Reyndist ekki tilbúinn að hætta: „Núna er vikan mín komin“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 10. janúar 2023 10:03 Ragnar stendur vaktina í Lauga-Ási ásamt sjálfboðaliðum úr Neistanum, Maríu Dís og Björgvini. Góðgerðarvika fer nú fram á veitingastaðnum rótgróna. Vísir/Egill Veitingastaðurinn Lauga-ás var opnaður í gær eftir nokkurra vikna lokun. Opnunin er þó ekki með hefðbundnu sniði en allur ágóði rennur nú til góðgerðamála. Margir voru ansi svekktir þegar tilkynnt var um lokun rótgróna veitingastaðarins Lauga-ás í nóvember. Ragnar Kr. Guðmundsson, veitingamaður og stofnandi Lauga-áss var þó ekki alveg tilbúinn að hætta og má segja að hann hafi bara tekið sér gott jólafrí. Staðurinn opnaði á ný í gær en næstu daga mun allur ágóði renna til Neistans, styrkarfélags hjartveikra barna. Í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 í gær kíktum við á Lauga-ás þar sem Ragnar, sem ótrúlegt en satt er kominn yfir áttrætt, stóð vaktina ásamt sjálfboðaliðum frá Neistanum. „Þú varst ekki alveg tilbúinn til að hætta?“ „Nei ekki alveg, en núna er vikan mín komin. Hérna er ég með yndislegt fólk með mér sem mig langar að hjálpa og styrkja. Svo ætla ég að halda áfram. Kúnnarnir mínir hafa margir hverjir, ég segi kannski ekki alveg, hótað mér hinu og þessu, en í næstu viku verður opið fimmtudag, föstudag og laugardag. Svo verður bara gaman áfram fram á vorið. Sjáum hvernig verður,“ segir Ragnar. María Dís, 14 ára stóð vaktina í gærkvöldi en ásamt öðrum í Neistanum. „Mig langaði að hjálpa til þar sem ég með hjartagalla og er í Neistanum,“ sagði María. Björgvin Unnar, 8 ára fæddist með hjartagalla og hefur, þrátt fyrir ungan aldur, gengið í gegnum meira en flestir gera á heilli ævi. Hann hefur sýnt og sannað að hann er sannkölluð hetja.vísir/Egill Björgvin Unnar, 8 ára var einnig mættur til starfa en hann er einnig svokallað hjartabarn. „Ég er að vinna hérna, ég var líka að teikna svona,“ sagði Björgvin og sýndi fallega af teikningu eftir sig. Á myndinni sést hann þegar hann var lítill, með gat á hjartanu eins og svo af honum stærri þar sem búið var að laga gatið. „Þetta er ég með hjarta og ég var lítill, þá var ég með gat“. Þú ert að vinna hérna í kvöld líka? „Já.“ Björgvin Unnar hefur háleita framtíðardrauma og tjáði fréttamanni að hann ætlaði að verða vísindamaður eða veitingamaður. Eftir frammistöðu hans í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 í gær voru þó allir sammála um að fjölmiðlar ættu líka sérlega vel við hann. „Hann er duglegur og alveg á útopnu, og þau bæði, þessar elskur", segir Ragnar. „Ég vona bara að mínir kúnnar komi og styðji okkur eins og þau geta. Þetta verður alla vikuna, yndisleg vika. Við ætlum að vera hérna saman eins og ein samhent fjölskylda." Teikning eftir Björgvin Unnar sem sýnir gatið sem hann fæddist með á hjartanu. Laugaás er með hjartað á réttum stað Veitingastaðir Reykjavík Góðverk Heilbrigðismál Tengdar fréttir Furðar sig á sterkum viðbrögðum og opnar Lauga-Ás aftur Dyr veitingastaðarins Lauga-Áss verða opnaðar að nýju næsta mánudag en áður var tilkynnt að þeim hafi verið lokað fyrir fullt og allt. Í viku munu allar tekjur staðarins renna til Neistans – Styrktarfélags hjartveikra barna. 6. janúar 2023 14:55 Loka Lauga-Ási eftir 43 ára starfsemi Veitingastaðnum Lauga-Ási á Laugarásvegi 1 í Reykjavík verður lokað í næsta mánuði. Staðurinn hefur verið starfræktur síðan 1979, en veisluþjónusta verður þó áfram starfrækt undir merkjum staðarins. 16. nóvember 2022 07:25 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Margir voru ansi svekktir þegar tilkynnt var um lokun rótgróna veitingastaðarins Lauga-ás í nóvember. Ragnar Kr. Guðmundsson, veitingamaður og stofnandi Lauga-áss var þó ekki alveg tilbúinn að hætta og má segja að hann hafi bara tekið sér gott jólafrí. Staðurinn opnaði á ný í gær en næstu daga mun allur ágóði renna til Neistans, styrkarfélags hjartveikra barna. Í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 í gær kíktum við á Lauga-ás þar sem Ragnar, sem ótrúlegt en satt er kominn yfir áttrætt, stóð vaktina ásamt sjálfboðaliðum frá Neistanum. „Þú varst ekki alveg tilbúinn til að hætta?“ „Nei ekki alveg, en núna er vikan mín komin. Hérna er ég með yndislegt fólk með mér sem mig langar að hjálpa og styrkja. Svo ætla ég að halda áfram. Kúnnarnir mínir hafa margir hverjir, ég segi kannski ekki alveg, hótað mér hinu og þessu, en í næstu viku verður opið fimmtudag, föstudag og laugardag. Svo verður bara gaman áfram fram á vorið. Sjáum hvernig verður,“ segir Ragnar. María Dís, 14 ára stóð vaktina í gærkvöldi en ásamt öðrum í Neistanum. „Mig langaði að hjálpa til þar sem ég með hjartagalla og er í Neistanum,“ sagði María. Björgvin Unnar, 8 ára fæddist með hjartagalla og hefur, þrátt fyrir ungan aldur, gengið í gegnum meira en flestir gera á heilli ævi. Hann hefur sýnt og sannað að hann er sannkölluð hetja.vísir/Egill Björgvin Unnar, 8 ára var einnig mættur til starfa en hann er einnig svokallað hjartabarn. „Ég er að vinna hérna, ég var líka að teikna svona,“ sagði Björgvin og sýndi fallega af teikningu eftir sig. Á myndinni sést hann þegar hann var lítill, með gat á hjartanu eins og svo af honum stærri þar sem búið var að laga gatið. „Þetta er ég með hjarta og ég var lítill, þá var ég með gat“. Þú ert að vinna hérna í kvöld líka? „Já.“ Björgvin Unnar hefur háleita framtíðardrauma og tjáði fréttamanni að hann ætlaði að verða vísindamaður eða veitingamaður. Eftir frammistöðu hans í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 í gær voru þó allir sammála um að fjölmiðlar ættu líka sérlega vel við hann. „Hann er duglegur og alveg á útopnu, og þau bæði, þessar elskur", segir Ragnar. „Ég vona bara að mínir kúnnar komi og styðji okkur eins og þau geta. Þetta verður alla vikuna, yndisleg vika. Við ætlum að vera hérna saman eins og ein samhent fjölskylda." Teikning eftir Björgvin Unnar sem sýnir gatið sem hann fæddist með á hjartanu. Laugaás er með hjartað á réttum stað
Veitingastaðir Reykjavík Góðverk Heilbrigðismál Tengdar fréttir Furðar sig á sterkum viðbrögðum og opnar Lauga-Ás aftur Dyr veitingastaðarins Lauga-Áss verða opnaðar að nýju næsta mánudag en áður var tilkynnt að þeim hafi verið lokað fyrir fullt og allt. Í viku munu allar tekjur staðarins renna til Neistans – Styrktarfélags hjartveikra barna. 6. janúar 2023 14:55 Loka Lauga-Ási eftir 43 ára starfsemi Veitingastaðnum Lauga-Ási á Laugarásvegi 1 í Reykjavík verður lokað í næsta mánuði. Staðurinn hefur verið starfræktur síðan 1979, en veisluþjónusta verður þó áfram starfrækt undir merkjum staðarins. 16. nóvember 2022 07:25 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Furðar sig á sterkum viðbrögðum og opnar Lauga-Ás aftur Dyr veitingastaðarins Lauga-Áss verða opnaðar að nýju næsta mánudag en áður var tilkynnt að þeim hafi verið lokað fyrir fullt og allt. Í viku munu allar tekjur staðarins renna til Neistans – Styrktarfélags hjartveikra barna. 6. janúar 2023 14:55
Loka Lauga-Ási eftir 43 ára starfsemi Veitingastaðnum Lauga-Ási á Laugarásvegi 1 í Reykjavík verður lokað í næsta mánuði. Staðurinn hefur verið starfræktur síðan 1979, en veisluþjónusta verður þó áfram starfrækt undir merkjum staðarins. 16. nóvember 2022 07:25