„Ég fæ mér ekki lengur morgunmat á virkum dögum til að spara tíma“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 21. janúar 2023 10:00 Eggert Guðmundsson, leiðtogi sjálbærnimála hjá forsætisráðuneytinus reynir að fara snemma að sofa en segir fátt sem síðdegiskría getur ekki lagað, hafi það ekki tekist. Sérstaklega ef það er eitthvað á dagskrá um kvöldið. Eggert setur allt í dagbókina sína. Annars er hending að hlutirnir gerist . Vísir/Hulda Margrét Það tekur Eggert Benedikt Guðmundsson, leiðtoga sjálfbærrar þróunar í forsætisráðuneytinu, þó nokkurn tíma að komast í vinnuna. Enda býr hann í Mosfellsbæ en starfar í miðbæ Reykjavíkur. Sem hann segir ekkert endilega svo gáfulegt. Að búa við rætur Helgafells bætir það þó upp. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? Í kringum korter í sjö, enda nauðsynlegt að fara snemma af stað til að sleppa við umferðina ofan úr Mosó. Það er kannski ekkert sérlega snjallt að búa í 270 og vinna í 101, en nálægðin við fjöllin bætir það upp. Alltaf er endurnærandi að koma í sveitina í lok dags og lenda við rætur fjallsins fagra, Helgafells.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég fæ mér ekki lengur morgunmat á virkum dögum til að spara tíma. Fyrsti kaffibollinn er því ekki fyrr en á kontórnum, en þá er líka tekið á því. Í bílnum er Storytel staðalbúnaður. Núna eru það Passíusálmarnir eftir Einar Kárason. Framhald af snilldarbókinni um Storm, en ég missti af þessum bókum þegar þær komu út á sínum tíma. Heppinn að hnjóta um þær núna. Einar er náttúrulega ótrúlega snjall sögumaður. Um helgar er dekur með mokka úr Bialetti.“ Getur þú nefnt atriði í eldamennsku sem þínir nánustu myndu segja að þú værir a) mjög góður í b) alveg vonlaus í? „Ég þyki gera sérdeilis góðan plokkfisk og vera lunkinn við stóra pottrétti. Ég er hins vegar frekar vonlaus í einhverju fíneríi. Nema náttúrlega Crème Brûlée, sem er minn „signature“ eftirréttur.“ Eggert viðurkennir að það sé kannski ekkert rosalega gáfulegt að búa í Mosó en starfa í 101. Að komast heim í sveitina við rætur Helgafells bæti það þó upp hversu langan tíma það tekur að komast á milli. Í vinnunni er verið að móta stefnu um sjálfbæra þróun en nýverið var stofnað Sjálfbært Ísland á vegum Forsætisráðuneytisins sem felur í sér samstarf allra ráðuneyta, Alþingi, sveitarfélaga, aðila á vinnumarkaði og ýmiss félagasamtök.Vísir/Hulda Margrét Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Við erum nýbúin að stofna Sjálfbært Ísland, sem mun móta stefnu um sjálfbæra þróun. Þetta felur í sér kröftugt samstarf allra ráðuneytanna, sem og við Alþingi, sveitarfélögin, aðila vinnumarkaðarins, og fjölda frjálsra félagasamtaka. Þar sem sjálfbærni er eitt aðaláhugamálið, er þetta mikill lukkupottur.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Allt fer í dagbókina. Ef það fer ekki þar inn, þá er hending ef það gerist. Síðan eru hefðbundnir verkefnalistar, en ég reyni að hafa allt eins einfalt og kostur. Sérstaklega þar sem minnið fer ekki batnandi með árunum og mikilvægt er að halda fókus á það mikilvæga.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Yfirleitt of seint, en reyni að ná því um ellefu leytið. Ég þarf góðan nætursvefn og reyni að sinna honum af samviskusemi. Takist það ekki er fátt sem góð síðdegiskría getur ekki bjargað, sérstaklega ef kvöldið býður upp á leikhús eða kóræfingu.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Hláturskast: „Ég lýsi því samt ekkert nánar til að vernda mannorð þeirra“ Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður og stjórnarformaður LEX, segist eiga frekar auðvelt með að fá hláturskast. Ekki síst yfir sínum eigin klaufaskap. Í haust grenjuðu hún og vinkonur hennar af hlátri yfir óvæntu atriði herranna sinna, sem Kristín segir þó ekki hægt að segja nánar frá. Því það þurfi hreinlega að vernda mannorð þeirra. 14. janúar 2023 10:01 Pokalaus: Með ost í frakkavasanum og skinkupakka í tölvutöskunni Kolbeinn Marteinsson, framkvæmdastjóri Athygli, hefur breyst frá því að vera B maður í algeran A mann. Hann segir alla menn sem nálgast miðjan aldur fussa og sveia reglulega yfir fréttamati fjölmiðla, rétt eins og einn karakterinn gerði í Áramótaskaupinu. Karakterinn sem Kolbeinn samsvaraði sig þó best við í skaupinu var pokalausa konan í búðinni. 7. janúar 2023 10:01 „Mér finnst ég eiginlega vera að svindla í lífinu!“ Eftir að Kolbrún Björnsdóttir leiðsögukona hætti í Bítinu á Bylgjunni hefur hún forðast að vakna mjög snemma á morgnana. Nema hún sé á leiðinni í flug. Kolbrún elskar starfið sitt, en segir vinnuna frekar fljótandi þar sem vinnutíminn er ekki fastur nema hún sé í göngu. 31. desember 2022 10:01 Bjarni gefur sjálfum sér 8,5 í einkunn fyrir jólagjafakaup fyrir frúna Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra segir margar góðar hugmyndir geta vaknað þegar hann fer í bað snemma á morgnana. Og sendir þá tölvupósta og skilaboð út um allar trissur eða hlustar á hlaðvarpsþátt. Bjarni vaknar snemma, sofnar snemma og segist standa sig vel í að velja jólagjafir fyrir frúna. 24. desember 2022 10:01 Leðurbuxur, hringur í nef og nafla og permanent en toppnum náð á fermingadaginn Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir myndlistarkona og kennari viðurkennir að hafa farið alla leið í tískunni sem unglingur. Permanent tólf ára, hringur í nefið og rakaði af sér hárið einhverjum árum síðar. Í unglingatískunni segist hún samt hafa toppað sjálfan sig á fermingardaginn. 17. desember 2022 10:01 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? Í kringum korter í sjö, enda nauðsynlegt að fara snemma af stað til að sleppa við umferðina ofan úr Mosó. Það er kannski ekkert sérlega snjallt að búa í 270 og vinna í 101, en nálægðin við fjöllin bætir það upp. Alltaf er endurnærandi að koma í sveitina í lok dags og lenda við rætur fjallsins fagra, Helgafells.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég fæ mér ekki lengur morgunmat á virkum dögum til að spara tíma. Fyrsti kaffibollinn er því ekki fyrr en á kontórnum, en þá er líka tekið á því. Í bílnum er Storytel staðalbúnaður. Núna eru það Passíusálmarnir eftir Einar Kárason. Framhald af snilldarbókinni um Storm, en ég missti af þessum bókum þegar þær komu út á sínum tíma. Heppinn að hnjóta um þær núna. Einar er náttúrulega ótrúlega snjall sögumaður. Um helgar er dekur með mokka úr Bialetti.“ Getur þú nefnt atriði í eldamennsku sem þínir nánustu myndu segja að þú værir a) mjög góður í b) alveg vonlaus í? „Ég þyki gera sérdeilis góðan plokkfisk og vera lunkinn við stóra pottrétti. Ég er hins vegar frekar vonlaus í einhverju fíneríi. Nema náttúrlega Crème Brûlée, sem er minn „signature“ eftirréttur.“ Eggert viðurkennir að það sé kannski ekkert rosalega gáfulegt að búa í Mosó en starfa í 101. Að komast heim í sveitina við rætur Helgafells bæti það þó upp hversu langan tíma það tekur að komast á milli. Í vinnunni er verið að móta stefnu um sjálfbæra þróun en nýverið var stofnað Sjálfbært Ísland á vegum Forsætisráðuneytisins sem felur í sér samstarf allra ráðuneyta, Alþingi, sveitarfélaga, aðila á vinnumarkaði og ýmiss félagasamtök.Vísir/Hulda Margrét Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Við erum nýbúin að stofna Sjálfbært Ísland, sem mun móta stefnu um sjálfbæra þróun. Þetta felur í sér kröftugt samstarf allra ráðuneytanna, sem og við Alþingi, sveitarfélögin, aðila vinnumarkaðarins, og fjölda frjálsra félagasamtaka. Þar sem sjálfbærni er eitt aðaláhugamálið, er þetta mikill lukkupottur.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Allt fer í dagbókina. Ef það fer ekki þar inn, þá er hending ef það gerist. Síðan eru hefðbundnir verkefnalistar, en ég reyni að hafa allt eins einfalt og kostur. Sérstaklega þar sem minnið fer ekki batnandi með árunum og mikilvægt er að halda fókus á það mikilvæga.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Yfirleitt of seint, en reyni að ná því um ellefu leytið. Ég þarf góðan nætursvefn og reyni að sinna honum af samviskusemi. Takist það ekki er fátt sem góð síðdegiskría getur ekki bjargað, sérstaklega ef kvöldið býður upp á leikhús eða kóræfingu.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Hláturskast: „Ég lýsi því samt ekkert nánar til að vernda mannorð þeirra“ Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður og stjórnarformaður LEX, segist eiga frekar auðvelt með að fá hláturskast. Ekki síst yfir sínum eigin klaufaskap. Í haust grenjuðu hún og vinkonur hennar af hlátri yfir óvæntu atriði herranna sinna, sem Kristín segir þó ekki hægt að segja nánar frá. Því það þurfi hreinlega að vernda mannorð þeirra. 14. janúar 2023 10:01 Pokalaus: Með ost í frakkavasanum og skinkupakka í tölvutöskunni Kolbeinn Marteinsson, framkvæmdastjóri Athygli, hefur breyst frá því að vera B maður í algeran A mann. Hann segir alla menn sem nálgast miðjan aldur fussa og sveia reglulega yfir fréttamati fjölmiðla, rétt eins og einn karakterinn gerði í Áramótaskaupinu. Karakterinn sem Kolbeinn samsvaraði sig þó best við í skaupinu var pokalausa konan í búðinni. 7. janúar 2023 10:01 „Mér finnst ég eiginlega vera að svindla í lífinu!“ Eftir að Kolbrún Björnsdóttir leiðsögukona hætti í Bítinu á Bylgjunni hefur hún forðast að vakna mjög snemma á morgnana. Nema hún sé á leiðinni í flug. Kolbrún elskar starfið sitt, en segir vinnuna frekar fljótandi þar sem vinnutíminn er ekki fastur nema hún sé í göngu. 31. desember 2022 10:01 Bjarni gefur sjálfum sér 8,5 í einkunn fyrir jólagjafakaup fyrir frúna Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra segir margar góðar hugmyndir geta vaknað þegar hann fer í bað snemma á morgnana. Og sendir þá tölvupósta og skilaboð út um allar trissur eða hlustar á hlaðvarpsþátt. Bjarni vaknar snemma, sofnar snemma og segist standa sig vel í að velja jólagjafir fyrir frúna. 24. desember 2022 10:01 Leðurbuxur, hringur í nef og nafla og permanent en toppnum náð á fermingadaginn Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir myndlistarkona og kennari viðurkennir að hafa farið alla leið í tískunni sem unglingur. Permanent tólf ára, hringur í nefið og rakaði af sér hárið einhverjum árum síðar. Í unglingatískunni segist hún samt hafa toppað sjálfan sig á fermingardaginn. 17. desember 2022 10:01 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Hláturskast: „Ég lýsi því samt ekkert nánar til að vernda mannorð þeirra“ Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður og stjórnarformaður LEX, segist eiga frekar auðvelt með að fá hláturskast. Ekki síst yfir sínum eigin klaufaskap. Í haust grenjuðu hún og vinkonur hennar af hlátri yfir óvæntu atriði herranna sinna, sem Kristín segir þó ekki hægt að segja nánar frá. Því það þurfi hreinlega að vernda mannorð þeirra. 14. janúar 2023 10:01
Pokalaus: Með ost í frakkavasanum og skinkupakka í tölvutöskunni Kolbeinn Marteinsson, framkvæmdastjóri Athygli, hefur breyst frá því að vera B maður í algeran A mann. Hann segir alla menn sem nálgast miðjan aldur fussa og sveia reglulega yfir fréttamati fjölmiðla, rétt eins og einn karakterinn gerði í Áramótaskaupinu. Karakterinn sem Kolbeinn samsvaraði sig þó best við í skaupinu var pokalausa konan í búðinni. 7. janúar 2023 10:01
„Mér finnst ég eiginlega vera að svindla í lífinu!“ Eftir að Kolbrún Björnsdóttir leiðsögukona hætti í Bítinu á Bylgjunni hefur hún forðast að vakna mjög snemma á morgnana. Nema hún sé á leiðinni í flug. Kolbrún elskar starfið sitt, en segir vinnuna frekar fljótandi þar sem vinnutíminn er ekki fastur nema hún sé í göngu. 31. desember 2022 10:01
Bjarni gefur sjálfum sér 8,5 í einkunn fyrir jólagjafakaup fyrir frúna Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra segir margar góðar hugmyndir geta vaknað þegar hann fer í bað snemma á morgnana. Og sendir þá tölvupósta og skilaboð út um allar trissur eða hlustar á hlaðvarpsþátt. Bjarni vaknar snemma, sofnar snemma og segist standa sig vel í að velja jólagjafir fyrir frúna. 24. desember 2022 10:01
Leðurbuxur, hringur í nef og nafla og permanent en toppnum náð á fermingadaginn Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir myndlistarkona og kennari viðurkennir að hafa farið alla leið í tískunni sem unglingur. Permanent tólf ára, hringur í nefið og rakaði af sér hárið einhverjum árum síðar. Í unglingatískunni segist hún samt hafa toppað sjálfan sig á fermingardaginn. 17. desember 2022 10:01