„Lággjaldaflugfélögin eru líklega að ýta eldri flugfélögum í átt að nýju viðskiptamódeli“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. janúar 2023 11:03 Birgir ræddi við The Street meðal annars um hækkun á eldsneyti og viðskiptamódel lággjaldaflugfélaga. Vísir/Vilhelm „Sumir ferðamenn kunna að spila þennan leik og hafa tíma og sveigjanleika. Í þeim tilfellum er mjög auðvelt að fá mjög gott verð,“ segir Birgir Jónsson forstjóri Play. Í nýlegu viðtali við bandaríska fréttamiðilinn The Street ræddi Birgir meðal annars um hækkun á eldsneyti og viðskiptamódel lággjaldaflugfélaga. Í viðtalinu kemur Birgir inn á að verð á flugferðum hefur hækkað til að endurspegla verð á eldsneyti. „Viðskiptamódelið okkar er svipað og hjá öllum lággjaldaflugfélögum að því leyti að ef þú bókar miðann með löngum fyrirvara þá getur þú fengið hann á hagstæðu verði, sérstaklega ef þú ert sveigjanleg/ur og átt kost á því að ferðast á minna vinsælum dagsetningum. En við viljum líka bera ábyrgð. Við erum ekki að koma inn á markaðinn með eitthvað klikkað lágt verð. Ferðakostnaður og eldsneyti hækkar og það þýðir ekkert að koma inn og selja nokkra miða á tuttugu dollara til að reyna að telja fólki trú um að við höfum fundið upp einhverskonar hliðstæða veröld.“ Ráðleggur fólki að bóka miða með fyrirvara Þá segir Birgir að stefna flugfélagsins sé að vera „ algjörlega gagnsæ“ varðandi það sem farþegum stendur til boða þegar greitt er fyrir flug. „Ég held að það sé heiðarlegt að gefa fólki kost á því að velja hvort það greiði fyrir farangur, ákveðin sæti um borð eða máltíðir, á meðan önnur flugfélög myndu rukka þig fyrir hluti sem þú ert ekki að fara að nota. Þetta er eins og að fara á veitingastað; ef þú veist að þig langar ekki í ís eftir matinn, þá þarftu ekki að borga fyrir hann.“ Þá segist Birgir ráðleggja fólki að bóka flugmiða fyrirfram en bendir þó að verðumhverfið hjá flugfélögunum sé „frumskógur“ og því sé ekki hægt að reiða sig á neina leyniformúlu. „Þetta umhverfi er rosalega kröftugt og sérstaklega núna með tilkomu gervigreindar og vélmenna þar sem allir eru stöðugt að fylgjast með hvor öðrum. Það er engin meginregla þegar kemur að því að sigra kerfið; þú þarft einfaldlega að velja það verð sem hentar þér og þér finnst vera sanngjarnt. En almennt séð myndi ég halda að flest flugfélög byrji með lágt verð, hækki það svo og reyni að láta verðið ekki falla þegar nær dregur brottfarardegi.“ Þá tekur Birgir undir með því að munurinn sé sífellt að verða minni þegar kemur að lággjaldaflugfélögum og flugfélögum sem bjóða fulla þjónustu. Sérstaklega þegar kemur að almennu farrými (economy class). Hann segir Play vera slíkt flugfélag og að í grundvallaratriðum sé um sama hlutinn að ræða alls staðar. „Lággjaldaflugfélögin eru líklega að ýta eldri flugfélögum í átt að nýju viðskiptamódeli,“ segir Birgir og bætir við að í raun sé það betra upp á sýnileika að bæta hlutum eins og farangri og sætisvali við síðar í kaupferlinu. „Þetta er ekki bara ákvörðun flugfélaganna heldur líka hvernig markaðurinn finnur þig.“ Fréttir af flugi Play Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Í nýlegu viðtali við bandaríska fréttamiðilinn The Street ræddi Birgir meðal annars um hækkun á eldsneyti og viðskiptamódel lággjaldaflugfélaga. Í viðtalinu kemur Birgir inn á að verð á flugferðum hefur hækkað til að endurspegla verð á eldsneyti. „Viðskiptamódelið okkar er svipað og hjá öllum lággjaldaflugfélögum að því leyti að ef þú bókar miðann með löngum fyrirvara þá getur þú fengið hann á hagstæðu verði, sérstaklega ef þú ert sveigjanleg/ur og átt kost á því að ferðast á minna vinsælum dagsetningum. En við viljum líka bera ábyrgð. Við erum ekki að koma inn á markaðinn með eitthvað klikkað lágt verð. Ferðakostnaður og eldsneyti hækkar og það þýðir ekkert að koma inn og selja nokkra miða á tuttugu dollara til að reyna að telja fólki trú um að við höfum fundið upp einhverskonar hliðstæða veröld.“ Ráðleggur fólki að bóka miða með fyrirvara Þá segir Birgir að stefna flugfélagsins sé að vera „ algjörlega gagnsæ“ varðandi það sem farþegum stendur til boða þegar greitt er fyrir flug. „Ég held að það sé heiðarlegt að gefa fólki kost á því að velja hvort það greiði fyrir farangur, ákveðin sæti um borð eða máltíðir, á meðan önnur flugfélög myndu rukka þig fyrir hluti sem þú ert ekki að fara að nota. Þetta er eins og að fara á veitingastað; ef þú veist að þig langar ekki í ís eftir matinn, þá þarftu ekki að borga fyrir hann.“ Þá segist Birgir ráðleggja fólki að bóka flugmiða fyrirfram en bendir þó að verðumhverfið hjá flugfélögunum sé „frumskógur“ og því sé ekki hægt að reiða sig á neina leyniformúlu. „Þetta umhverfi er rosalega kröftugt og sérstaklega núna með tilkomu gervigreindar og vélmenna þar sem allir eru stöðugt að fylgjast með hvor öðrum. Það er engin meginregla þegar kemur að því að sigra kerfið; þú þarft einfaldlega að velja það verð sem hentar þér og þér finnst vera sanngjarnt. En almennt séð myndi ég halda að flest flugfélög byrji með lágt verð, hækki það svo og reyni að láta verðið ekki falla þegar nær dregur brottfarardegi.“ Þá tekur Birgir undir með því að munurinn sé sífellt að verða minni þegar kemur að lággjaldaflugfélögum og flugfélögum sem bjóða fulla þjónustu. Sérstaklega þegar kemur að almennu farrými (economy class). Hann segir Play vera slíkt flugfélag og að í grundvallaratriðum sé um sama hlutinn að ræða alls staðar. „Lággjaldaflugfélögin eru líklega að ýta eldri flugfélögum í átt að nýju viðskiptamódeli,“ segir Birgir og bætir við að í raun sé það betra upp á sýnileika að bæta hlutum eins og farangri og sætisvali við síðar í kaupferlinu. „Þetta er ekki bara ákvörðun flugfélaganna heldur líka hvernig markaðurinn finnur þig.“
Fréttir af flugi Play Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira