Körfubolti

„Ör­lítið verri en Geor­ge skiptin og þar af leiðandi þau verstu á þessari öld“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rudy Gobert fékk ekki mikla ást í þættinum.
Rudy Gobert fékk ekki mikla ást í þættinum. Sean Gardner/Getty Images

Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í síðasta þætti af Lögmál leiksins. Þar var að venju farið yfir það helsta sem hefur gerst í NBA deildinni að undanförnu. Farið var yfir baráttu Toronto Raptors og Atlanta Hawks, hvað Sacramento Kings ætti að gera á leikmannamarkaðnum, hvort það sé verðbólga í NBA og hversu ömurleg Rudy Gobert skiptin voru.

„Nei eða Já“ virkar þannig að Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, setur fram fullyrðingu sem sérfræðingar þáttarins taka undir eða eru á móti. Þeir þurfa svo að rökstyðja svör sín.

Fyrsta fullyrðing: Það er stærra slys fyrir Atlanta Hawks en Toronto Raptors að missa af sæti í umspilinu í Austurdeildinni.

„Töluvert stærra slys. Atlanta sækja Dejounte Murray og ætluðu sér að vera alvöru þetta tímabil,“ sagði Tómas Steindórsson án þess að hugsa sig um.

Önnur fullyrðing: Sacramento Kings ætti að ýta öllum spilapeningunum á mitt borðið.

„270 prósent já. Þeir ættu að kasta öllum spilapeningunum sínum á borðið,“ sagði Hörður Unnsteinsson. „Það þarf ekkert endilega stórstjörnu til að gera þetta lið betra. Eru með stórstjörnur í De‘Aaron Fox og Domantas Sabonis,“ bætti Hörður við.

Þriðja fullyrðing: Það er 20 prósent verðbólga í tölfræði.

„Fimm leikmenn sem eru að skora meira en 30 stig í leik, það hefur ekki gerst ég veit ekki hvað lengi. 30 gaurar yfir 20 stigum,“ sagði Kjartan Atli áður en Sigurður Orri Kristjánsson fékk orðið.

„Það er 20 prósent verðbólga á einstaklingstölfræði. Það er ekki verðbólga á liðstölfræði,“ sagði Sigurður Orri. „Það er ekkert verið að spila langar sóknir, mikið af þristum og háum „pick og roll-um.“ Það er 20 prósent plús verðbólga á einstaklingstölfræði,“ bætti hann við.

Fjórða fullyrðing: Rudy Gobert eru verstu skiptin á þessari öld.

„Eina sem mér dettur í hug fljótlega eru Paul George skiptin til LA Clippers. Shai Gilgeous-Alexander á móti, fjórir valréttir og eitthvað. Paul George er skömminni skárri leikmaður en Gobert sem getur á tímum ekki verið inn á. Bara spilaður út af vellinum í fjórða leikhluta og fleira. Örlítið verri en George-skiptin og þar af leiðandi þau verstu á þessari öld,“ sagði Tómas.

Klippa: Nei eða Já: Örlítið verri en George-skiptin og þar af leiðandi þau verstu á þessari öld

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×