Krefjast afsagnar lygarans á þingi Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2023 22:32 George Santos á göngum bandaríska þinghússins í dag. AP/Patrick Semansky Leiðtogar Repúblikanaflokksins í New York-ríki kölluðu í dag eftir því að George Santos, nýkjörinn þingmaður úr ríkinu segi af sér. Það eigi hann að gera vegna umfangsmikilla lyga hans í kosningabaráttunni. Santos segist hins vegar ætla að sitja sem fastast. Formaður Repúblikanaflokksins í Nassau-sýslu í New York og aðrir háttsettir meðlimir flokksins lýstu því yfir í dag að Santos ætti að stíga til hliðar. Einn úr hópum vísaði sérstaklega til þess að Santos, sem á rætur að rekja til Brasilíu, hefði sagt ósatt um að fjölskyldumeðlimir hans hefðu flúið frá Evrópu vegna Helfararinnar, en Santos hefur einnig ranglega sagst vera gyðingur. Bruce Blakeman, úr framkvæmdastjórn flokksins í Nassaus-sýslu, sagði þessi ummæli vera ógeðfeld og sagði Santos vera blett á fulltrúadeildinni, samkvæmt frétt Reuters. Hér að neðan má sjá myndband þar sem Santos sagði blaðamönnum í dag að hann ætlaði ekki að segja af sér. Rep. George Santos tells @rachelvscott and me he will NOT resign pic.twitter.com/vBMvotq3Y0— Lalee Ibssa (@LaleeIbssa) January 11, 2023 Hlutlaus eftirlitssamtök lögðu fyrr í vikunni fram kvörtun gegn Santos til Alríkis-kjörstjórnar Bandaríkjanna (FEC) og sökuðu þingmanninn um að hafa brotið kosningalög. Kvörtunin gæti leitt til rannsóknar en fyrir hafa bæði alríkis- og sýslusaksóknarar í Bandaríkjunum eru þegar að rannsaka fjármál þingmannsins. Yfirvöld í Brasilíu hafa hann einnig til rannsóknar vegna fjársvikamáls. Þá hafa tveir Demókratar vísað máli þingmannsins til siðferðisnefndar Fulltrúadeildarinnar. Sjá einnig: Lygarinn á þingi sakaður um að brjóta kosningalög Aðeins einn þingmaður Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni hefur kallað eftir því að Santos segi af sér. Það er Anthony D‘Espositio, sem einnig er frá New York-ríki. Hann segir Santos ekki hæfan til þingsetu vegna lyga hans og hann hafi brotið gegn trausti almennings. FIRST sitting House GOP member to call on Santos to resign Rep. D Esposito s stmt https://t.co/MxMNODo5FN pic.twitter.com/lJnhibCh9B— Olivia Beavers (@Olivia_Beavers) January 11, 2023 Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildarinnar, þar sem Repúblikanar eru með 222 manna meirihluta, gegn 212 þingmönnum Demókrataflokksins, sagði í dag að Santos myndi ekki fá sæti í mikilvægum þingnefndum. Steve Scalise, næstráðandi í þingflokknum, sagði blaðamönnum í gær að verið væri að skoða málið innan flokksins. Skoðuðu ekki ferilskránna Santos bauð sig fyrst fram til þings fyrir Repúblikanaflokkinn árið 2020. Hann var beðinn um ferilskrá sem innihélt margar lygar, samkvæmt frétt New York Times en blaðamenn miðilsins hafa komið höndum yfir ferilskránna. Enginn annar hafði þó áhuga á að bjóða sig fram fyrir flokkinn í kjörtímabilinu og ferilskráin var ekki skoðuð nánar. Santos laug meðal annars um að hafa útskrifast með hæstu einkunn úr Baruch háskólanum og vera með mastersgráðu fyrir New York háskólann. Hann laug því einnig að hafa unnið hjá stórum fjármálafyrirtækjum, að hafa rekið góðgerðasamtök og ýmsu öðru. Joseph G. Cairo Jr. formaður framkvæmdastjórnarinnar í Nassau, hefur heitið því að í framtíðinni verði grafið dýpra í ferilskrár frambjóðenda. Nassau County Republican Chair Joseph Cairo calls for Rep. George Santos (R-NY) immediate resignation: He s not welcome here at Republican headquarters He s disgraced the House of Representatives, and we do not consider him one of our Congress people. pic.twitter.com/fgK4t1lzC0— The Recount (@therecount) January 11, 2023 Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Taka aftur upp fjársvikamál gegn lygaþingmanninum Saksóknarar í Brasilíu ætla að taka aftur upp rannsókn á fjársvikamáli gegn George Santos, verðandi þingmanni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Rannsóknin var sett á ís á sínum tíma þar sem brasilísku lögreglunni tókst ekki að hafa uppi á Santos. 3. janúar 2023 09:46 Rannsaka raðlygna verðandi þingmanninn Alríkis- og sýslusaksóknarar í Bandaríkjunum rannsaka nú fjármál nýkjörins þingmanns Repúblikanaflokksins og ítrekaðar lygar hans um sjálfan sig í kosningabaráttunni. Verðandi þingmaðurinn hefur átt erfitt með að skýra hvaðan fé sem hann notaði til framboðsins kom. 29. desember 2022 08:49 Viðurkennir að hafa logið á ferilskránni en ætlar samt inn á þing George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York-ríki í Bandaríkjunum fyrir Repúblikana, hefur viðurkennt að hafa logið á ferilskrá sinni. Hann gerir þó lítið úr fölsun sinni, segist einungis hafa gerst sekur um ýkja á ferilskránni og ætlar að taka sæti á þinginu eftir áramót líkt og hann var kosinn til þess að gera. 27. desember 2022 08:51 Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York í Bandaríkjunum, virðist hafa falsað stóran hluta ferilskrár sinnar. Santos sem er Repúblikani vann sæti sitt í fulltrúadeildinni í kosningunum í síðasta mánuði, en Repúblikanar náðu mjög naumum meirihluta þar. 20. desember 2022 16:19 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Formaður Repúblikanaflokksins í Nassau-sýslu í New York og aðrir háttsettir meðlimir flokksins lýstu því yfir í dag að Santos ætti að stíga til hliðar. Einn úr hópum vísaði sérstaklega til þess að Santos, sem á rætur að rekja til Brasilíu, hefði sagt ósatt um að fjölskyldumeðlimir hans hefðu flúið frá Evrópu vegna Helfararinnar, en Santos hefur einnig ranglega sagst vera gyðingur. Bruce Blakeman, úr framkvæmdastjórn flokksins í Nassaus-sýslu, sagði þessi ummæli vera ógeðfeld og sagði Santos vera blett á fulltrúadeildinni, samkvæmt frétt Reuters. Hér að neðan má sjá myndband þar sem Santos sagði blaðamönnum í dag að hann ætlaði ekki að segja af sér. Rep. George Santos tells @rachelvscott and me he will NOT resign pic.twitter.com/vBMvotq3Y0— Lalee Ibssa (@LaleeIbssa) January 11, 2023 Hlutlaus eftirlitssamtök lögðu fyrr í vikunni fram kvörtun gegn Santos til Alríkis-kjörstjórnar Bandaríkjanna (FEC) og sökuðu þingmanninn um að hafa brotið kosningalög. Kvörtunin gæti leitt til rannsóknar en fyrir hafa bæði alríkis- og sýslusaksóknarar í Bandaríkjunum eru þegar að rannsaka fjármál þingmannsins. Yfirvöld í Brasilíu hafa hann einnig til rannsóknar vegna fjársvikamáls. Þá hafa tveir Demókratar vísað máli þingmannsins til siðferðisnefndar Fulltrúadeildarinnar. Sjá einnig: Lygarinn á þingi sakaður um að brjóta kosningalög Aðeins einn þingmaður Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni hefur kallað eftir því að Santos segi af sér. Það er Anthony D‘Espositio, sem einnig er frá New York-ríki. Hann segir Santos ekki hæfan til þingsetu vegna lyga hans og hann hafi brotið gegn trausti almennings. FIRST sitting House GOP member to call on Santos to resign Rep. D Esposito s stmt https://t.co/MxMNODo5FN pic.twitter.com/lJnhibCh9B— Olivia Beavers (@Olivia_Beavers) January 11, 2023 Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildarinnar, þar sem Repúblikanar eru með 222 manna meirihluta, gegn 212 þingmönnum Demókrataflokksins, sagði í dag að Santos myndi ekki fá sæti í mikilvægum þingnefndum. Steve Scalise, næstráðandi í þingflokknum, sagði blaðamönnum í gær að verið væri að skoða málið innan flokksins. Skoðuðu ekki ferilskránna Santos bauð sig fyrst fram til þings fyrir Repúblikanaflokkinn árið 2020. Hann var beðinn um ferilskrá sem innihélt margar lygar, samkvæmt frétt New York Times en blaðamenn miðilsins hafa komið höndum yfir ferilskránna. Enginn annar hafði þó áhuga á að bjóða sig fram fyrir flokkinn í kjörtímabilinu og ferilskráin var ekki skoðuð nánar. Santos laug meðal annars um að hafa útskrifast með hæstu einkunn úr Baruch háskólanum og vera með mastersgráðu fyrir New York háskólann. Hann laug því einnig að hafa unnið hjá stórum fjármálafyrirtækjum, að hafa rekið góðgerðasamtök og ýmsu öðru. Joseph G. Cairo Jr. formaður framkvæmdastjórnarinnar í Nassau, hefur heitið því að í framtíðinni verði grafið dýpra í ferilskrár frambjóðenda. Nassau County Republican Chair Joseph Cairo calls for Rep. George Santos (R-NY) immediate resignation: He s not welcome here at Republican headquarters He s disgraced the House of Representatives, and we do not consider him one of our Congress people. pic.twitter.com/fgK4t1lzC0— The Recount (@therecount) January 11, 2023
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Taka aftur upp fjársvikamál gegn lygaþingmanninum Saksóknarar í Brasilíu ætla að taka aftur upp rannsókn á fjársvikamáli gegn George Santos, verðandi þingmanni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Rannsóknin var sett á ís á sínum tíma þar sem brasilísku lögreglunni tókst ekki að hafa uppi á Santos. 3. janúar 2023 09:46 Rannsaka raðlygna verðandi þingmanninn Alríkis- og sýslusaksóknarar í Bandaríkjunum rannsaka nú fjármál nýkjörins þingmanns Repúblikanaflokksins og ítrekaðar lygar hans um sjálfan sig í kosningabaráttunni. Verðandi þingmaðurinn hefur átt erfitt með að skýra hvaðan fé sem hann notaði til framboðsins kom. 29. desember 2022 08:49 Viðurkennir að hafa logið á ferilskránni en ætlar samt inn á þing George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York-ríki í Bandaríkjunum fyrir Repúblikana, hefur viðurkennt að hafa logið á ferilskrá sinni. Hann gerir þó lítið úr fölsun sinni, segist einungis hafa gerst sekur um ýkja á ferilskránni og ætlar að taka sæti á þinginu eftir áramót líkt og hann var kosinn til þess að gera. 27. desember 2022 08:51 Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York í Bandaríkjunum, virðist hafa falsað stóran hluta ferilskrár sinnar. Santos sem er Repúblikani vann sæti sitt í fulltrúadeildinni í kosningunum í síðasta mánuði, en Repúblikanar náðu mjög naumum meirihluta þar. 20. desember 2022 16:19 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Taka aftur upp fjársvikamál gegn lygaþingmanninum Saksóknarar í Brasilíu ætla að taka aftur upp rannsókn á fjársvikamáli gegn George Santos, verðandi þingmanni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Rannsóknin var sett á ís á sínum tíma þar sem brasilísku lögreglunni tókst ekki að hafa uppi á Santos. 3. janúar 2023 09:46
Rannsaka raðlygna verðandi þingmanninn Alríkis- og sýslusaksóknarar í Bandaríkjunum rannsaka nú fjármál nýkjörins þingmanns Repúblikanaflokksins og ítrekaðar lygar hans um sjálfan sig í kosningabaráttunni. Verðandi þingmaðurinn hefur átt erfitt með að skýra hvaðan fé sem hann notaði til framboðsins kom. 29. desember 2022 08:49
Viðurkennir að hafa logið á ferilskránni en ætlar samt inn á þing George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York-ríki í Bandaríkjunum fyrir Repúblikana, hefur viðurkennt að hafa logið á ferilskrá sinni. Hann gerir þó lítið úr fölsun sinni, segist einungis hafa gerst sekur um ýkja á ferilskránni og ætlar að taka sæti á þinginu eftir áramót líkt og hann var kosinn til þess að gera. 27. desember 2022 08:51
Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York í Bandaríkjunum, virðist hafa falsað stóran hluta ferilskrár sinnar. Santos sem er Repúblikani vann sæti sitt í fulltrúadeildinni í kosningunum í síðasta mánuði, en Repúblikanar náðu mjög naumum meirihluta þar. 20. desember 2022 16:19