Potter: Að stýra Chelsea er erfiðasta starfið í fótboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2023 17:31 Graham Potter og félagar í Chelsea áttu erfiða vikur í byrjun nýs árs. Getty/Marc Atkins Graham Potter hefur ekki byrjað vel sem knattspyrnustjóri Chelsea en fyrstu vikurnar eftir HM í Katar hafa verið einstaklega erfiðar. Chelsea mætir Fulham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og þarf nauðsynlega á jákvæðum úrslitum að halda. Chelsea liðið hefur tapað sex af síðustu níu leikjum sínum og er dottið alla leið niður í tíunda sæti deildarinnar. Potter: I ve been in regular dialogue with the owners and they ve been really supportive, fantastic. We speak on a regular basis, two/three times a week . #CFC Chelsea is probably the hardest job in football, you ve to take responsibility . pic.twitter.com/lTq4haq6bZ— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 11, 2023 Nýju eigendurnir ráku Thomas Tuchel í byrjun september og keyptu í staðinn knattspyrnustjóra Brighton & Hove Albion, Graham Potter. Þeir hafa síðan skipt út nær öllum störfum sem koma að ákvarðanatöku í kringum liðið. Chelsea hefur líka látið til sín taka á leikmannamarkaðnum í janúar og þar hefur verið blásið til sóknar. „Allar þessar breytingar eru áskorun fyrir alla hjá félaginu. Við verðum að vinna með þetta nýja núna og verðum að byggja upp á nýtt. Hlutir hafa breyst og fólk hefur farið. Það var hluti af minni áskorun að koma hingað,“ sagði Graham Potter. „Ég áttaði mig á því að þetta yrði mjög erfitt. Út frá sjónarhorni leiðtogans þá var þetta heillandi, krefjandi, örvandi og fáránlega erfitt,“ sagði Potter. Longest winless runs with current clubs Pep Guardiola - 6 Mikel Arteta - 5 Jurgen Klopp - 5 Graham Potter - 3 pic.twitter.com/oL8MOyNaPh— Football Daily (@footballdaily) January 11, 2023 „Ég tel að þetta sé líklegast erfiðasta starfið í fótboltanum út af þessum breytingum í forystu félagsins, út af væntingunum og auðvitað hvernig fólk réttilega sér Chelsea. Ég bjóst auðvitað heldur ekki við því að missa tíu leikmenn aðalliðsins í meiðsli,“ sagði Potter. „Svona er staðan núna. Það eina sem ég get gert er að koma fyrir framan ykkur, tala af hreinskilni, skýra út mitt sjónarhorn og skilja þá gagnrýni sem kemur alltaf ef þú tapar,“ sagði Potter. Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira
Chelsea mætir Fulham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og þarf nauðsynlega á jákvæðum úrslitum að halda. Chelsea liðið hefur tapað sex af síðustu níu leikjum sínum og er dottið alla leið niður í tíunda sæti deildarinnar. Potter: I ve been in regular dialogue with the owners and they ve been really supportive, fantastic. We speak on a regular basis, two/three times a week . #CFC Chelsea is probably the hardest job in football, you ve to take responsibility . pic.twitter.com/lTq4haq6bZ— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 11, 2023 Nýju eigendurnir ráku Thomas Tuchel í byrjun september og keyptu í staðinn knattspyrnustjóra Brighton & Hove Albion, Graham Potter. Þeir hafa síðan skipt út nær öllum störfum sem koma að ákvarðanatöku í kringum liðið. Chelsea hefur líka látið til sín taka á leikmannamarkaðnum í janúar og þar hefur verið blásið til sóknar. „Allar þessar breytingar eru áskorun fyrir alla hjá félaginu. Við verðum að vinna með þetta nýja núna og verðum að byggja upp á nýtt. Hlutir hafa breyst og fólk hefur farið. Það var hluti af minni áskorun að koma hingað,“ sagði Graham Potter. „Ég áttaði mig á því að þetta yrði mjög erfitt. Út frá sjónarhorni leiðtogans þá var þetta heillandi, krefjandi, örvandi og fáránlega erfitt,“ sagði Potter. Longest winless runs with current clubs Pep Guardiola - 6 Mikel Arteta - 5 Jurgen Klopp - 5 Graham Potter - 3 pic.twitter.com/oL8MOyNaPh— Football Daily (@footballdaily) January 11, 2023 „Ég tel að þetta sé líklegast erfiðasta starfið í fótboltanum út af þessum breytingum í forystu félagsins, út af væntingunum og auðvitað hvernig fólk réttilega sér Chelsea. Ég bjóst auðvitað heldur ekki við því að missa tíu leikmenn aðalliðsins í meiðsli,“ sagði Potter. „Svona er staðan núna. Það eina sem ég get gert er að koma fyrir framan ykkur, tala af hreinskilni, skýra út mitt sjónarhorn og skilja þá gagnrýni sem kemur alltaf ef þú tapar,“ sagði Potter.
Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira