„Núna getið þið hætt að pirra ykkur á okkur“ Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2023 21:38 Birgitta Haukdal segir margt hæfileikaríkt fólk hafi tekið þátt í Idol og erfitt hafi verið að senda mörg þeirra heim. Vísir/Vilhelm Birgitta Haukdal, söngkona og Idol-dómari, átti von á viðbrögðum við nýjasta þættinum í Idol og þeirri ákvörðun sem dómarar tóku í þættinum. Flottir keppendur hafi verið sendir heim fyrir átta manna úrslitin. Rætt var við Birgittu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en var það vegna þeirrar umdeildu ákvörðunar dómara keppninnar að senda Einar Óla Ólafsson heim í þættinum sem sýndur var á föstudaginn. Margir áhorfendur hafa látið í sér heyra og gagnrýnt þá ákvörðun. Þátttakendum fækkaði úr átján í átta á föstudaginn. „Að dæma í list eða segja að einhver sé bestur í tónlist, það er alltaf erfitt og við höfum öll misjafnar skoðanir,“ sagði Birgitta. Það kom henni ekki á óvart að þátturinn væri milli tannanna á fólki. Einar sjálfur sagðir fyrr í dag við Vísi að hann væri vonsvikinn en þakklátur. Birgitta sagði að ekki væri endilega verið að leita að besta söngvaranum eða besta laginu. Keppnin héti Idol stjörnuleit og eins og nafnið gæfi til kynna væri verið að leita að stjörnu. Hún sagði dómarana mjög ólíka á mörgum sviðum og þess vegna væru þau fengin saman. Öll reyndu þau að fylgja þeirra sannfæringu og væru að reyna að finna einhvern sem gæti að þeirra mati orðið stjarna. „Við erum að leita að mörgu. Það þarf að tikka í mörg box,“ sagði Birgitta. Stundum væru þau líka að senda fólk heim jafnvel þó einhverjir dómara væru ósammála því. Fjölmargir góðir tónlistarmenn hefðu tekið þátt en sætin í úrslitakeppninni væru fá. Hér að neðan má sjá lokaatriðið þegar Einar Óli var sendur heim. Birgitta vildi líka taka fram að áhorfendur sæju mögulega bara nokkrar sekúndur af því sem hefði gerst yfir mun lengra tímabil. Sumir væru í sínu besta dagsformi og aðrir í þeirra versta. Það væru margar hliðar á þessu. Að endingu sagði Birgitta að dómararnir væru að gera sitt besta sem hópur og þeir væru fjölbreyttir. Núna væru þau hins vegar búin og áhorfendur gætu hætt að pirra sig á þeim, því keppnin væri í þeirra höndum. Nú fá áhorfendur hér eftir að kjósa í símakosningu og hafa þannig áhrif á það hver stendur uppi sem sigurvegari eftir nokkrar vikur. Hlusta má á viðtalið við Birgittu í spilaranum hér að neðan. Idol Tónlist Reykjavík síðdegis Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Rætt var við Birgittu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en var það vegna þeirrar umdeildu ákvörðunar dómara keppninnar að senda Einar Óla Ólafsson heim í þættinum sem sýndur var á föstudaginn. Margir áhorfendur hafa látið í sér heyra og gagnrýnt þá ákvörðun. Þátttakendum fækkaði úr átján í átta á föstudaginn. „Að dæma í list eða segja að einhver sé bestur í tónlist, það er alltaf erfitt og við höfum öll misjafnar skoðanir,“ sagði Birgitta. Það kom henni ekki á óvart að þátturinn væri milli tannanna á fólki. Einar sjálfur sagðir fyrr í dag við Vísi að hann væri vonsvikinn en þakklátur. Birgitta sagði að ekki væri endilega verið að leita að besta söngvaranum eða besta laginu. Keppnin héti Idol stjörnuleit og eins og nafnið gæfi til kynna væri verið að leita að stjörnu. Hún sagði dómarana mjög ólíka á mörgum sviðum og þess vegna væru þau fengin saman. Öll reyndu þau að fylgja þeirra sannfæringu og væru að reyna að finna einhvern sem gæti að þeirra mati orðið stjarna. „Við erum að leita að mörgu. Það þarf að tikka í mörg box,“ sagði Birgitta. Stundum væru þau líka að senda fólk heim jafnvel þó einhverjir dómara væru ósammála því. Fjölmargir góðir tónlistarmenn hefðu tekið þátt en sætin í úrslitakeppninni væru fá. Hér að neðan má sjá lokaatriðið þegar Einar Óli var sendur heim. Birgitta vildi líka taka fram að áhorfendur sæju mögulega bara nokkrar sekúndur af því sem hefði gerst yfir mun lengra tímabil. Sumir væru í sínu besta dagsformi og aðrir í þeirra versta. Það væru margar hliðar á þessu. Að endingu sagði Birgitta að dómararnir væru að gera sitt besta sem hópur og þeir væru fjölbreyttir. Núna væru þau hins vegar búin og áhorfendur gætu hætt að pirra sig á þeim, því keppnin væri í þeirra höndum. Nú fá áhorfendur hér eftir að kjósa í símakosningu og hafa þannig áhrif á það hver stendur uppi sem sigurvegari eftir nokkrar vikur. Hlusta má á viðtalið við Birgittu í spilaranum hér að neðan.
Idol Tónlist Reykjavík síðdegis Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein