Fjarlægja hið ægibjarta skilti og biðjast velvirðingar Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. janúar 2023 18:47 Flennistórt ljósaskilti verslunar 10-11 í Austurstræti er ólöglegt og verður fjarlægt eftir að kvartanir bárust vegna ljósmengunar. Lýsingarhönnuður telur að skerpa eigi á reglum um lýsingu í borgarlandinu. Skær auglýsingaskilti eigi ekki heima hvar sem er. Skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar hefur gert alvarlegar athugasemdir við hið 32 fermetra skilti sem er í eigu Orkunnar. Það sé alltof stórt og af því stafi ljósmengun sem valdið hafi nágrönnum miklum ama. Þá hafi ekki verið sótt um byggingarleyfi fyrir skiltinu og raunar hafi heldur ekki verið sótt um leyfi fyrir gamla skiltinu sem var á veggnum á undan. Skrifstofur Héraðsdóms Reykjavíkur eru alveg upp við skiltið. Skrifstofustjóri þar kannast ekki við að neinn úr starfsliðinu hafi kippt sér upp við bjarmann. En í Hressingarskálanum á móti tjáir þjónn fréttastofu að ljósið hafi þótt heldur skært inn í veitingasalnum, fyrst þegar það var sett upp í haust að minnsta kosti. Búið að slökkva á skjánum Og útlitið er ekki bjart hvað varðar framtíð skiltisins. Í svari frá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar segir að skiltið sé óleyfisframkvæmd og muni ekki fá byggingaleyfi. Orkan, eigandi skiltisins, segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að virk umsókn um skiltið hafi verið inni hjá skipulagsfulltrúa. Henni hafi nú verið neitað, slökkt hafi verið á skjánum og skjárinn verði tekinn niður. „Við biðjumst velvirðingar á því ef skjárinn hefur valdið nágrönnum truflunum,“ segir í svari Orkunnar. Þurfi skýrari reglur Dario Nunez Salazar, lýsingarhönnuður og arkítekt.Vísir/Einar Dario Nunez Salazar, lýsingarhönnuður og arkítekt, segir margt óskýrt um hvað megi og hvað megi ekki þegar kemur að lýsingu í borginni. „Það eru ekki beint kröfur og staðlar, meira svona leiðbeiningar. Það sem vantar er að hafa betri reglur fyrir þetta og meira skipulag,“ segir Dario. En eru miðborgir vettvangur fyrir stór ljósaskilti? Á stað eins og Times Square í New York, algjörlega, bendir Dario á. „En ef þú ert með eitthvert svæði úti og setur mjög bjart skilti er það bara vandræðalegt. Við þurfum kannski að vera næmari fyrir því sem er í kring. Hvaða umhverfi ertu að hanna og setja inn í? Og hvort skilti eigi heima þar eða ekki.“ Skipulag Reykjavík Verslun Stjórnsýsla Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Slökkt á skiltinu umdeilda á meðan málið er skoðað Orkan, rekstraraðili 10-11, hefur slökkt á umdeildu skiltu verslunarkeðjunnar á gafli Austurstrætis 17 í miðborg Reykjavíkur, á meðan næstu skref eru til skoðunar. 12. janúar 2023 15:02 Nýtt skilti 10-11 of stórt og veldur nágrönnum miklum ama Embætti skipulagsfulltrúa Reykjavíkur hefur tekið neitkvætt í leyfisveitingu fyrir nýtt skilti verslunarkeðjunnar 10-11 á gafli Austurstrætis 17. Skiltið er metið of stórt miðað við skiltaleiðbeiningar borgarinnar, auk þess að það falli ekki vel að umhverfi sínu og valdi nágrönnum miklum ama. 12. janúar 2023 07:39 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar hefur gert alvarlegar athugasemdir við hið 32 fermetra skilti sem er í eigu Orkunnar. Það sé alltof stórt og af því stafi ljósmengun sem valdið hafi nágrönnum miklum ama. Þá hafi ekki verið sótt um byggingarleyfi fyrir skiltinu og raunar hafi heldur ekki verið sótt um leyfi fyrir gamla skiltinu sem var á veggnum á undan. Skrifstofur Héraðsdóms Reykjavíkur eru alveg upp við skiltið. Skrifstofustjóri þar kannast ekki við að neinn úr starfsliðinu hafi kippt sér upp við bjarmann. En í Hressingarskálanum á móti tjáir þjónn fréttastofu að ljósið hafi þótt heldur skært inn í veitingasalnum, fyrst þegar það var sett upp í haust að minnsta kosti. Búið að slökkva á skjánum Og útlitið er ekki bjart hvað varðar framtíð skiltisins. Í svari frá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar segir að skiltið sé óleyfisframkvæmd og muni ekki fá byggingaleyfi. Orkan, eigandi skiltisins, segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að virk umsókn um skiltið hafi verið inni hjá skipulagsfulltrúa. Henni hafi nú verið neitað, slökkt hafi verið á skjánum og skjárinn verði tekinn niður. „Við biðjumst velvirðingar á því ef skjárinn hefur valdið nágrönnum truflunum,“ segir í svari Orkunnar. Þurfi skýrari reglur Dario Nunez Salazar, lýsingarhönnuður og arkítekt.Vísir/Einar Dario Nunez Salazar, lýsingarhönnuður og arkítekt, segir margt óskýrt um hvað megi og hvað megi ekki þegar kemur að lýsingu í borginni. „Það eru ekki beint kröfur og staðlar, meira svona leiðbeiningar. Það sem vantar er að hafa betri reglur fyrir þetta og meira skipulag,“ segir Dario. En eru miðborgir vettvangur fyrir stór ljósaskilti? Á stað eins og Times Square í New York, algjörlega, bendir Dario á. „En ef þú ert með eitthvert svæði úti og setur mjög bjart skilti er það bara vandræðalegt. Við þurfum kannski að vera næmari fyrir því sem er í kring. Hvaða umhverfi ertu að hanna og setja inn í? Og hvort skilti eigi heima þar eða ekki.“
Skipulag Reykjavík Verslun Stjórnsýsla Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Slökkt á skiltinu umdeilda á meðan málið er skoðað Orkan, rekstraraðili 10-11, hefur slökkt á umdeildu skiltu verslunarkeðjunnar á gafli Austurstrætis 17 í miðborg Reykjavíkur, á meðan næstu skref eru til skoðunar. 12. janúar 2023 15:02 Nýtt skilti 10-11 of stórt og veldur nágrönnum miklum ama Embætti skipulagsfulltrúa Reykjavíkur hefur tekið neitkvætt í leyfisveitingu fyrir nýtt skilti verslunarkeðjunnar 10-11 á gafli Austurstrætis 17. Skiltið er metið of stórt miðað við skiltaleiðbeiningar borgarinnar, auk þess að það falli ekki vel að umhverfi sínu og valdi nágrönnum miklum ama. 12. janúar 2023 07:39 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Slökkt á skiltinu umdeilda á meðan málið er skoðað Orkan, rekstraraðili 10-11, hefur slökkt á umdeildu skiltu verslunarkeðjunnar á gafli Austurstrætis 17 í miðborg Reykjavíkur, á meðan næstu skref eru til skoðunar. 12. janúar 2023 15:02
Nýtt skilti 10-11 of stórt og veldur nágrönnum miklum ama Embætti skipulagsfulltrúa Reykjavíkur hefur tekið neitkvætt í leyfisveitingu fyrir nýtt skilti verslunarkeðjunnar 10-11 á gafli Austurstrætis 17. Skiltið er metið of stórt miðað við skiltaleiðbeiningar borgarinnar, auk þess að það falli ekki vel að umhverfi sínu og valdi nágrönnum miklum ama. 12. janúar 2023 07:39