Sport

„Finnst Seatt­le vera versta liðið í úr­slita­keppninni í ár“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Eiríkur Stefán Ásgeirsson er ekki hrifinn af Seattle Seahawks.
Eiríkur Stefán Ásgeirsson er ekki hrifinn af Seattle Seahawks. Steph Chambers/Getty Images

Liðurinn „Stórar spurningar“ var á sínum stað í síðasta þætti af Lokasókninni. Þar er farið yfir það helsta sem hefur gerst í NFL deildinni en nú nýverið lauk deildarkeppninni og fer úrslitakeppnin af stað um helgina.

Ásamt Andra Ólafssyni voru þeir Eiríkur Stefán Ásgeirsson og Magnús Sigurjón Guðmundsson að þessu sinni.

Besti og versti andstæðingurinn?

„Ofboðslega auðvelt svar, Miami Dolphins sem hafa verið heillum horfnir að undanförnu,“ sagði Magnús um versta andstæðinginn.

„Ég ætla að henda Seattle Seahawks þarna inn. Mér finnst Seattle vera versta liðið í úrslitakeppninni í ár. Skrölta þarna inn eftir tæpa frammistöðu,“ sagði Eiríkur Stefán þó hann hafi verið sammála um að útlitið sé dökkt hjá Höfrungunum í Miami.

Hvað varðar lið sem gæti komið á óvart þá nefndi Eiríkur Stefán lið Los Angeles Chargers. Magnús Sigurjón nefndi Dallas Cowboys.

Hvaða þjálfari fer hvert?

Það er þegar byrjað að reka menn og spennandi að sjá hver fer hvert. Svör þeirra Eiríks Stefáns og Magnúsar Sigurjóns má sjá í spilaranum hér að neðan. Einnig var farið yfir hvaða félag á björtustu framtíðina.

Klippa: Lokasóknin: Finnst Seatt­le vera versta liðið í úr­slita­keppninni í ár

Tengdar fréttir

Lokasóknin: Hvað voruð þið að gera?

Lokasóknin á Stöð 2 Sport 2 fór í vikunni yfir síðustu umferð deildarkeppni NFL-deildarinnar á þessu tímabili en þar réð endanlega hvaða lið komust í úrslitakeppnina sem hefst um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×