Innlent

Um­fangs­minni leit í dag og engar vís­bendingar hafa borist

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Notast hefur verið við dróna við leitina.
Notast hefur verið við dróna við leitina. vísir/egill

Engar vísbendingar hafa borist lögreglu um ferðir Modestas Antanavicius sem leitað hefur verið að í Borgarfirði. Leit heldur áfram í dag og biðlar lögregla til fólks að hafa samband hafi það einhverjar upplýsingar um ferðir mannsins. 

Modestas fór af stað fótgangandi og símalaus laugardaginn 7. janúar síðastliðin og hefur ekki spurst til hans síðan. Leit verður haldið áfram í dag en ekki með eins umfangsmiklum hætti og í gær þegar notast var við mikinn mannafla, fjórtán leitarhunda, þyrlu, dróna og kafara frá sérsveitinni. Lögreglan hefur biðlað til almennings að kanna bílskúra og sumarbústaði en leitarsvæðið er afar stórt og spannar tugi kílómetra.

Lögreglan hefur að sögn Ásmundar Kristins Ásmundssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á Vesturlandi, ekki neinar vísbendingar um ferðir Modestas og vonast eftir að upplýsingar frá almenningi geti hjálpað til við leitina. Í dag verður farið yfir upptökur úr drónum og björgunarsveitarfólk heldur leitinni áfram. Staðan verður metin aftur í kjölfarið.

Ef fólk hefur einhverjar upplýsingar um ferðir mannsins er hægt að hafa samband við Lögregluna á Vesturlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×