Sport

Gunnar snýr aftur í búrið nánast ári eftir síðasta bardaga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gunnar Nelson hefur ekki keppt síðan í mars á síðasta ári.
Gunnar Nelson hefur ekki keppt síðan í mars á síðasta ári. getty/Mike Roach

Gunnar Nelson snýr aftur í búrið um miðjan mars og mætir þá Bandaríkjamanninum Daniel Rodriguez.

Gunnar og Rodriguez eigast við á UFC 286 bardagakvöldinu í O2 höllinni í London 18. mars.

Bardaginn verður ári eftir síðasta bardaga Gunnars, nánast upp á dag, en 19. mars 2022 sigraði hann Japanann Takashi Sato í London.

Gunnar á 24 bardaga á ferilskránni sem atvinnumaður. Hann hefur unnið átján þeirra, tapað fimm og einum lyktaði með jafntefli.

Hinn 36 ára Rodriguez tapaði fyrir Neil Magny í síðasta bardaga sínum, í nóvember síðastliðnum. Þar áður hafði hann unnið fjóra bardaga í röð. Hann hefur alls unnið sautján af tuttugu bardögum sínum sem atvinnumaður og tapað þremur.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×