Lífið

Vesturbæingar fögnuðu þorranum saman öll sem eitt

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Þessar glæsilegu konur skemmtu sér stór vel, allar sem ein.
Þessar glæsilegu konur skemmtu sér stór vel, allar sem ein. Erling Ó Aðalsteinsson

Þorrablót Vesturbæjar fór fram um helgina í KR-heimilinu. KR konur sem halda viðburðinn eru 50 ára á árinu. Þær konur sem stofnuðu viðburðinn og áttu heimangengt voru heiðursgestir á viðburðinum um helgina.

Gummi Ben. Sóli Hólm og Salka Sól voru á meðal þeirra sem stigu á svið og skemmtu gestum. 

Erling Ó. Aðalsteinsson, ljósmyndari KR-inga, var með myndavélina á lofti og náði skemmtilegum myndum af Vesturbæingum fagna þorranum.

Sóli Hólm með gítarinn á lofti. Hann skemmti sér svo vel að daginn eftir var boðið upp á þrennu; sundferð, Hlöllabát og bragðaref.

Fleiri myndir má sjá í albúminu hér fyrir neðan. Allar myndirnar tók Erling Ó. Aðalsteinsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×