Guðjón Valur: Ég er svo heppinn að vera með tvo kolvitlausa Eyjamenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2023 13:31 Guðjón Valur Sigurðsson lék sjálfur lengi í þýsku deildinni og þekkir hana því mjög vel. Getty/Simon Hofmann Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersbach í þýsku bundesligunni en lið hans er nú í níunda sæti deildarinnar sem nýliði í deildinni. Guðjón Valur ræddi þjálfaralífið við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Hann er nú kominn með liðið upp í eina sterkustu deild í heimi. „Ef einhver hefði sagt mér að við værum komnir með átján stig eftir hálft tímabil þá hefði ég skrifað strax undir það. Við erum ekki með nema fimm eða sex stráka sem hafa spilað áður í þýsku deildinni sem er sterkasta og jafnasta deildin í heimi,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson. „Ég er ánægður og stoltur af genginu hingað til en það náttúrulega eykur kröfurnar. Við viljum ekki slá af og við erum hvergi nærri sáttir eða saddir,“ sagði Guðjón Valur. Guðjón Valur stýrði Gummersbach í tvö ár í næst efstu deild áður en hann kom liðinu upp en hversu mikill munur er á deildunum tveimur? „Ég er ofsalega þakklátur fyrir árin tvö í annarri deildinni því við þurfum tíma til að byggja upp lið. Það eru fáir hérna sem átta sig á því hversu sterk önnur deildin er. Þýska önnur deildin er ábyggilega sjötta, sjöunda sterkasta deildin í Evrópu. Það er fullt af mjög góðum handboltamönnum þarna en þegar þú ert kominn í fyrstu deildina þá er einfaldlega refsað hraðar og meira fyrir hver mistök sem þú gerir,“ sagði Guðjón. „Ég er því ánægður með árin tvö þar en ég er ekkert æstur í að fara þangað aftur,“ sagði Guðjón brosandi. Guðjón Valur kláraði Masters Coach nám hjá HSÍ á dögunum. Þessi reynslumikli handboltamaður er enn á sínum fyrstu árum í þjálfun þar sem hann bætir sig jafnt og þétt með ári hverju að mati leikmanna hans. „Ég hafði aldrei þjálfað áður af einhverju ráði þannig að ég vona svo sannarlega að ég bæti mig. Ég verð að gefa hrósið til baka því það eru leikmennirnir sem gera mig að þeim þjálfara sem ég er,“ sagði Guðjón. „Ég er svo heppinn að vera með tvo kolvitlausa Eyjamenn. Þeir eru báðir búnir að vera frábærir. Hákon að koma upp úr meiðslum í byrjun þessa tímabils og búinn að vera stórkostlegur síðustu tvo mánuði. Ég þvingaði Elliða í nýtt hlutverk því hann kemur úr 3:2:1 vörn í Vestmannaeyjum en er núna að spila í hjartanu á 6:0 vörn hjá okkur. Hann er orðinn varafyrirliði hjá okkur og maður sér það að þeir eru báðir orðnir að fullorðnum mönnum,“ sagði Guðjón Valur en það má sjá spjallið við hann hér fyrir ofan. Þýski handboltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Guðjón Valur ræddi þjálfaralífið við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Hann er nú kominn með liðið upp í eina sterkustu deild í heimi. „Ef einhver hefði sagt mér að við værum komnir með átján stig eftir hálft tímabil þá hefði ég skrifað strax undir það. Við erum ekki með nema fimm eða sex stráka sem hafa spilað áður í þýsku deildinni sem er sterkasta og jafnasta deildin í heimi,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson. „Ég er ánægður og stoltur af genginu hingað til en það náttúrulega eykur kröfurnar. Við viljum ekki slá af og við erum hvergi nærri sáttir eða saddir,“ sagði Guðjón Valur. Guðjón Valur stýrði Gummersbach í tvö ár í næst efstu deild áður en hann kom liðinu upp en hversu mikill munur er á deildunum tveimur? „Ég er ofsalega þakklátur fyrir árin tvö í annarri deildinni því við þurfum tíma til að byggja upp lið. Það eru fáir hérna sem átta sig á því hversu sterk önnur deildin er. Þýska önnur deildin er ábyggilega sjötta, sjöunda sterkasta deildin í Evrópu. Það er fullt af mjög góðum handboltamönnum þarna en þegar þú ert kominn í fyrstu deildina þá er einfaldlega refsað hraðar og meira fyrir hver mistök sem þú gerir,“ sagði Guðjón. „Ég er því ánægður með árin tvö þar en ég er ekkert æstur í að fara þangað aftur,“ sagði Guðjón brosandi. Guðjón Valur kláraði Masters Coach nám hjá HSÍ á dögunum. Þessi reynslumikli handboltamaður er enn á sínum fyrstu árum í þjálfun þar sem hann bætir sig jafnt og þétt með ári hverju að mati leikmanna hans. „Ég hafði aldrei þjálfað áður af einhverju ráði þannig að ég vona svo sannarlega að ég bæti mig. Ég verð að gefa hrósið til baka því það eru leikmennirnir sem gera mig að þeim þjálfara sem ég er,“ sagði Guðjón. „Ég er svo heppinn að vera með tvo kolvitlausa Eyjamenn. Þeir eru báðir búnir að vera frábærir. Hákon að koma upp úr meiðslum í byrjun þessa tímabils og búinn að vera stórkostlegur síðustu tvo mánuði. Ég þvingaði Elliða í nýtt hlutverk því hann kemur úr 3:2:1 vörn í Vestmannaeyjum en er núna að spila í hjartanu á 6:0 vörn hjá okkur. Hann er orðinn varafyrirliði hjá okkur og maður sér það að þeir eru báðir orðnir að fullorðnum mönnum,“ sagði Guðjón Valur en það má sjá spjallið við hann hér fyrir ofan.
Þýski handboltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti