Ætluðu að smygla til Íslands vegna þrefalt hærra götuverðs Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. janúar 2023 12:47 Frá Stansted flugvelli. Tveir breskir karlmenn sem gripnir voru með umtalsvert magn af kókaíni á Stansted flugvelli á síðasta ári hugðust smygla efnunum til Íslands þar sem söluverðið er sagt vera þrefalt hærra en í Bretlandi. Annar þeirra er sagður vera umfangsmikill fíkniefnasali í Bretlandi og talið er að hann hafi haft áform um að færa út kvíarnar. Bradley Pryer, 24 ára og Cain Adams 23 ára voru á leið í flug til Keflavíkur frá Stansted flugvelli í apríl síðastliðnum. Fram kemur á vef My London News að fíkniefnaleitarhundar hafi merkt mennina tvo. Við nánari leit kom í ljós að þeir voru með efnin falin innvortis. Fram kemur að styrkleiki efnisins hafi verið hár og að götuverðið á efnunum í Bretlandi sé sex þúsund pund, rúmlega milljón íslenskar krónur. Wales Online fjallar einnig um málið. Málið var rannsakað af of Operation Venetic, teymi á vegum Scotland Yard og NCA (National Crime Agency) í Bretlandi. Rannsókn leiddi í ljós að Bradley Pryer hefur verið umfangsmikill á fíkniefnamarkaðnum í Bretlandi og átt samskipti við aðra sala í gegnum dulkóðaða samskiptaforritið EncroChat. Svo virðist sem að Bradley hafi verið höfuðpaurinn í að smygla efnunum til Íslands en fram kemur að fyrir handtökuna hafi hann reglulega verið í samskiptum við Robert Smith, dæmdan fíkniefnasmyglara. Skilaboð frá Bradley Pryer gáfu til kynna að uppi hafi verið áform um að smygla álíka magni til Íslands vikulega og með sama hætti, það er að segja með því að nota burðardýr. Svo virðist sem að Bradley hafi verið höfuðpaurinn í að smygla efnunum til Íslands Organised Crime Partnership / SWNS Reiðubúnir að fórna lífinu Mennirnir voru báðir ákærðir fyrir tilraun til fíkniefnainnflutnings og Bradley Pryer var þar að auki ákærður fyrir þrjú önnur fíkniefnabrot. Þeir játuðu báðir sök fyrir dómi í október síðastliðnum. Bradley Pryer hlaut 12 ára fangelsisdóm og Cain Adams hlaut tveggja ára skilorðsbundinn dóm. Í yfirlýsingu sem gefin var út eftir dómsuppkvaðninguna sagði Andrew Tickner, fulltrúi Organised Crime Partnership að Bradley Pryer hefði skipulagt sölu á umtalsverðu magni af ólöglegum fíkniefnum, og væri þar að auki með umfangsmikil tengsl í undirheimunum. „Hann og Cain Adams voru meira að reiðubúnir að fórna lífinu með því að reyna að smygla kókaíni frá Bretlandi í von um aukinn gróða á Íslandi.“ Fylgni á milli neyslu og efnahags Þess má geta að samkvæmt verðkönnun SÁÁ frá því í júní á seinasta ári kostar slagið af kókaíni hér á landi 17.000 krónur. Í samtali við Morgunblaðið sagði Valgerðar Rúnarsdóttur, forstjóri Vogs að verðið réðist alfarið af framboði og eftirspurn og bersýnileg fylgni er milli neyslu kókaíns og efnahags. Verðbólgan smitast ekki yfir í fíkniefnamarkaðinn, enda fer hann ekki í gegnum neinar hefðbundnar boðleiðir þar sem hækkun launa, mannekla og hrávöruskortur hafa áhrif. Bretland Fíkniefnabrot Smygl Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Sjá meira
Bradley Pryer, 24 ára og Cain Adams 23 ára voru á leið í flug til Keflavíkur frá Stansted flugvelli í apríl síðastliðnum. Fram kemur á vef My London News að fíkniefnaleitarhundar hafi merkt mennina tvo. Við nánari leit kom í ljós að þeir voru með efnin falin innvortis. Fram kemur að styrkleiki efnisins hafi verið hár og að götuverðið á efnunum í Bretlandi sé sex þúsund pund, rúmlega milljón íslenskar krónur. Wales Online fjallar einnig um málið. Málið var rannsakað af of Operation Venetic, teymi á vegum Scotland Yard og NCA (National Crime Agency) í Bretlandi. Rannsókn leiddi í ljós að Bradley Pryer hefur verið umfangsmikill á fíkniefnamarkaðnum í Bretlandi og átt samskipti við aðra sala í gegnum dulkóðaða samskiptaforritið EncroChat. Svo virðist sem að Bradley hafi verið höfuðpaurinn í að smygla efnunum til Íslands en fram kemur að fyrir handtökuna hafi hann reglulega verið í samskiptum við Robert Smith, dæmdan fíkniefnasmyglara. Skilaboð frá Bradley Pryer gáfu til kynna að uppi hafi verið áform um að smygla álíka magni til Íslands vikulega og með sama hætti, það er að segja með því að nota burðardýr. Svo virðist sem að Bradley hafi verið höfuðpaurinn í að smygla efnunum til Íslands Organised Crime Partnership / SWNS Reiðubúnir að fórna lífinu Mennirnir voru báðir ákærðir fyrir tilraun til fíkniefnainnflutnings og Bradley Pryer var þar að auki ákærður fyrir þrjú önnur fíkniefnabrot. Þeir játuðu báðir sök fyrir dómi í október síðastliðnum. Bradley Pryer hlaut 12 ára fangelsisdóm og Cain Adams hlaut tveggja ára skilorðsbundinn dóm. Í yfirlýsingu sem gefin var út eftir dómsuppkvaðninguna sagði Andrew Tickner, fulltrúi Organised Crime Partnership að Bradley Pryer hefði skipulagt sölu á umtalsverðu magni af ólöglegum fíkniefnum, og væri þar að auki með umfangsmikil tengsl í undirheimunum. „Hann og Cain Adams voru meira að reiðubúnir að fórna lífinu með því að reyna að smygla kókaíni frá Bretlandi í von um aukinn gróða á Íslandi.“ Fylgni á milli neyslu og efnahags Þess má geta að samkvæmt verðkönnun SÁÁ frá því í júní á seinasta ári kostar slagið af kókaíni hér á landi 17.000 krónur. Í samtali við Morgunblaðið sagði Valgerðar Rúnarsdóttur, forstjóri Vogs að verðið réðist alfarið af framboði og eftirspurn og bersýnileg fylgni er milli neyslu kókaíns og efnahags. Verðbólgan smitast ekki yfir í fíkniefnamarkaðinn, enda fer hann ekki í gegnum neinar hefðbundnar boðleiðir þar sem hækkun launa, mannekla og hrávöruskortur hafa áhrif.
Bretland Fíkniefnabrot Smygl Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Sjá meira