Lokatölur voru 4-1 fyrir þá grænklæddu en leikurinn fór fram í Kórnum.
HK leiddi i 1-0 í hálfleik með marki frá Hassan Jalloh.
Íslandsmeistarar Breiðabliks settu í fluggír í seinni hálfleik og unnu að lokum sannfærandi sigur.
Patrik Johannessen opnaði markareikning sinn fyrir Íslandsmeistarana og gerði tvö mörk og hinn nítján ára gamli Tómas Orri Róbertsson skoraði einnig tvö mörk.