvað sem fáir utan Hollywood fá að upplifa, því hefði verið ansi skemmtilegt að eiga mynd af augnablikinu en það mátti alls ekki. Harðbannað hafi verið að vera með símann við hönd. „Ég væri mjög til í að sjá þetta og bara sjá hvernig ég var og líka einmitt eiga mynd af þessu en svo er bara ótrúlega gaman að prófa þetta. [...] Þetta fer algjörlega í minningabankann,“ segir Thelma. Aðspurð hvað hún myndi segja ef hún ætti að lýsa upplifuninni stuttlega segir hún lífreynsluna hafa verið „ótrúlega flippaða.“ Þeir sem vilja hlusta á alla söguna beint frá Thelmu geta horft á Tiktok myndbandið hér að ofan. Bíó og sjónvarp Bandaríkin Íslendingar erlendis Myndlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Fyrir tveimur dögum síðan ákveður Thelma að segja fylgjendum sínum á samfélagsmiðlinum Tiktok frá þessari alveg hreint ótrúlegu upplifun en hún er búsett í New York borg og stundar þar listnám við The City University of New York. Vísir sló á þráðinn til Thelmu og fékk að heyra hvernig upplifunin var. Með því að vera smá djörf að eigin sögn, lendir hún í sófanum á sviðinu hjá Jimmy Fallon, rétt á eftir söng- og leikkonunni Selenu Gomez. Hún og tveir vinir hennar höfðu fengið miða sem gerðu þeim kleift að sitja og horfa á upptökur þáttarins. Ætla má að Thelma hafi setið í sófanum stuttu eftir viðtalið hér að ofan. „Þetta var ógeðslega gaman og kom mér líka alveg rosalega á óvart, þetta er eitthvað sem ég myndi ekki endilega búast við frá mér,“ segir Thelma en í auglýsingahléi á milli atriða voru áhorfendur spurðir hvort þeir hefðu einhverjar spurningar fyrir Fallon og ákvað Thelma að spyrja hvort hún mætti prófa sófann. „Þegar ég var þarna sitjandi var ég rosa mikið með hugarfarið, hvað á ég að gera til þess að komast í þennan sófa? Hvað get ég sagt til þess að á að setjast þarna? Það var svona það eina sem ég var að hugsa,“ segir Thelma. Fannst íslenska eftirnafnið mjög fyndið Hún fékk ósk sína uppfyllta og fékk að setjast í sófann við hlið Fallon. Eftir stutt almennt spjall berst nafn Thelmu til tals. „Ég er rosa vön því, ég bý úti þannig ég reyni alltaf að segja það voða hægt svo fólk nái að heyra hvað ég sé að segja. Ég segi „Thelma“ og hann segir „Thelma“ og svo segi ég „Sigurhansdóttir“ og þá fer allur salurinn og hann rosa mikið að hlæja,“ segir Thelma. Hún segir Fallon þá hafa beðið sig um að endurtaka föðurnafnið sitt og hún hafi þá útskýrt fyrir honum hvernig íslensk eftirnöfn virki. „Honum fannst þetta mjög áhugavert og vissi þetta ekki um Íslendinga.“ Hefur engin sönnunargögn í höndunum Lífsreynsla Thelmu er eitthvað sem fáir utan Hollywood fá að upplifa, því hefði verið ansi skemmtilegt að eiga mynd af augnablikinu en það mátti alls ekki. Harðbannað hafi verið að vera með símann við hönd. „Ég væri mjög til í að sjá þetta og bara sjá hvernig ég var og líka einmitt eiga mynd af þessu en svo er bara ótrúlega gaman að prófa þetta. [...] Þetta fer algjörlega í minningabankann,“ segir Thelma. Aðspurð hvað hún myndi segja ef hún ætti að lýsa upplifuninni stuttlega segir hún lífreynsluna hafa verið „ótrúlega flippaða.“ Þeir sem vilja hlusta á alla söguna beint frá Thelmu geta horft á Tiktok myndbandið hér að ofan.
Bíó og sjónvarp Bandaríkin Íslendingar erlendis Myndlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira