Innlent

Engin skipulögð leit að Modestas

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Umfangsmikil leit fór fram á stóru svæði í Borgarfirði síðastliðinn laugardag.
Umfangsmikil leit fór fram á stóru svæði í Borgarfirði síðastliðinn laugardag. Lögreglan á Vesturlandi, Vísir/Egill Aðalsteinsson

Engin skipulögð leit er í gangi að Modestas Antanavicius en síðast sást til Modestas á laugardag síðastliðinn 7. janúar.

„Við höfum verið að fá smotterísábendingar, fólk sem segist hafa séð eitthvað. Þá höfum við farið og tékkað á því. En það hefur ekkert komið út úr því. Við erum svolítið „stopp,“ segir Ásmundur Kristinn Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Vesturlandi í samtali við Vísi.

Síðastliðin laugardag tóku hátt í 150 björgunarsveitarmenn, ásamt lögreglu og landhelgisgæslu þátt í umfangsmikilli leit að Modestas. Notast var við þyrlu, fjölmarga dróna og fjórtán leitarhunda.

„Þetta var stór og viðamikil leit á laugardaginn. Það var allt tekið og snúið við. Þetta voru staðir sem hundarnir höfðu sýnt áhuga. Við sendum meira að segja menn út á ísinn í kafaragöllum til að skoða íshelluna, því sumt þarna er botnfrosið,“ segir Ásmundur jafnframt.

„Við erum búnir að fara yfir mikið af myndefni, ljósmyndum og videoupptökum úr drónum. Fólk hefur hringt og þá hafa lögreglumenn farið á staðinn og kíkt. En það er engin skipulögð leit á vegum björgunarsveita.“


Tengdar fréttir

Umfangsmikil leit að Modestas stendur enn yfir

Hátt í 150 björgunarsveitarmenn, ásamt lögreglu og landhelgisgæslu, taka þátt í umfangsmikilli leit að Modestas Antanavicius. Síðast sást til Modestas á laugardag síðastliðinn 7. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×