Stærilæti gætu hafa valdið vandræðunum Fanndís Birna Logadóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 14. janúar 2023 23:05 Sólveig Arnarsdóttir og Sólveig Guðmundsdóttir leikkonur segja mjög góða stemningu ríkja í hópnum. Stöð 2 Stöðva þurfti frumsýningu á Macbeth í gær, föstudaginn þrettánda, þar sem einkennilegir hlutir fóru að gerast á sviðinu. Leikkonur segjast hafa farið óvarlega með nafnið, Macbeth, sem gæti útskýrt orsök tæknibilunar. Þegar um klukkustund var liðin af sýningunni í gær kviknuðu ljós og slokknuðu aftur á örskotsstundu nokkrum sinnum í röð. Ljós á sviðinu byrjuðu svo eitt af öðru að blikka undarlega. Leikararnir héldu ótrauðir áfram eins og ekkert hefði í skorist. Áhorfendur voru ekki vissir um hvort myrkrið og blikkið væru hluti af sýningunni. Í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu í dag kom hins vegar fram að um tæknibilun hafi verið að ræða. Rætt var við leikkonurnar Sólveigu Guðmundsdóttur og Sólveigu Arnarsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sólveig Guðmundsdóttir segir að hún hafi lítið látið bera á, enda hafi persóna hennar í sýningunni verið dáin þegar leikarar tóku eftir því að eitthvað sérkennilegt væri í gangi. Allt í einu svartamyrkur „Allt í einu sé ég ljós koma upp í sal og svo fer mikið að blikka. Svo allt í einu er bara svartamyrkur á sviðinu. Og ég hugsaði, er bara verið að breyta öllum „ljósa-kjúum“ og það gleymdist að láta okkur vita af því? Svo fannst mér þetta svolítið spes en hugsaði ég ekkert um það meira. Svo næst þegar ég fór út af þá bara: Við verðum að hætta, við verðum að hætta.“ „Þá hélt ég sko, af því yfirleitt þegar það er hætt þá er það af því eitthvað hræðilegt hefur gerst – einhver hefur meiðst eða fengið heilablóðfall eða eitthvað. Þannig að þegar það kom svo í ljós að þetta voru bara rafmagnstruflanir þá…en svo verður að segjast að auðvitað hugsaði maður líka strax að við kölluðum þetta yfir okkur. Því við erum búin að fara mjög óvarlega með þetta orð,“ segir Sólveig Arnarsdóttir. Kollegi hennar skýtur inn í og segir: „Og frumsýndum á föstudaginn þrettánda!“ Sólveig Arnarsdóttir segir þá að einhver „stærilæti“ hafi verið við undirbúning sýningarinnar. Leikarar hafi ekki veigrað sér við að segja Macbeth upphátt. „En manni náttúrulega bregður,“ segir Sólveig Guðmundsdóttir þá. Leikhús Menning Tengdar fréttir Stöðva þurfti frumsýningu á Macbeth Segja má að Borgarleikhúsið hafi storkað örlögunum með að ákveða að frumsýna skoska kónginn Macbeth á sjálfan föstudaginn þrettánda en það gerðist í gærkvöldi. Þegar um klukkustund var liðinn af sýningunni byrjuðu einkennilegir hlutir að gerast. 14. janúar 2023 11:59 Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Þegar um klukkustund var liðin af sýningunni í gær kviknuðu ljós og slokknuðu aftur á örskotsstundu nokkrum sinnum í röð. Ljós á sviðinu byrjuðu svo eitt af öðru að blikka undarlega. Leikararnir héldu ótrauðir áfram eins og ekkert hefði í skorist. Áhorfendur voru ekki vissir um hvort myrkrið og blikkið væru hluti af sýningunni. Í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu í dag kom hins vegar fram að um tæknibilun hafi verið að ræða. Rætt var við leikkonurnar Sólveigu Guðmundsdóttur og Sólveigu Arnarsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Sólveig Guðmundsdóttir segir að hún hafi lítið látið bera á, enda hafi persóna hennar í sýningunni verið dáin þegar leikarar tóku eftir því að eitthvað sérkennilegt væri í gangi. Allt í einu svartamyrkur „Allt í einu sé ég ljós koma upp í sal og svo fer mikið að blikka. Svo allt í einu er bara svartamyrkur á sviðinu. Og ég hugsaði, er bara verið að breyta öllum „ljósa-kjúum“ og það gleymdist að láta okkur vita af því? Svo fannst mér þetta svolítið spes en hugsaði ég ekkert um það meira. Svo næst þegar ég fór út af þá bara: Við verðum að hætta, við verðum að hætta.“ „Þá hélt ég sko, af því yfirleitt þegar það er hætt þá er það af því eitthvað hræðilegt hefur gerst – einhver hefur meiðst eða fengið heilablóðfall eða eitthvað. Þannig að þegar það kom svo í ljós að þetta voru bara rafmagnstruflanir þá…en svo verður að segjast að auðvitað hugsaði maður líka strax að við kölluðum þetta yfir okkur. Því við erum búin að fara mjög óvarlega með þetta orð,“ segir Sólveig Arnarsdóttir. Kollegi hennar skýtur inn í og segir: „Og frumsýndum á föstudaginn þrettánda!“ Sólveig Arnarsdóttir segir þá að einhver „stærilæti“ hafi verið við undirbúning sýningarinnar. Leikarar hafi ekki veigrað sér við að segja Macbeth upphátt. „En manni náttúrulega bregður,“ segir Sólveig Guðmundsdóttir þá.
Leikhús Menning Tengdar fréttir Stöðva þurfti frumsýningu á Macbeth Segja má að Borgarleikhúsið hafi storkað örlögunum með að ákveða að frumsýna skoska kónginn Macbeth á sjálfan föstudaginn þrettánda en það gerðist í gærkvöldi. Þegar um klukkustund var liðinn af sýningunni byrjuðu einkennilegir hlutir að gerast. 14. janúar 2023 11:59 Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Stöðva þurfti frumsýningu á Macbeth Segja má að Borgarleikhúsið hafi storkað örlögunum með að ákveða að frumsýna skoska kónginn Macbeth á sjálfan föstudaginn þrettánda en það gerðist í gærkvöldi. Þegar um klukkustund var liðinn af sýningunni byrjuðu einkennilegir hlutir að gerast. 14. janúar 2023 11:59
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið