„Ég er ekkert að fara að stoppa hérna“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 16. janúar 2023 12:31 Það var keppandinn Birgir Örn sem var sendur heim úr Idol síðasta föstudag. Vísir/Hulda Margrét „Í enda dagsins er ég bara ótrúlega stoltur af mér og minni frammistöðu. Mér finnst eins og ég hafi gert mitt besta og ef það er ekki nóg þá er það bara þannig,“ segir Idol keppandinn Birgir Örn Magnússon sem sendur var heim síðasta föstudag. Fyrsta beina útsending Idol fór fram á föstudaginn í Idol höllinni. Átta keppendur stigu á svið en aðeins sjö keppendur komust áfram. Þema kvöldsins var „Þetta er ég“ og spreyttu keppendur sig á lögum sem þeir töldu endurspegla sinn tónlistarstíl. Birgir Örn, betur þekktur sem Biggi, flutti frumsamda lagið Found Each Other en hann hefur verið að semja sína eigin tónlist frá því að hann var unglingur. „Mig langaði að koma með eitthvað svona gritty, svolítið sexí, eitthvað svona sem yrði tekið eftir. Útaf því ég veit náttúrlega í enda dagsins að ég var kannski ekki sterkasti söngvarinn í keppninni þannig ég reyndi að draga upp einhver önnur spil,“ segir Biggi sem var gestur í Brennslunni í morgun. Frammistaða Bigga dugði þó ekki til. Það voru Biggi, Saga Matthildur og Þórhildur sem fengu fæst atkvæði í símakosningu þjóðarinnar og að lokum var það Biggi sem var sendur heim. Aðstandendur þáttanna höfðu ráðlagt Bigga frá því að taka frumsamið lag en hann fylgdi eigin sannfæringu og sér ekki eftir neinu. „Það er engin eftirsjá. Ég kom heim daginn eftir og horfði á þetta og klappaði sjálfum mér á bakið.“ „Svo þegar maður er búinn þá er maður sáttur af því að maður fylgdi hjartanu, fylgdi gut tilfinningunni alla leið og ég skildi allt eftir.“ Klippa: Birgir Örn - Found Each Other Þakklátur dómnefndinni fyrir að hafa staðið við bakið á sér Mikil umræða skapaðist þegar Biggi komst áfram í átta manna úrslitin en Einar Óli Ólafsson var sendur heim. Töldu margir að Biggi hefði komist áfram á kostnað Einars og voru áhorfendur ekki allir sammála þeirri ákvörðun dómnefndar. Biggi segist þakklátur dómnefndinni fyrir það að hafa veðjað á sig. Sjá einnig: Vonsvikinn en biður tryllta stuðningsmenn að hætta öllu skítkasti „Í enda dagsins þykir mér bara svolítið vænt um þau öll. Þau stóðu náttúrlega svolítið við bakið á mér í þetta gegnum allt. Það var rosalega mikið gert úr þessu dæmi með mig og Einar Óla. Þau bökkuðu mig svolítið upp og mér þótti rosalega vænt um það. Ég vona bara að þau séu stolt af mér.“ Eftir frammistöðu Bigga á föstudaginn sagði dómarinn Daníel Ágúst að Biggi ætti augljóslega heima á sviðinu og að lagið hans færi ábyggilega í spilun á FM957. Biggi er hvergi nær hættur og segir að fleiri lög séu væntanleg frá honum sem og tónlistarmyndband við lagið Found Each Other. „Ég er ekkert að fara að stoppa hérna. Það tekur eitthvað annað við og bara meira en nóg.“ Hér að neðan má heyra viðtalið við Bigga í heild sinni. Klippa: Brennslan - Idol keppandinn Birgir Örn Idol Brennslan FM957 Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Það eru mörg augu á mér og fólk veit ekkert hvar það hefur mig“ „Ég er á alveg gríðarlega góðum stað andlega akkúrat núna,“ segir Birgir Örn Magnússon, einn af Idol keppendunum átta sem munu spreyta sig í beinni útsendingu frá Idol höllinni annað kvöld. 12. janúar 2023 14:44 „Núna getið þið hætt að pirra ykkur á okkur“ Birgitta Haukdal, söngkona og Idol-dómari, átti von á viðbrögðum við nýjasta þættinum í Idol og þeirri ákvörðun sem dómarar tóku í þættinum. Flottir keppendur hafi verið sendir heim fyrir átta manna úrslitin. 9. janúar 2023 21:38 Vonsvikinn en biður tryllta stuðningsmenn að hætta öllu skítkasti Einar Óli Ólafsson, sem sendur var heim úr Idol-inu á föstudag við litla hrifningu fjölmargra landsmanna, biður stuðningsmenn sína um að láta af skítkasti. Birgir Örn Magnússon komst áfram á kostnað Einars Óla þrátt fyrir að Bríet, einn dómara Idolsins, segði hann aldrei hafa sungið jafnilla fyrir þau. 9. janúar 2023 14:35 Þessi var sendur heim úr Idolinu Fyrsti þátturinn í beinni útsendingu Idolsins fór fram í Idolhöllinni fyrr í kvöld. Þátturinn var æsispennandi en átta keppendur mættu til leiks. Aðeins sjö komust áfram og var því einn keppandi sendur heim eftir kvöldið. 13. janúar 2023 21:07 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað Sjá meira
Fyrsta beina útsending Idol fór fram á föstudaginn í Idol höllinni. Átta keppendur stigu á svið en aðeins sjö keppendur komust áfram. Þema kvöldsins var „Þetta er ég“ og spreyttu keppendur sig á lögum sem þeir töldu endurspegla sinn tónlistarstíl. Birgir Örn, betur þekktur sem Biggi, flutti frumsamda lagið Found Each Other en hann hefur verið að semja sína eigin tónlist frá því að hann var unglingur. „Mig langaði að koma með eitthvað svona gritty, svolítið sexí, eitthvað svona sem yrði tekið eftir. Útaf því ég veit náttúrlega í enda dagsins að ég var kannski ekki sterkasti söngvarinn í keppninni þannig ég reyndi að draga upp einhver önnur spil,“ segir Biggi sem var gestur í Brennslunni í morgun. Frammistaða Bigga dugði þó ekki til. Það voru Biggi, Saga Matthildur og Þórhildur sem fengu fæst atkvæði í símakosningu þjóðarinnar og að lokum var það Biggi sem var sendur heim. Aðstandendur þáttanna höfðu ráðlagt Bigga frá því að taka frumsamið lag en hann fylgdi eigin sannfæringu og sér ekki eftir neinu. „Það er engin eftirsjá. Ég kom heim daginn eftir og horfði á þetta og klappaði sjálfum mér á bakið.“ „Svo þegar maður er búinn þá er maður sáttur af því að maður fylgdi hjartanu, fylgdi gut tilfinningunni alla leið og ég skildi allt eftir.“ Klippa: Birgir Örn - Found Each Other Þakklátur dómnefndinni fyrir að hafa staðið við bakið á sér Mikil umræða skapaðist þegar Biggi komst áfram í átta manna úrslitin en Einar Óli Ólafsson var sendur heim. Töldu margir að Biggi hefði komist áfram á kostnað Einars og voru áhorfendur ekki allir sammála þeirri ákvörðun dómnefndar. Biggi segist þakklátur dómnefndinni fyrir það að hafa veðjað á sig. Sjá einnig: Vonsvikinn en biður tryllta stuðningsmenn að hætta öllu skítkasti „Í enda dagsins þykir mér bara svolítið vænt um þau öll. Þau stóðu náttúrlega svolítið við bakið á mér í þetta gegnum allt. Það var rosalega mikið gert úr þessu dæmi með mig og Einar Óla. Þau bökkuðu mig svolítið upp og mér þótti rosalega vænt um það. Ég vona bara að þau séu stolt af mér.“ Eftir frammistöðu Bigga á föstudaginn sagði dómarinn Daníel Ágúst að Biggi ætti augljóslega heima á sviðinu og að lagið hans færi ábyggilega í spilun á FM957. Biggi er hvergi nær hættur og segir að fleiri lög séu væntanleg frá honum sem og tónlistarmyndband við lagið Found Each Other. „Ég er ekkert að fara að stoppa hérna. Það tekur eitthvað annað við og bara meira en nóg.“ Hér að neðan má heyra viðtalið við Bigga í heild sinni. Klippa: Brennslan - Idol keppandinn Birgir Örn
Idol Brennslan FM957 Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Það eru mörg augu á mér og fólk veit ekkert hvar það hefur mig“ „Ég er á alveg gríðarlega góðum stað andlega akkúrat núna,“ segir Birgir Örn Magnússon, einn af Idol keppendunum átta sem munu spreyta sig í beinni útsendingu frá Idol höllinni annað kvöld. 12. janúar 2023 14:44 „Núna getið þið hætt að pirra ykkur á okkur“ Birgitta Haukdal, söngkona og Idol-dómari, átti von á viðbrögðum við nýjasta þættinum í Idol og þeirri ákvörðun sem dómarar tóku í þættinum. Flottir keppendur hafi verið sendir heim fyrir átta manna úrslitin. 9. janúar 2023 21:38 Vonsvikinn en biður tryllta stuðningsmenn að hætta öllu skítkasti Einar Óli Ólafsson, sem sendur var heim úr Idol-inu á föstudag við litla hrifningu fjölmargra landsmanna, biður stuðningsmenn sína um að láta af skítkasti. Birgir Örn Magnússon komst áfram á kostnað Einars Óla þrátt fyrir að Bríet, einn dómara Idolsins, segði hann aldrei hafa sungið jafnilla fyrir þau. 9. janúar 2023 14:35 Þessi var sendur heim úr Idolinu Fyrsti þátturinn í beinni útsendingu Idolsins fór fram í Idolhöllinni fyrr í kvöld. Þátturinn var æsispennandi en átta keppendur mættu til leiks. Aðeins sjö komust áfram og var því einn keppandi sendur heim eftir kvöldið. 13. janúar 2023 21:07 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað Sjá meira
„Það eru mörg augu á mér og fólk veit ekkert hvar það hefur mig“ „Ég er á alveg gríðarlega góðum stað andlega akkúrat núna,“ segir Birgir Örn Magnússon, einn af Idol keppendunum átta sem munu spreyta sig í beinni útsendingu frá Idol höllinni annað kvöld. 12. janúar 2023 14:44
„Núna getið þið hætt að pirra ykkur á okkur“ Birgitta Haukdal, söngkona og Idol-dómari, átti von á viðbrögðum við nýjasta þættinum í Idol og þeirri ákvörðun sem dómarar tóku í þættinum. Flottir keppendur hafi verið sendir heim fyrir átta manna úrslitin. 9. janúar 2023 21:38
Vonsvikinn en biður tryllta stuðningsmenn að hætta öllu skítkasti Einar Óli Ólafsson, sem sendur var heim úr Idol-inu á föstudag við litla hrifningu fjölmargra landsmanna, biður stuðningsmenn sína um að láta af skítkasti. Birgir Örn Magnússon komst áfram á kostnað Einars Óla þrátt fyrir að Bríet, einn dómara Idolsins, segði hann aldrei hafa sungið jafnilla fyrir þau. 9. janúar 2023 14:35
Þessi var sendur heim úr Idolinu Fyrsti þátturinn í beinni útsendingu Idolsins fór fram í Idolhöllinni fyrr í kvöld. Þátturinn var æsispennandi en átta keppendur mættu til leiks. Aðeins sjö komust áfram og var því einn keppandi sendur heim eftir kvöldið. 13. janúar 2023 21:07