Harma andlát sjúklings á geðdeild Landspítala Bjarki Sigurðsson skrifar 19. janúar 2023 18:10 Runólfur Pálsson er forstjóri Landspítalans. Vísir/Vilhelm Landspítalinn harmar andlát sjúklings sem lést á geðdeild spítalans í ágúst árið 2021. Rannsókn á andlátinu hefur leitt í ljós ýmsa annmarka á þjónustu spítalans. Aðstæður á deildinni voru ófullnægjandi fyrir starfsfólk á þeim tíma sem atvikið átti sér stað. Í tilkynningu á vef Landspítalans er rætt um atvik sem átti sér stað á geðdeild spítalans í ágúst árið 2021. Þá lést kona á sextugsaldri sem lá inni á deildinni. Hjúkrunarfræðingurinn Steina Árnadóttir hefur verið ákærð fyrir manndráp í opinberu starfi vegna málsins en hún er sökuð um að hafa reynt að þröngva ofan í sjúklinginn næringadrykk. Talið er að sjúklingurinn hafi kafnað á drykknum. „Landspítali tilkynnti andlátið strax til lögreglu og í framhaldinu til Embættis landlæknis. Í kjölfar rannsóknar lögreglu var ákæra gefin út á hendur starfsmanni spítalans. Það er á margan hátt erfitt og flókið fyrir Landspítala að tjá sig um mál sem þessi en forsvarsmenn spítalans telja rétt að veita eins miklar upplýsingar og hægt er á hverjum tíma,“ segir í tilkynningunni. Eftir atvikið hafa ýmsir annmarkar í þjónustunni orðið starfsfólki spítalans ljósir. Það á meðal annars við mönnun innan geðþjónustunnar og þætti sem snúa að þverfaglegri samvinnu innan spítalans í þjónustu sinni við einstaklinga með geðsjúkdóma. „Spítalinn harmar andlát sjúklingsins og vottar aðstandendum samúð sína. Þá þykir spítalanum miður að hafa brugðist því starfsfólki sem starfaði við ófullnægjandi aðstæður á þessum tíma,“ segir í tilkynningunni. Spítalinn réðst í umbætur innan geðþjónustunnar eftir atvikið, heilbrigðismenntuðu starfsfólki á vöktum var fjölgað, innra skipulagi þjónustunnar breytt og stoðþjónusta við deildir aukin. Með umbótum er reynt að tryggja að sá lærdómur sem má draga af atvikinu leiði til aukins öryggis fyrir sjúklinga og starfsfólk. „Það er mat okkar að þær umbætur sem orðið hafa á starfsemi geðþjónustunnar séu til þess fallnar að draga verulega úr hættu á alvarlegum atvikum og auka öryggi sjúklinga. Umfram allt er hugur spítalans hjá þeim sem eiga um sárt að binda vegna andlátsins,“ segir í tilkynningunni. Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Landspítalinn Tengdar fréttir Lögregla telur lát konu á Landspítala hafa borið að með saknæmum hætti Andlát konu á sextugsaldri sem lést á Landspítalanum fyrr í þessum mánuði er talið hafa borið að með saknæmum hætti. Rannsókn lögreglu er sögð miða vel og var kona á sextugsaldri úrskurðuð í gæsluvarðhald í síðustu viku. 29. ágúst 2021 10:26 Koma verði í veg fyrir að heilbrigðisstarfsmenn séu sóttir til saka Þrjú læknafélög telja ótækt að heilbrigðisstarfsmenn séu sóttir til saka þegar upp koma alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu, í stað þess að einblína á kerfislægar brotalamir. Engar úrbætur hafi orðið þrátt fyrir tillögur og ábendingar síðustu ár. 31. ágúst 2021 11:10 „Við búum öll við geðheilsu rétt eins og við erum með hjarta“ Geðhjálp hefur sent frá sér yfirlýsingu í tengslum við fyrirtöku í héraðsdómi Reykjavíkur í máli hjúkrunarfræðings sem ásakaður er um að hafa valdið andláti sjúklings á geðdeild Landspítalans, og fjölmiðlaumræðu vegna fyrirtökunnar. 18. janúar 2023 13:20 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Í tilkynningu á vef Landspítalans er rætt um atvik sem átti sér stað á geðdeild spítalans í ágúst árið 2021. Þá lést kona á sextugsaldri sem lá inni á deildinni. Hjúkrunarfræðingurinn Steina Árnadóttir hefur verið ákærð fyrir manndráp í opinberu starfi vegna málsins en hún er sökuð um að hafa reynt að þröngva ofan í sjúklinginn næringadrykk. Talið er að sjúklingurinn hafi kafnað á drykknum. „Landspítali tilkynnti andlátið strax til lögreglu og í framhaldinu til Embættis landlæknis. Í kjölfar rannsóknar lögreglu var ákæra gefin út á hendur starfsmanni spítalans. Það er á margan hátt erfitt og flókið fyrir Landspítala að tjá sig um mál sem þessi en forsvarsmenn spítalans telja rétt að veita eins miklar upplýsingar og hægt er á hverjum tíma,“ segir í tilkynningunni. Eftir atvikið hafa ýmsir annmarkar í þjónustunni orðið starfsfólki spítalans ljósir. Það á meðal annars við mönnun innan geðþjónustunnar og þætti sem snúa að þverfaglegri samvinnu innan spítalans í þjónustu sinni við einstaklinga með geðsjúkdóma. „Spítalinn harmar andlát sjúklingsins og vottar aðstandendum samúð sína. Þá þykir spítalanum miður að hafa brugðist því starfsfólki sem starfaði við ófullnægjandi aðstæður á þessum tíma,“ segir í tilkynningunni. Spítalinn réðst í umbætur innan geðþjónustunnar eftir atvikið, heilbrigðismenntuðu starfsfólki á vöktum var fjölgað, innra skipulagi þjónustunnar breytt og stoðþjónusta við deildir aukin. Með umbótum er reynt að tryggja að sá lærdómur sem má draga af atvikinu leiði til aukins öryggis fyrir sjúklinga og starfsfólk. „Það er mat okkar að þær umbætur sem orðið hafa á starfsemi geðþjónustunnar séu til þess fallnar að draga verulega úr hættu á alvarlegum atvikum og auka öryggi sjúklinga. Umfram allt er hugur spítalans hjá þeim sem eiga um sárt að binda vegna andlátsins,“ segir í tilkynningunni.
Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Landspítalinn Tengdar fréttir Lögregla telur lát konu á Landspítala hafa borið að með saknæmum hætti Andlát konu á sextugsaldri sem lést á Landspítalanum fyrr í þessum mánuði er talið hafa borið að með saknæmum hætti. Rannsókn lögreglu er sögð miða vel og var kona á sextugsaldri úrskurðuð í gæsluvarðhald í síðustu viku. 29. ágúst 2021 10:26 Koma verði í veg fyrir að heilbrigðisstarfsmenn séu sóttir til saka Þrjú læknafélög telja ótækt að heilbrigðisstarfsmenn séu sóttir til saka þegar upp koma alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu, í stað þess að einblína á kerfislægar brotalamir. Engar úrbætur hafi orðið þrátt fyrir tillögur og ábendingar síðustu ár. 31. ágúst 2021 11:10 „Við búum öll við geðheilsu rétt eins og við erum með hjarta“ Geðhjálp hefur sent frá sér yfirlýsingu í tengslum við fyrirtöku í héraðsdómi Reykjavíkur í máli hjúkrunarfræðings sem ásakaður er um að hafa valdið andláti sjúklings á geðdeild Landspítalans, og fjölmiðlaumræðu vegna fyrirtökunnar. 18. janúar 2023 13:20 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Lögregla telur lát konu á Landspítala hafa borið að með saknæmum hætti Andlát konu á sextugsaldri sem lést á Landspítalanum fyrr í þessum mánuði er talið hafa borið að með saknæmum hætti. Rannsókn lögreglu er sögð miða vel og var kona á sextugsaldri úrskurðuð í gæsluvarðhald í síðustu viku. 29. ágúst 2021 10:26
Koma verði í veg fyrir að heilbrigðisstarfsmenn séu sóttir til saka Þrjú læknafélög telja ótækt að heilbrigðisstarfsmenn séu sóttir til saka þegar upp koma alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu, í stað þess að einblína á kerfislægar brotalamir. Engar úrbætur hafi orðið þrátt fyrir tillögur og ábendingar síðustu ár. 31. ágúst 2021 11:10
„Við búum öll við geðheilsu rétt eins og við erum með hjarta“ Geðhjálp hefur sent frá sér yfirlýsingu í tengslum við fyrirtöku í héraðsdómi Reykjavíkur í máli hjúkrunarfræðings sem ásakaður er um að hafa valdið andláti sjúklings á geðdeild Landspítalans, og fjölmiðlaumræðu vegna fyrirtökunnar. 18. janúar 2023 13:20