Sálfræðingar gagnrýna auglýsingu um „hugræna endurforritun“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. janúar 2023 07:49 „Það er mjög mikilvægt að almenningur sé gagnrýninn á það hver meðferðaraðilinn er. Og hann á að spyrja: Er meðferðaraðilinn heilbrigðisstarfsmaður? Því ef eitthvað fer illa og þér líður ef til vill verr eftir meðferð, þá er ekkert hægt að gera í því.“ Þetta segir Tryggvi Guðjón Ingason, formaður Sálfræðingafélags Íslands, um meðferðir sem boðið er upp á vegna andlegrar vanlíðunar eða veikinda en sæta ekki eftirliti Landlæknisembættisins. Tilefnið er auglýsing Félags klínískra dáleiðenda á Facebook, sem hefur vakið nokkra athygli. „Það er mikil eftirspurn eftir sálfræðitímum og langir biðlistar hjá flestum sálfræðingum. Það er til önnur og mun hraðvirkari leið til að bæta andlega líðan: Klínísk meðferðardáleiðsla og Hugræn endurforritun,“ lofar auglýsingin. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt auglýsinguna eru Kristbjörg Þórisdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði. Tryggvi Guðjón Ingason.Vísir/Ívar Fannar „Mér var svolítið brugðið þegar ég sá þessa auglýsingu vegna þess að mér finnst mjög sérkennilegt að stilla þessari hugrænu endurforritun upp við hliðina á gagnreyndri sálfræðimeðferð. Og fyrir því eru margar ástæður,“ sagði Kristbjörg í samtali við fréttastofu. Hún og aðrir sálfræðingar sem rætt var við sögðu mjög vafasamt að stilla órannsökuðum meðferðum upp sem valkost í staðinn fyrir meðferðir sem væru gagnreyndar sem úrræði vegna geðrænna vandamála, til dæmis sálfræðimeðferð og hugræna atferlismeðferð. Nokkrir sálfræðingar kvartað undan auglýsingunni Ingibergur Þorkelsson, formaður Félags klínískra dáleiðenda, sagðist kannast við gagnrýni á auglýsinguna þegar til hans var leitað og að nokkrir sálfræðingar hefðu sett sig í samband við hann. Hann sagði fjölda rannsókna hafa verið gerðar á dáleiðslu en hugræn endurforritun væri nýrri af nálinni. Ingibergur gaf lítið fyrir að auglýsingin væri óábyrg og sagði hana ekki yrðu tekna niður, enda yrði hún aðeins í birtingu nokkra daga í viðbót. Spurður um þá staðreynd að umræddar meðferðir væru ekki eftirlitsskyldar af hálfu Landlæknisembættisins sagði Ingibergur um helming þeirra sem hefðu lokið námi hjá Dáleiðsluskóla Íslands, sem Ingibergur á og rekur, væru heilbrigðisstarfsmenn. Þá hefði aldrei verið kvartað til Landlæknisembættisins vegna dáleiðslumeðferða. Vísindalegar rannsóknir, ekki bara persónulegar reynslusögur Um þetta segir Kristbjörg að málið snúi ekki aðeins að því hver meðferðaraðilinn er, heldur hvaða meðferðum er verið að beita. „Það er bara mjög mikilvægt að velta því fyrir sér hvaða meðferð verið er að bjóða upp á. Það er mjög skrýtið að þegar við erum að tala um geðræn vandamál að þá sé verið að bjóða upp á meðferðir sem ekki er búið að rannsaka,“ segir hún. Kristbjörg Þórisdóttir. Kristbjörg tekur lyfjameðferðir og bóluefni sem dæmi; við myndum aldrei samþykkja að taka lyf eða vera sprautuð með bóluefni sem hefðu ekki farið í gegnum strangar prófanir. Þá segir hún ljóst að umræddar meðferðir séu langt í frá ókeypis. Helgi Héðinsson, varaformaður Sálfræðingafélagsins, sagði dáleiðslu sem slíka geta verið verkfæri í sjálfu sér en hún væri ekki gagnreynd meðferð við geðrænum vanda. Vísindalegar rannsóknir þyrftu að liggja til grundvallar öllum meðferðum, ekki aðeins persónulegar reynslusögur. „Stóra málið er að vera að stilla þessu upp hlið við hlið,“ sagði hann um orðalag auglýsingarinnar. Helgi og Tryggvi voru sammála um að óviðurkenndar meðferðir væru ákveðið vandamál og Tryggvi og Kristbjörg komu bæði inn á þá ábyrgð sem einstaklingar væru að axla þegar þeir tækju að sér meðferð einstaklinga sem þeir hefðu hreinlega ekki menntun eða þekkingu til að aðstoða. „Heilbrigðisstarfsfólk hefur menntun til að meta hvort viðfangsefnið er eitthvað sem þeir ráða við eða ekki. Ef þú sem heilbrigðisstarfsmaður hefur ekki þekkingu á vanda viðkomandi þá áttu að vísa honum áfram til aðila sem hefur þessa þekkingu. Þetta kemur í veg fyrir að fólk sé að taka að sér verkefni sem það hefur ekki getu til að sinna,“ sagði Tryggvi. Hann sagði samband skjólstæðings og meðferðaraðila einnig viðkvæmt og það væri mikilvægt að meðferðaraðilanum væru settar skorður. „Það er mikilvægt að það séu til staðar siðareglur og annað sem vernda skjólstæðinginn.“ Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Þetta segir Tryggvi Guðjón Ingason, formaður Sálfræðingafélags Íslands, um meðferðir sem boðið er upp á vegna andlegrar vanlíðunar eða veikinda en sæta ekki eftirliti Landlæknisembættisins. Tilefnið er auglýsing Félags klínískra dáleiðenda á Facebook, sem hefur vakið nokkra athygli. „Það er mikil eftirspurn eftir sálfræðitímum og langir biðlistar hjá flestum sálfræðingum. Það er til önnur og mun hraðvirkari leið til að bæta andlega líðan: Klínísk meðferðardáleiðsla og Hugræn endurforritun,“ lofar auglýsingin. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt auglýsinguna eru Kristbjörg Þórisdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði. Tryggvi Guðjón Ingason.Vísir/Ívar Fannar „Mér var svolítið brugðið þegar ég sá þessa auglýsingu vegna þess að mér finnst mjög sérkennilegt að stilla þessari hugrænu endurforritun upp við hliðina á gagnreyndri sálfræðimeðferð. Og fyrir því eru margar ástæður,“ sagði Kristbjörg í samtali við fréttastofu. Hún og aðrir sálfræðingar sem rætt var við sögðu mjög vafasamt að stilla órannsökuðum meðferðum upp sem valkost í staðinn fyrir meðferðir sem væru gagnreyndar sem úrræði vegna geðrænna vandamála, til dæmis sálfræðimeðferð og hugræna atferlismeðferð. Nokkrir sálfræðingar kvartað undan auglýsingunni Ingibergur Þorkelsson, formaður Félags klínískra dáleiðenda, sagðist kannast við gagnrýni á auglýsinguna þegar til hans var leitað og að nokkrir sálfræðingar hefðu sett sig í samband við hann. Hann sagði fjölda rannsókna hafa verið gerðar á dáleiðslu en hugræn endurforritun væri nýrri af nálinni. Ingibergur gaf lítið fyrir að auglýsingin væri óábyrg og sagði hana ekki yrðu tekna niður, enda yrði hún aðeins í birtingu nokkra daga í viðbót. Spurður um þá staðreynd að umræddar meðferðir væru ekki eftirlitsskyldar af hálfu Landlæknisembættisins sagði Ingibergur um helming þeirra sem hefðu lokið námi hjá Dáleiðsluskóla Íslands, sem Ingibergur á og rekur, væru heilbrigðisstarfsmenn. Þá hefði aldrei verið kvartað til Landlæknisembættisins vegna dáleiðslumeðferða. Vísindalegar rannsóknir, ekki bara persónulegar reynslusögur Um þetta segir Kristbjörg að málið snúi ekki aðeins að því hver meðferðaraðilinn er, heldur hvaða meðferðum er verið að beita. „Það er bara mjög mikilvægt að velta því fyrir sér hvaða meðferð verið er að bjóða upp á. Það er mjög skrýtið að þegar við erum að tala um geðræn vandamál að þá sé verið að bjóða upp á meðferðir sem ekki er búið að rannsaka,“ segir hún. Kristbjörg Þórisdóttir. Kristbjörg tekur lyfjameðferðir og bóluefni sem dæmi; við myndum aldrei samþykkja að taka lyf eða vera sprautuð með bóluefni sem hefðu ekki farið í gegnum strangar prófanir. Þá segir hún ljóst að umræddar meðferðir séu langt í frá ókeypis. Helgi Héðinsson, varaformaður Sálfræðingafélagsins, sagði dáleiðslu sem slíka geta verið verkfæri í sjálfu sér en hún væri ekki gagnreynd meðferð við geðrænum vanda. Vísindalegar rannsóknir þyrftu að liggja til grundvallar öllum meðferðum, ekki aðeins persónulegar reynslusögur. „Stóra málið er að vera að stilla þessu upp hlið við hlið,“ sagði hann um orðalag auglýsingarinnar. Helgi og Tryggvi voru sammála um að óviðurkenndar meðferðir væru ákveðið vandamál og Tryggvi og Kristbjörg komu bæði inn á þá ábyrgð sem einstaklingar væru að axla þegar þeir tækju að sér meðferð einstaklinga sem þeir hefðu hreinlega ekki menntun eða þekkingu til að aðstoða. „Heilbrigðisstarfsfólk hefur menntun til að meta hvort viðfangsefnið er eitthvað sem þeir ráða við eða ekki. Ef þú sem heilbrigðisstarfsmaður hefur ekki þekkingu á vanda viðkomandi þá áttu að vísa honum áfram til aðila sem hefur þessa þekkingu. Þetta kemur í veg fyrir að fólk sé að taka að sér verkefni sem það hefur ekki getu til að sinna,“ sagði Tryggvi. Hann sagði samband skjólstæðings og meðferðaraðila einnig viðkvæmt og það væri mikilvægt að meðferðaraðilanum væru settar skorður. „Það er mikilvægt að það séu til staðar siðareglur og annað sem vernda skjólstæðinginn.“
Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira