Rotten hefur frá árinu 1978 sungið með írsku hljómsveitinni Public Image Ltd. sem er á meðal sex sem koma til greina sem framlag Írlands til keppninnar. Fram undan er undankeppni á Írlandi þar sem atkvæði sjónvarpsáhorfenda og dómara munu skera úr um það hver keppir í Liverpool.
Rotten, sem heitir réttu nafni John Lydon, syngur lagið Hawaii. Laginu er lýst sem ástarbréfi til eiginkonu Lyndons til tæplega fimmtíu ára. Hún glímir við Alzheimer-sjúkdóminn. Lagið er tileinkað öllum þeim sem ganga í gegnum erfið tímabil á lífsins leið.
„Skilaboðin eru líka sá vonarneisti að á endanum standi ástin uppi sem sigurvegari.“
Írar eru stórþjóð í Eurovision enda unnið keppnina sjö sinnum, oftar en nokkur önnur þjóð, þótt gengið undanfarin ár hafi verið langt undir pari.