Hafa samþykkt 59 prósent umsókna um hlutdeildarlán Atli Ísleifsson skrifar 18. janúar 2023 13:42 Heildarkaupverð þessara 452 fasteigna nemur tæplega 18 milljörðum króna og þar af hafa verið veitt hlutdeildarlán fyrir 3,7 milljarða króna. Vísir/Vilhelm Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur samþykkt 59 prósent af þeim umsóknum sem borist hafa um hlutdeildarlán frá því að opnað var fyrir umsóknir í nóvember 2020. Í tilkynningu frá HMS er farið yfir málið og segir að af þeim 1.086 umsóknum sem hafa borist hafa 642 verið samþykktar. „Hlutdeildarlán hafa það að markmiði að bæta stöðu ungra og tekjulágra á húsnæðismarkaði. Láninu er ætlað að hjálpa fyrstu kaupendum undir ákveðnum tekjumörkum að brúa bilið við fasteignakaup, en lánað er allt að 30% fyrir útborgun en lántaki þarf að reiða fram a.m.k. 5% kaupverðs sjálfur. HMS sér um að greiða út og halda utan um hlutdeildarláni,“ segir í tilkynninguni. Flestir á aldrinum 24 til 33 ára Ennfremur kemur fram að samtals hafi 452 fjölskyldur fengið aðstoð við að kaupa sitt fyrsta heimili í gegnum hlutdeildarlán og telja þessar fjölskyldur um 830 einstaklinga. Um sé að ræða 618 fullorðna einstaklinga og 212 börn. „Ef aldursdreifing lántaka er skoðuð þá er meirihluti þeirra sem hafa sótt um á aldrinum 24-33 ára, eða 54%. Aldursdreifingin nær þó alveg frá 79 ára aldri og niður í 20 ára. Því er óhætt að segja að úrræðið nái til mjög breiðs aldurshóps,“ segir í tilkynningunni. Heildarkaupverð fasteigna tæplega 18 milljarðar Í tilkynningu HMS segir að heildarkaupverð þessara 452 fasteigna hafi numið tæplega 18 milljörðum króna og þar af hafi verið veitt hlutdeildarlán fyrir 3,7 milljarða króna. Að meðaltali þá nemi hlutdeildarlánið um 21 prósent af kaupverði eignanna. „Nú þegar hafa 12 hlutdeildarlán verið greidd upp af 452 og er uppgreiðslufjárhæð þeirra um 27 milljónum kr. hærri en upphafleg lánsfjárhæð, að meðaltali 2,3 milljónir per lán. Af þessum 12 lánum eru 5 vegna eigna á Selfossi, 2 á höfuðborgarsvæðinu og 2 á Akureyri. Að meðaltali hafa fasteignir hækkað um 32% frá því að viðskiptavinur kaupir þar til hann greiðir upp lánið.“ Húsnæðismál Neytendur Fasteignamarkaður Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Í tilkynningu frá HMS er farið yfir málið og segir að af þeim 1.086 umsóknum sem hafa borist hafa 642 verið samþykktar. „Hlutdeildarlán hafa það að markmiði að bæta stöðu ungra og tekjulágra á húsnæðismarkaði. Láninu er ætlað að hjálpa fyrstu kaupendum undir ákveðnum tekjumörkum að brúa bilið við fasteignakaup, en lánað er allt að 30% fyrir útborgun en lántaki þarf að reiða fram a.m.k. 5% kaupverðs sjálfur. HMS sér um að greiða út og halda utan um hlutdeildarláni,“ segir í tilkynninguni. Flestir á aldrinum 24 til 33 ára Ennfremur kemur fram að samtals hafi 452 fjölskyldur fengið aðstoð við að kaupa sitt fyrsta heimili í gegnum hlutdeildarlán og telja þessar fjölskyldur um 830 einstaklinga. Um sé að ræða 618 fullorðna einstaklinga og 212 börn. „Ef aldursdreifing lántaka er skoðuð þá er meirihluti þeirra sem hafa sótt um á aldrinum 24-33 ára, eða 54%. Aldursdreifingin nær þó alveg frá 79 ára aldri og niður í 20 ára. Því er óhætt að segja að úrræðið nái til mjög breiðs aldurshóps,“ segir í tilkynningunni. Heildarkaupverð fasteigna tæplega 18 milljarðar Í tilkynningu HMS segir að heildarkaupverð þessara 452 fasteigna hafi numið tæplega 18 milljörðum króna og þar af hafi verið veitt hlutdeildarlán fyrir 3,7 milljarða króna. Að meðaltali þá nemi hlutdeildarlánið um 21 prósent af kaupverði eignanna. „Nú þegar hafa 12 hlutdeildarlán verið greidd upp af 452 og er uppgreiðslufjárhæð þeirra um 27 milljónum kr. hærri en upphafleg lánsfjárhæð, að meðaltali 2,3 milljónir per lán. Af þessum 12 lánum eru 5 vegna eigna á Selfossi, 2 á höfuðborgarsvæðinu og 2 á Akureyri. Að meðaltali hafa fasteignir hækkað um 32% frá því að viðskiptavinur kaupir þar til hann greiðir upp lánið.“
Húsnæðismál Neytendur Fasteignamarkaður Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira