Hipkins tekur við af Ardern Árni Sæberg skrifar 20. janúar 2023 23:31 Chris Hipkins verður næsti forsætisráðherra Nýja-Sjálands EPA-EFE/BEN MCKAY Nýsjálenski þingmaðurinn Chris Hipkins gefur einn kost á sér í formannsstöðu nýsjálenska Verkamannaflokksins og mun því að öllum líkindum taka við sem forsætisráðherra á mánudag af Jacindu Ardern, sem tilkynnti afsögn sína í gær. Ardern kom Nýsjálendingum og öðrum að óvörum í gær þegar hún tilkynnti að hún hefði ákveðið að segja af sér sem forsætisráðherra og formaður Jafnaðarflokksins. Hún mun láta af störfum ekki seinna en 7. febrúar og segist hreinlega ekki hafa orku til að sinna starfinu lengur. Eftirmaður hennar í báðum stöðum verður að öllum líkindum þingmaðurinn og ráðherrann Chris Hipkins. Hann gegnir stöðu ráðherra lögreglumála, menntamála og almannaþágumála. Hann var áður ráðherra Covid-19-mála. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Það eina sem stendur í vegi fyrir embættistöku Hipkins er atkvæðagreiðsla þingmanna Verkamannaflokksins um formannsembættið. Hún fer fram í þinginu á mánudag. Svo gæti þó farið að Chris verði ekki lengi í paradís en þingkosningar verða haldnar í Nýja-Sjálandi í október. Ardern sagði á blaðamannafundi í gær að hún efist ekki um að Verkamannaflokkurinn muni halda embætti forsætisráðherra en að henni þætti rétt að nýr leiðtogi leiddi flokkinn í gegnum erfiðar kosningar í skugga verðbólgu og aukins ójafnaðar í landinu. Nýja-Sjáland Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Ardern kom Nýsjálendingum og öðrum að óvörum í gær þegar hún tilkynnti að hún hefði ákveðið að segja af sér sem forsætisráðherra og formaður Jafnaðarflokksins. Hún mun láta af störfum ekki seinna en 7. febrúar og segist hreinlega ekki hafa orku til að sinna starfinu lengur. Eftirmaður hennar í báðum stöðum verður að öllum líkindum þingmaðurinn og ráðherrann Chris Hipkins. Hann gegnir stöðu ráðherra lögreglumála, menntamála og almannaþágumála. Hann var áður ráðherra Covid-19-mála. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Það eina sem stendur í vegi fyrir embættistöku Hipkins er atkvæðagreiðsla þingmanna Verkamannaflokksins um formannsembættið. Hún fer fram í þinginu á mánudag. Svo gæti þó farið að Chris verði ekki lengi í paradís en þingkosningar verða haldnar í Nýja-Sjálandi í október. Ardern sagði á blaðamannafundi í gær að hún efist ekki um að Verkamannaflokkurinn muni halda embætti forsætisráðherra en að henni þætti rétt að nýr leiðtogi leiddi flokkinn í gegnum erfiðar kosningar í skugga verðbólgu og aukins ójafnaðar í landinu.
Nýja-Sjáland Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira