Kvikmyndastjarnan Gina Lollobrigida er látin Atli Ísleifsson skrifar 16. janúar 2023 12:57 Gina Lollobrigida hélt upp á 95 ára afmæli sitt síðasta sumar. Getty Ítalska leikkonan, Gina Lollobrigida,er látin, 95 ára að aldri.Lollobrigida var ein stærsta kvikmyndastjarna sjötta og sjöunda áratugar síðustu aldar og var henni oft lýst sem „fegurstu konu í heimi“. Ítalskir fjölmiðlar greina frá andlátinu í dag. Lollobrigida fór með hlutverk í myndum á borð við Hringjaranum í Notre Dame og Fallegri en hættulegri. Á ferli lék hún meðal annars á móti leikurum eins og Humphrey Bogart, Frank Sinatra, Rock Hudson og Errol Flynn. Gina Lollobrigida gekk undir nafninu Lo Lollo í heimalandinu og var ein af síðustu eftirlifandi stórstjörnunum frá gullöld kvikmyndanna.Getty Undir lok sjöunda áratugarins fækkaði hlutverkunum nokkuð þegar hún fór að leggja stund á ljósmyndun og hóf afskiptum af stjórnmálum. Lollobrigida hlaut sérstök verðlaun á Golden Globe verðlaunahátíðinni árið 1961 sem „eftirlæti áhorfenda“. Þá tók hún við sérstökum heiðursverðlaunum á kvikmyndahátíðinni í Berlín árið 1986. Lollobrigida gekk undir nafninu Lo Lollo í heimalandinu og var ein af síðustu eftirlifandi stórstjörnunum frá gullöld kvikmyndanna. Í frétt BBC segir að Bogart hafi einum tímapunkti sagt að Lollobrigida léti „Marilyn Monroe líta út eins og Shirley Temple“. Fram kemur að kvikmyndamógúllinn Howard Hugheshafi ítrekað beðið um hönd hennar og þá hafi hún átt í stöðugum erjum við samlöndu sína og kollega, Sophiu Loren. Lollobrigida var gift slóvenska lækninum Milko Škofič en þau skildu árið 1971. Þau eignuðust eitt barn saman. Gennaro Sangiuliano, menningarmálaráðherra Ítalíu, kveður Lollobrigida fyrir hönd þjóðar sinnar á Twitter. Addio ad una diva del grande schermo, protagonista di oltre mezzo secolo di storia del cinema italiano. Il suo fascino resterà eterno.Ciao Lollo. pic.twitter.com/LbHf2MMXFy— Gennaro Sangiuliano (@g_sangiuliano) January 16, 2023 Andlát Ítalía Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fer í framboð 95 ára Ítalska leikkonan Gina Lollobrigida ætlar að bjóða sig fram í þingkosningunum á Ítalíu sem fara fram á næstunni. Lollobrigida varð 95 ára á árinu en hún er þekkt fyrir leik sinn í kvikmyndum á borð við Hringjarinn frá Notre Dame og Keisarinn Venus. 16. ágúst 2022 16:50 Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Sjá meira
Ítalskir fjölmiðlar greina frá andlátinu í dag. Lollobrigida fór með hlutverk í myndum á borð við Hringjaranum í Notre Dame og Fallegri en hættulegri. Á ferli lék hún meðal annars á móti leikurum eins og Humphrey Bogart, Frank Sinatra, Rock Hudson og Errol Flynn. Gina Lollobrigida gekk undir nafninu Lo Lollo í heimalandinu og var ein af síðustu eftirlifandi stórstjörnunum frá gullöld kvikmyndanna.Getty Undir lok sjöunda áratugarins fækkaði hlutverkunum nokkuð þegar hún fór að leggja stund á ljósmyndun og hóf afskiptum af stjórnmálum. Lollobrigida hlaut sérstök verðlaun á Golden Globe verðlaunahátíðinni árið 1961 sem „eftirlæti áhorfenda“. Þá tók hún við sérstökum heiðursverðlaunum á kvikmyndahátíðinni í Berlín árið 1986. Lollobrigida gekk undir nafninu Lo Lollo í heimalandinu og var ein af síðustu eftirlifandi stórstjörnunum frá gullöld kvikmyndanna. Í frétt BBC segir að Bogart hafi einum tímapunkti sagt að Lollobrigida léti „Marilyn Monroe líta út eins og Shirley Temple“. Fram kemur að kvikmyndamógúllinn Howard Hugheshafi ítrekað beðið um hönd hennar og þá hafi hún átt í stöðugum erjum við samlöndu sína og kollega, Sophiu Loren. Lollobrigida var gift slóvenska lækninum Milko Škofič en þau skildu árið 1971. Þau eignuðust eitt barn saman. Gennaro Sangiuliano, menningarmálaráðherra Ítalíu, kveður Lollobrigida fyrir hönd þjóðar sinnar á Twitter. Addio ad una diva del grande schermo, protagonista di oltre mezzo secolo di storia del cinema italiano. Il suo fascino resterà eterno.Ciao Lollo. pic.twitter.com/LbHf2MMXFy— Gennaro Sangiuliano (@g_sangiuliano) January 16, 2023
Andlát Ítalía Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fer í framboð 95 ára Ítalska leikkonan Gina Lollobrigida ætlar að bjóða sig fram í þingkosningunum á Ítalíu sem fara fram á næstunni. Lollobrigida varð 95 ára á árinu en hún er þekkt fyrir leik sinn í kvikmyndum á borð við Hringjarinn frá Notre Dame og Keisarinn Venus. 16. ágúst 2022 16:50 Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Sjá meira
Fer í framboð 95 ára Ítalska leikkonan Gina Lollobrigida ætlar að bjóða sig fram í þingkosningunum á Ítalíu sem fara fram á næstunni. Lollobrigida varð 95 ára á árinu en hún er þekkt fyrir leik sinn í kvikmyndum á borð við Hringjarinn frá Notre Dame og Keisarinn Venus. 16. ágúst 2022 16:50