Karl gantaðist með að vera ekki faðir Harry Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. janúar 2023 00:01 Karl Bretaprins, Megan Markle og Harry Bretaprins. Í nýrri bók Harry bretaprins, Spare, tjáir hann sig í fyrsta sinn um þrálátan orðróm um að Karl Bretakonungur sé í raun ekki faðir Harry heldur James Hewitt, fyrrum ástmaður Díönu prinsessu og móður Harry. Í bókinni segir Harry að faðir hans Karl hafi gantast með þennan orðróm. „Pabba fannst gaman að segja sögur, og þessi var með þeim betri sem hann sagði,“ segir Harry í bókinni. „Hann endaði allar sögur á einhvers konar pælingu: „Hver veit hvort ég sé í raun prinsinn af Wales? Hver veit hvort ég sé í raun faðir þinn?““ Karl hafi þá hlegið óstjórnlega í ljósi orðrómsins um að mögulega væri hinn raunverulegi faðir hans fyrrum ástmaður Díönu. „Ein af ástæðunum fyrir þessum orðrómi var rauða hárið hans en önnur var kvalalosti,“ segir Harry. James Hewitt, maðurinn sem margir trúðu að væri raunverulegur faðir Harry bretaprins.Getty Hann segist ekki hafa haft gaman að þessum orðrómi eða gríni Karls föður hans um sama efni. „Lesendur slúðurtímaritanna höfðu hins vegar mjög gaman að þessu. Að öllum líkindum sé þó ekkert til í þessu, segir Harry, þar sem Díana hafi hitt James Hewitt tveimur árum eftir að Harry fæddist, árið 1986. Bókin Spare fór í sölu mánudaginn 10. janúar. Fram að því hafði mikið verið fjallað um bókina, bæði vegna viðtala við Harry beggja vegna Atlantshafsins og vegna þess að bókin var sett of snemma í sölu á Spáni. Í bókinni fjallar Harry ítarlega um átök sín við konungsfjölskylduna og veigrar fáum; Vilhjálmur bróðir hans, mágkona hans Katrín og Camilla stjúpmóðir hans eru meðal þeirra sem fá miður góða umsögn. Þá opnar hann sig um andlát móður sinnar, Díönu prinsessu, og hvernig hann trúði því ekki í langan tíma að hún væri raunverulega dáin. Viðtökurnar hafa hins vegar verið misjafnar. Í umsögn breska ríkisútvarpsins segir að bókin sé sú skrýtnasta sem nokkurn tímann hefur verið skrifuð af meðlimi konungsfjölskyldunnar. Bókin virki eins og reiðilestur drukkins manns. Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Karl III Bretakonungur Bókmenntir Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Fleiri fréttir Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Sjá meira
Í bókinni segir Harry að faðir hans Karl hafi gantast með þennan orðróm. „Pabba fannst gaman að segja sögur, og þessi var með þeim betri sem hann sagði,“ segir Harry í bókinni. „Hann endaði allar sögur á einhvers konar pælingu: „Hver veit hvort ég sé í raun prinsinn af Wales? Hver veit hvort ég sé í raun faðir þinn?““ Karl hafi þá hlegið óstjórnlega í ljósi orðrómsins um að mögulega væri hinn raunverulegi faðir hans fyrrum ástmaður Díönu. „Ein af ástæðunum fyrir þessum orðrómi var rauða hárið hans en önnur var kvalalosti,“ segir Harry. James Hewitt, maðurinn sem margir trúðu að væri raunverulegur faðir Harry bretaprins.Getty Hann segist ekki hafa haft gaman að þessum orðrómi eða gríni Karls föður hans um sama efni. „Lesendur slúðurtímaritanna höfðu hins vegar mjög gaman að þessu. Að öllum líkindum sé þó ekkert til í þessu, segir Harry, þar sem Díana hafi hitt James Hewitt tveimur árum eftir að Harry fæddist, árið 1986. Bókin Spare fór í sölu mánudaginn 10. janúar. Fram að því hafði mikið verið fjallað um bókina, bæði vegna viðtala við Harry beggja vegna Atlantshafsins og vegna þess að bókin var sett of snemma í sölu á Spáni. Í bókinni fjallar Harry ítarlega um átök sín við konungsfjölskylduna og veigrar fáum; Vilhjálmur bróðir hans, mágkona hans Katrín og Camilla stjúpmóðir hans eru meðal þeirra sem fá miður góða umsögn. Þá opnar hann sig um andlát móður sinnar, Díönu prinsessu, og hvernig hann trúði því ekki í langan tíma að hún væri raunverulega dáin. Viðtökurnar hafa hins vegar verið misjafnar. Í umsögn breska ríkisútvarpsins segir að bókin sé sú skrýtnasta sem nokkurn tímann hefur verið skrifuð af meðlimi konungsfjölskyldunnar. Bókin virki eins og reiðilestur drukkins manns.
Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Karl III Bretakonungur Bókmenntir Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Fleiri fréttir Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Sjá meira