Morgunblaðið greinir frá.
Í frétt blaðsins er haft eftir Önnu Hildi Guðmundsdóttur að fregnirnar hafi verið mjög ánægjulegar.
„Þetta þýðir að eftir allt það havarí sem fór af stað í byrjun 2021 er ekkert athugavert við það hvernig við unnum og vinnum. Við unnum samkvæmt öllum reglum sem við áttum að vinna,“ segir hún.
Tíðindin hafi verið góð jólagjöf.
Stundin fjallaði um málið á sínum tíma og sagði meðal annars frá því að eftirlitsdeild SÍ teldi ráðgjafa SÁÁ meðal annars hafa hringt út og rukkað fyrir óumbeðna tíma og gefið út reikninga fyrir löng símtöl sem tóku í raun aðeins nokkrar mínútur.
Kærufrestur á ákvörðun héraðssaksóknara er einn mánuður og því runninn út. Anna segir málið hafa komið illa við SÁÁ og ímynd samtakanna út á við.
„Við reiðum okkur á stuðning þjóðarinnar og það var vont að þjóðin héldi að við værum í einhverju misferli.“