Umfjöllun: Snæfell - Haukar 62-98 | Haukar ekki í vandræðum með 1. deildarliði Hólmara Stefán Snær Ágústsson skrifar 10. janúar 2023 20:21 Haukar eru á leið í bikarúrslit eftir öruggan sigur. Vísir/Hulda Margrét Haukar tryggðu sér sæti í úrslitaleik VÍS bikars kvenna í körfubolta eftir sannfærandi sigur á 1. deildarliði Snæfells í Laugardalshöll í kvöld. Lokatölur 98-62 Haukum í vil og munu þær mæta aftur í höllina á laugardaginn til að verja bikarmeistaratitilinn. Lið Snæfells sýndi kjark og kraft í sterku upphafi en sáu í raun aldrei til sólar eftir að Haukakonur komu sér í gang. Þá skein reynsla og gæði Hauka í gegn sem skilaði að lokum sannfærandi sigri. Leikurinn byrjaði af krafti og skiptust liðin á að deila forskoti en það voru Snæfellskonur sem tóku forskotið snemma leiks. Eftir jafnar fyrstu fimm mínútur datt orka Snæfells niður og byrjuðu þá Haukakonur að nýta færin. Fyrsta leikhluta lauk með ellefu stiga yfirburðum Hafnarfjarðarliðsins. Vísir/Hulda Margrét Það var í seinni leikhluta sem Haukar tóku alfarið yfir leikinn og sýndu af hverju þær eru eitt af toppliðum landsins. Það tók bara fjórar mínútur fyrir Hauka að auka muninn í 22 stig og sigurlíkur Snæfells þar með orðnar litlar. Þrátt fyrir yfirburða sóknarframmistöðu frá stigadrottningu leiksins, Cheah Whitsitt, náði enginn annar leikmaður Snæfells að láta til sín taka. Fagmennskan í liði Hauka, leidd af Elísabeth Ýr sem stjórnaði tempói leiksins og Tinnu Guðrúnu sem kláraði færin, varð til þess að liðin fóru inn í hálfleik með mikið á milli sín, staðan 32-55. Seinni hálfleikur hófst með Snæfellingum í erfiðri stöðu, en ef liðið ætlaði að taka eitthvað úr þessum leik þurfti eitthvað að breytast hratt. Það gerðist þó ekki og hélst gangur leiksins áfram á svipuðum nótum. Haukakonur ætluðu sér að klára leikinn og fóru upp um gír. Í þessum leikhluta réð Elisabeth Ýr ríkjum, bæði með fráköstum og með því að hefja sóknir. Klókur leikmaður sem sýndi alla sína reynslu gegn ungu liði Snæfellinga. Þrátt fyrir stöðuga pressu frá Cheah Whitsitt, sem engin réð almennilega við, áttu Haukakonur mun fleiri vopn en mótherjar sínir. Emma Sóldís og Tinna Guðrún skiptust á að setja þriggja stiga körfur. Sólrún Inga hélt áfram sterkri frammistöðu sinni í VÍS bikarnum í vetur með 15 stigum. Undir lok þriðja leikhluta var öll von um endurkomu Snæfells úti og leikurinn orðinn formsatriði. Vísir/Hulda Margrét Lokaleikhlutinn í þessum undanúrslitaleik hófst með Haukum í 28 stiga forystu en 30 stiga múrinn var svo fljótlega klofinn og hélst staðan þannig til leiksloka. Þrátt fyrir mikla yfirburði Hauka hélt Snæfell áfram og gaf ekkert ódýrt frá sér. Bekkur Snæfells ásamt stuðningsmönnum þar fyrir aftan lifðu sig inn í leikinn af miklum ákafa og bjuggu til góða stemningu. Þessi stuðningur skilaði árangri og Snæfell setti þrjár ósvaraðar körfur, bjartur punktur í að öðru leyti erfiðu kvöldi fyrir liðið frá Snæfellsnesi. Þrátt fyrir stemningu og ákafa gat Snæfellsliðið ekki risið upp fyrir ofan getu Hauka, þar sem gæði þeirra voru einfaldlega of mikil, 62-98 lokatölur. Leik kvöldsins er ekki hægt að flokka sem spennandi en reynslumikið lið Hauka gaf ungu liði Snæfells ekki séns. Eftir bjarta byrjun sá Snæfell ekki til sólar og voru þær undir allan leikinn. Gæðin hjá Haukum skiluðu sér í mun betri skotnýtingu, eða 51% gegn 36% hjá Snæfelli. Það rigndi þristum frá Hafnarfjarðarliðinu en Haukar settu 13 þriggja stiga körfur geng 4 hjá Snæfelli. Snæfellskonur mega vera stoltar af frábærri frammistöðu í VÍS bikarnum í vetur eftir að hafa slegið út tvö lið úr efstu deildinni og komist í undanúrslit annað árið í röð. Haukar reyndust of stór biti á endanum en Snæfellskonur geta sett þennan leik í reynslubankann. Haukar taka lítið úr þessum leik en alvöru prófið er á laugardaginn þegar þær spila til úrslita. Vísir/Hulda Margrét Af hverju unnu Haukar? Haukar voru með yfirburði nær allan leikinn. Bikarmeistararnir sýndu reynslu sína gegn ungu liði Snæfells sem gátu ekki haldið í eitt af toppliðum landsins. Skotnýting Hauka var mun betri en í liði Snæfells og settu Haukar þrefalt fleiri þriggja stiga körfur. Snæfell var með einn stjörnuleikmann sem skilaði góðri frammistöðu en Haukur voru með heilt lið af sterkum leikmönnum. Fimm gegn einni er erfið stærðfræði og áttu Haukar aldrei í vandræðum með að reikna sig gegn liði Snæfells. Hverjar stóðu upp úr? Stigadrottning leiksins var hin bandaríska Cheah Whitsitt með 33 stig, 10 fráköst og 3 stoðsendingar. Hún kom inn í leikinn með flest stig, stoðsendingar og fráköst í liði Snæfells og var því ekki skrýtið að hún var allt í öllu í liði þeira. Það er þó alltaf varhugavert þegar sami leikmaðurinn er best í öllu og sást það á spilamennsku Snæfells því hún var sú eina sem átti eitthvað í Hauka. Lið Hauka er byggt upp af samheldri liðsheild og sást það með sterkri frammistöðu frá mörgum lykilmönnum. Elísabeth Ýr stjórnaði tempói leiksins og skilaði sterkri frammistöðu með 12 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar. Tinna Guðrún sá um að setja stigin og voru þau 26, með 6 fráköst og 4 stoðsendingar. Vísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? Skotnýting Snæfells var 36% sem er ekki nægilegt til að landa sigri, sérstaklega á móti ríkjandi bikarmeisturum. Þrátt fyrir sterka frammistöðu frá Cheah Whitsitt náðu aðrir leikmenn ekki að láta til sín taka gegn sterku liði Hauka með 3-4 leikmenn sem spiluðu toppleik. Hvað gerist næst? Snæfell tekur langa rúntinn heim á nes með stolta tilfinningu eftir að hafa komist langt í bikarnum gegn liðum í efstu deild. Þessi leikur reyndist of stórt skref fyrir ungan hóp sem á sér þó bjarta framtíð. Leikmenn verða þó að ná sér fljótt upp aftur því þær eru enn í harðri baráttu um að komast upp um deild, sitjandi í öðru sæti í 1. deild. Haukar verða sáttar með auðveldan sigur þar sem þær þurftu ekki að fara upp í efsta gír. Sigur, engin meiðsli og samheld frammistaða var eina sem Bjarni þjálfari gat beðið um úr þessum leik en hann veit að alvöru prófið er í næsta leik, bikarúrslitaleikurinn gegn Stjörnunni eða Keflavík á laugardaginn. Vísir/Hulda Margrét VÍS-bikarinn Subway-deild kvenna Haukar Snæfell
Haukar tryggðu sér sæti í úrslitaleik VÍS bikars kvenna í körfubolta eftir sannfærandi sigur á 1. deildarliði Snæfells í Laugardalshöll í kvöld. Lokatölur 98-62 Haukum í vil og munu þær mæta aftur í höllina á laugardaginn til að verja bikarmeistaratitilinn. Lið Snæfells sýndi kjark og kraft í sterku upphafi en sáu í raun aldrei til sólar eftir að Haukakonur komu sér í gang. Þá skein reynsla og gæði Hauka í gegn sem skilaði að lokum sannfærandi sigri. Leikurinn byrjaði af krafti og skiptust liðin á að deila forskoti en það voru Snæfellskonur sem tóku forskotið snemma leiks. Eftir jafnar fyrstu fimm mínútur datt orka Snæfells niður og byrjuðu þá Haukakonur að nýta færin. Fyrsta leikhluta lauk með ellefu stiga yfirburðum Hafnarfjarðarliðsins. Vísir/Hulda Margrét Það var í seinni leikhluta sem Haukar tóku alfarið yfir leikinn og sýndu af hverju þær eru eitt af toppliðum landsins. Það tók bara fjórar mínútur fyrir Hauka að auka muninn í 22 stig og sigurlíkur Snæfells þar með orðnar litlar. Þrátt fyrir yfirburða sóknarframmistöðu frá stigadrottningu leiksins, Cheah Whitsitt, náði enginn annar leikmaður Snæfells að láta til sín taka. Fagmennskan í liði Hauka, leidd af Elísabeth Ýr sem stjórnaði tempói leiksins og Tinnu Guðrúnu sem kláraði færin, varð til þess að liðin fóru inn í hálfleik með mikið á milli sín, staðan 32-55. Seinni hálfleikur hófst með Snæfellingum í erfiðri stöðu, en ef liðið ætlaði að taka eitthvað úr þessum leik þurfti eitthvað að breytast hratt. Það gerðist þó ekki og hélst gangur leiksins áfram á svipuðum nótum. Haukakonur ætluðu sér að klára leikinn og fóru upp um gír. Í þessum leikhluta réð Elisabeth Ýr ríkjum, bæði með fráköstum og með því að hefja sóknir. Klókur leikmaður sem sýndi alla sína reynslu gegn ungu liði Snæfellinga. Þrátt fyrir stöðuga pressu frá Cheah Whitsitt, sem engin réð almennilega við, áttu Haukakonur mun fleiri vopn en mótherjar sínir. Emma Sóldís og Tinna Guðrún skiptust á að setja þriggja stiga körfur. Sólrún Inga hélt áfram sterkri frammistöðu sinni í VÍS bikarnum í vetur með 15 stigum. Undir lok þriðja leikhluta var öll von um endurkomu Snæfells úti og leikurinn orðinn formsatriði. Vísir/Hulda Margrét Lokaleikhlutinn í þessum undanúrslitaleik hófst með Haukum í 28 stiga forystu en 30 stiga múrinn var svo fljótlega klofinn og hélst staðan þannig til leiksloka. Þrátt fyrir mikla yfirburði Hauka hélt Snæfell áfram og gaf ekkert ódýrt frá sér. Bekkur Snæfells ásamt stuðningsmönnum þar fyrir aftan lifðu sig inn í leikinn af miklum ákafa og bjuggu til góða stemningu. Þessi stuðningur skilaði árangri og Snæfell setti þrjár ósvaraðar körfur, bjartur punktur í að öðru leyti erfiðu kvöldi fyrir liðið frá Snæfellsnesi. Þrátt fyrir stemningu og ákafa gat Snæfellsliðið ekki risið upp fyrir ofan getu Hauka, þar sem gæði þeirra voru einfaldlega of mikil, 62-98 lokatölur. Leik kvöldsins er ekki hægt að flokka sem spennandi en reynslumikið lið Hauka gaf ungu liði Snæfells ekki séns. Eftir bjarta byrjun sá Snæfell ekki til sólar og voru þær undir allan leikinn. Gæðin hjá Haukum skiluðu sér í mun betri skotnýtingu, eða 51% gegn 36% hjá Snæfelli. Það rigndi þristum frá Hafnarfjarðarliðinu en Haukar settu 13 þriggja stiga körfur geng 4 hjá Snæfelli. Snæfellskonur mega vera stoltar af frábærri frammistöðu í VÍS bikarnum í vetur eftir að hafa slegið út tvö lið úr efstu deildinni og komist í undanúrslit annað árið í röð. Haukar reyndust of stór biti á endanum en Snæfellskonur geta sett þennan leik í reynslubankann. Haukar taka lítið úr þessum leik en alvöru prófið er á laugardaginn þegar þær spila til úrslita. Vísir/Hulda Margrét Af hverju unnu Haukar? Haukar voru með yfirburði nær allan leikinn. Bikarmeistararnir sýndu reynslu sína gegn ungu liði Snæfells sem gátu ekki haldið í eitt af toppliðum landsins. Skotnýting Hauka var mun betri en í liði Snæfells og settu Haukar þrefalt fleiri þriggja stiga körfur. Snæfell var með einn stjörnuleikmann sem skilaði góðri frammistöðu en Haukur voru með heilt lið af sterkum leikmönnum. Fimm gegn einni er erfið stærðfræði og áttu Haukar aldrei í vandræðum með að reikna sig gegn liði Snæfells. Hverjar stóðu upp úr? Stigadrottning leiksins var hin bandaríska Cheah Whitsitt með 33 stig, 10 fráköst og 3 stoðsendingar. Hún kom inn í leikinn með flest stig, stoðsendingar og fráköst í liði Snæfells og var því ekki skrýtið að hún var allt í öllu í liði þeira. Það er þó alltaf varhugavert þegar sami leikmaðurinn er best í öllu og sást það á spilamennsku Snæfells því hún var sú eina sem átti eitthvað í Hauka. Lið Hauka er byggt upp af samheldri liðsheild og sást það með sterkri frammistöðu frá mörgum lykilmönnum. Elísabeth Ýr stjórnaði tempói leiksins og skilaði sterkri frammistöðu með 12 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar. Tinna Guðrún sá um að setja stigin og voru þau 26, með 6 fráköst og 4 stoðsendingar. Vísir/Hulda Margrét Hvað gekk illa? Skotnýting Snæfells var 36% sem er ekki nægilegt til að landa sigri, sérstaklega á móti ríkjandi bikarmeisturum. Þrátt fyrir sterka frammistöðu frá Cheah Whitsitt náðu aðrir leikmenn ekki að láta til sín taka gegn sterku liði Hauka með 3-4 leikmenn sem spiluðu toppleik. Hvað gerist næst? Snæfell tekur langa rúntinn heim á nes með stolta tilfinningu eftir að hafa komist langt í bikarnum gegn liðum í efstu deild. Þessi leikur reyndist of stórt skref fyrir ungan hóp sem á sér þó bjarta framtíð. Leikmenn verða þó að ná sér fljótt upp aftur því þær eru enn í harðri baráttu um að komast upp um deild, sitjandi í öðru sæti í 1. deild. Haukar verða sáttar með auðveldan sigur þar sem þær þurftu ekki að fara upp í efsta gír. Sigur, engin meiðsli og samheld frammistaða var eina sem Bjarni þjálfari gat beðið um úr þessum leik en hann veit að alvöru prófið er í næsta leik, bikarúrslitaleikurinn gegn Stjörnunni eða Keflavík á laugardaginn. Vísir/Hulda Margrét
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti