Erlent

Ákæra fyrir árásina á þinghús Brasilíu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Mótmælendur ráðast að brynvörðum lögreglubíl fyrir utan forsetahöll landsins fyrr í mánuðinum.
Mótmælendur ráðast að brynvörðum lögreglubíl fyrir utan forsetahöll landsins fyrr í mánuðinum. AP Photo/Eraldo Peres

Dómsmálaráðherra Brasilíu hefur nú ákært þrjátíu og níu einstaklinga fyrir aðild að árásinni á brasilíska þinghúsið á dögunum, eða þann áttunda janúar síðastliðinn.

Þúsundir stuðningsmanna fyrrverandi forsetans Jairs Bolsonaro ruddust þá inn í þinghúsið og fleiri stjórnarbyggingar í höfuðborginni Brasilíu. Í ákærunni er fólkið sakað um að hafa beitt ofbeldi og reynt að afnema lýðræðið í landinu.

Fólkið hefur ekki verið nafngreint enn sem komið er en mörghundruð voru handteknir daginn örlagaríka.

Bolsonaro sjálfur hefur sagst hryggur yfir atburðunum en hafnar því að hafa átt þar nokkra aðkomu. Tugir lögreglumanna slösuðust í átökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×