Þrjár hollar og góðar skálar frá Önnu Eiríks Anna Eiríks skrifar 27. janúar 2023 08:01 Anna Eiríksdóttir skrifar um heilsu á mat á Lífinu á Vísi. Hún stjórnar einnig þáttunum Hreyfum okkur saman. Anna Eiríks Nú í ársbyrjun er landinn í heilsugírnum sem er afar jákvætt og vona ég svo sannarlega að sem flestir haldi þessum gír út allt árið, ekki bara út janúar. Hérna eru þrjár hugmyndir að hollum og góðum skálum af heilsuvefnum mínum www.annaeiriks.is en þar er að finna úrval af hollum og góðum uppskriftum sem innihalda engan viðbættan sykur! Njótið í botn. Græn próteinskál Þessa fæ ég mér ótrúlega oft eftir æfingu, mér finnst hún svo fersk, bragðgóð og svo inniheldur hún það sem líkaminn minn þarf eftir góð átök. Innihald 1 bolli ananas 1 bolli kókosmjólk eða möndlumjólk 1 skammtur vanilluprótein frá NOW Væn lúka spínat 1/2 lárpera Á toppinn setti ég svo heimagert granóla og bláber Aðferð Allt sett í blandara, hrært vel saman, hellt í skál og toppað með því sem ykkur þykir gott! Hafrabomba Dásamleg skál sem inniheldur haframjöl sem gerir þeytinginn trefjaríkari, gott svo að toppa með allskonar fræjum, berjum, heimagerðu granóla eða því sem ykkur þykir gott. Innihald 1/2 bolli frosin jarðaber 1/2 bolli frosin bláber 1 bolli möndlumjólk eða önnur mjólk 1/2 bolli fínt haframjöl frá MUNA 1 lítill banani Aðferð Allt sett í blandara og hrært vel saman, hellt í glas eða skál og toppað með því sem ykkur þykir gott, einfaldara gerist það ekki! Kaldur súkkulaðigrautur Æðislegur grautur sem ég skelli í á morgnana eða kvöldinu áður og tek oft með mér sem nesti í vinnuna og toppa með allskonar góðgæti rétt áður en ég gæði mér á honum. Innihald 1 dl hafrar frá MUNA 1 msk chia fræ frá MUNA 2 dl súkkulaði plöntumjólk 2 kúfaðar msk grísk jógúrt með súkkulaði og ferskjum Smá skvetta Agave síróp eða Akasíu hunang Aðferð Öllu blandað saman í lokaða krukku eða annað lokað ílát og geymt yfir nótt í ísskáp. Morguninn eftir er grauturinn tilbúinn og þá er gott að toppa hann með t.d. hindberjum og kakónibbum eða hverju sem ykkur þykir gott! Anna Eiríksdóttir skrifar um ýmislegt sem viðkemur heilsu og hollu mataræði á Lífinu á Vísi. Hún starfar sem deildarstjóri hjá Hreyfingu og er eigandi vefsins annaeiriks.is sem býður upp á fjarþjálfun og heilsusamlegar uppskriftir. Anna hefur þjálfað fólk í rúm 25 ár og er þáttastjórnandi æfingaþáttanna Hreyfum okkur saman sem notið hafa mikilla vinsælda hér á Vísi og á Stöð 2+ efnisveitunni. Alla þættina má finna HÉR á Vísi. Hér er hægt að fylgjast með Önnu Eiríks á Instagram. Matur Uppskriftir Heilsa Anna Eiríks Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Hérna eru þrjár hugmyndir að hollum og góðum skálum af heilsuvefnum mínum www.annaeiriks.is en þar er að finna úrval af hollum og góðum uppskriftum sem innihalda engan viðbættan sykur! Njótið í botn. Græn próteinskál Þessa fæ ég mér ótrúlega oft eftir æfingu, mér finnst hún svo fersk, bragðgóð og svo inniheldur hún það sem líkaminn minn þarf eftir góð átök. Innihald 1 bolli ananas 1 bolli kókosmjólk eða möndlumjólk 1 skammtur vanilluprótein frá NOW Væn lúka spínat 1/2 lárpera Á toppinn setti ég svo heimagert granóla og bláber Aðferð Allt sett í blandara, hrært vel saman, hellt í skál og toppað með því sem ykkur þykir gott! Hafrabomba Dásamleg skál sem inniheldur haframjöl sem gerir þeytinginn trefjaríkari, gott svo að toppa með allskonar fræjum, berjum, heimagerðu granóla eða því sem ykkur þykir gott. Innihald 1/2 bolli frosin jarðaber 1/2 bolli frosin bláber 1 bolli möndlumjólk eða önnur mjólk 1/2 bolli fínt haframjöl frá MUNA 1 lítill banani Aðferð Allt sett í blandara og hrært vel saman, hellt í glas eða skál og toppað með því sem ykkur þykir gott, einfaldara gerist það ekki! Kaldur súkkulaðigrautur Æðislegur grautur sem ég skelli í á morgnana eða kvöldinu áður og tek oft með mér sem nesti í vinnuna og toppa með allskonar góðgæti rétt áður en ég gæði mér á honum. Innihald 1 dl hafrar frá MUNA 1 msk chia fræ frá MUNA 2 dl súkkulaði plöntumjólk 2 kúfaðar msk grísk jógúrt með súkkulaði og ferskjum Smá skvetta Agave síróp eða Akasíu hunang Aðferð Öllu blandað saman í lokaða krukku eða annað lokað ílát og geymt yfir nótt í ísskáp. Morguninn eftir er grauturinn tilbúinn og þá er gott að toppa hann með t.d. hindberjum og kakónibbum eða hverju sem ykkur þykir gott! Anna Eiríksdóttir skrifar um ýmislegt sem viðkemur heilsu og hollu mataræði á Lífinu á Vísi. Hún starfar sem deildarstjóri hjá Hreyfingu og er eigandi vefsins annaeiriks.is sem býður upp á fjarþjálfun og heilsusamlegar uppskriftir. Anna hefur þjálfað fólk í rúm 25 ár og er þáttastjórnandi æfingaþáttanna Hreyfum okkur saman sem notið hafa mikilla vinsælda hér á Vísi og á Stöð 2+ efnisveitunni. Alla þættina má finna HÉR á Vísi. Hér er hægt að fylgjast með Önnu Eiríks á Instagram.
Anna Eiríksdóttir skrifar um ýmislegt sem viðkemur heilsu og hollu mataræði á Lífinu á Vísi. Hún starfar sem deildarstjóri hjá Hreyfingu og er eigandi vefsins annaeiriks.is sem býður upp á fjarþjálfun og heilsusamlegar uppskriftir. Anna hefur þjálfað fólk í rúm 25 ár og er þáttastjórnandi æfingaþáttanna Hreyfum okkur saman sem notið hafa mikilla vinsælda hér á Vísi og á Stöð 2+ efnisveitunni. Alla þættina má finna HÉR á Vísi. Hér er hægt að fylgjast með Önnu Eiríks á Instagram.
Matur Uppskriftir Heilsa Anna Eiríks Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira