Svíinn Robin Lehner og kona hans hafa óskað eftir gjaldþrotaskiptum og segjast skulda fjölmörgum aðilum samtals um fimmtíu milljónir Bandaríkjadala eða meira en sjö milljarða íslenskra króna.
NHL: Robin Lehner ansöker om konkurs på grund av exotiska ormar https://t.co/UpwqQePFfo
— Sportbladet (@sportbladet) January 15, 2023
Þau hjónin sóttu um gjaldþrotaskipti 30. desember síðastliðinn eftir að fyrirtæki í Wisconsin fylki lögsótti Lehner vegna fjögurra milljón dollara skuldar. Fyrirtækið heldur því fram að Lehner og faðir hans hafi ekki greitt afborganir af viðskiptaláni á síðasta ári.
Meðal þess sem Lehner hefur ekki borgað fyrir eru sjaldgæfir snákar sem hann keypti fyrir 1,2 milljónir dollara árið 2017 en þetta kemur fram í umsókn vegna gjaldþrotaskipta. Lehner er með snákana á skriðdýra búgarði í Plato í Missouri fylki.
Vegas Golden Knights goaltender Robin Lehner and his wife have filed for bankruptcy in Nevada, citing up to $50 million in debts to dozens of creditors. https://t.co/9iErQrSgxb
— The Associated Press (@AP) January 17, 2023
Robin Lehner og Donya kona hans segjast eiga eignir upp á tíu milljónir dollara.
Hinn 31 árs gamli markvörður skrifaði undir fimm ára samning við Knights árið 2020 og átti að fá fyrir hann 25 milljónir dollara. Hann hefur ekkert spilað á 2022-23 tímabilinu eftir að hafa farið í aðgerð á mjöðm.