Sport

Snögg viðbrögð þjálfarans björguðu lífi leikmanns sem fékk skautablað í hálsinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eric Huss sést hér á sjúkrahúsinu eftir aðgerðina.
Eric Huss sést hér á sjúkrahúsinu eftir aðgerðina. Twitter/@ArmyWP_Hockey

Íshokkíleikmaðurinn Eric Huss getur þakkað styrktarþjálfara liðsins síns að hann er enn meðal okkar eftir óhuggulegt atvik á dögunum.

Eric Huss, sem er leikmaður Army West Point í bandaríska háskólaíshokkíinu og var þarna að mæta Sacred Heart skólanum. Í öðrum leikhluta þá vildi mjög svo óheppilega til að skauti andstæðings lenti á háls Huss og skar hann mjög illa.

Huss var ekki hluti af umræddu samstuði inn á vellinum en þegar annar leikmannanna missti jafnvægið þá sveiflaði hann fætinum og skautanum í háls Erics.

Eric skautaði út af vellinum og þá sáu menn fljótt hver alvarleiki meiðsla hans voru. Blóðið flæddi og hann hélt um hálsinn á sér.

Þá var komið að þætti styrktarþjálfarans Rakelar Leahy. Hún stökk yfir auglýsingaskiltið og var með handklæði sem hún vafði um háls hans og hélt þrýstingi á sárið og gerði allt til að loka slagæðinni.

Hún sleppti ekki takinu þar til að Eric Huss var kominn upp á sjúkrahús.

Þjálfari liðsins og Eric hafa þakkað Rakel fyrir í kjölfarið en skurðaðgerð hans á sjúkrahúsinu heppnaðist vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×