Vésteinn flytur heim og verður afreksstjóri ÍSÍ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. janúar 2023 13:56 Vésteinn, Ásmundur Einar og Lárus Blöndal skrifa hér undir samkomulag í Gautaborg. Vésteinn er með samning við ÍSÍ til næstu fimm ára. Vísir/vilhelm Mennta- og barnamálaráðuneytið og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands skrifuðu í dag undir samstarfssamning um stefnumörkun og uppbyggingu afreksíþróttastarfs á Íslandi. Þetta kom fram á blaðamannafundi ÍSÍ og Mennta- og baranamálaráðherra í Gautaborg í dag. Vésteinn Hafsteinsson mun verða ráðinn Afreksstjóri ÍSÍ og mun samhliða því leiða nýjan starfshóp Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks. Markmiðið er að umgjörð afreksíþróttastarfs verði eins og best verður á kosið þannig að afreksíþróttafólk okkar standi jafnfætis keppinautum sínum á alþjóðavísu. Vésteinn þekkir vel til þarfa afreksíþróttafólks, bæði sem þjálfari og fyrrverandi kringlukastari í fremstu röð. Vésteinn var valinn þjálfari ársins í Svíþjóð eftir að lærisveinar hans Daniel Ståhl og Simon Pettersson unnu gull og silfur á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2021. Hann hefur komið að fjölbreyttu íþróttastarfi í gegnum tíðina og þekkir umhverfið og fólkið vel. Vésteinn hefur starfað víða erlendis og er í dag starfandi hjá sænsku Ólympíunefndinni, en öll þessi reynsla mun nýtast í nýju starfi á Íslandi. Vésteinn er ráðinn til næstu fimm ára til að leiða umbótastarfið og fylgja eftir breytingartillögum starfshópsins í samvinnu við ráðuneytið og ÍSÍ, samhliða starfi sínu sem Afreksstjóri ÍSÍ. Starfshópi ráðuneytisins er ætlað að yfirfara og leggja til breytingar á umgjörð, löggjöf og öðru sem þurfa þykir til að stuðningur við afreksíþróttafólk hér á landi verði í fremstu röð. Honum er falið að skoða sérstaklega kostnaðarþátttöku keppenda og fjölskyldna þeirra í landsliðsstarfi og lýðréttindi afreksíþróttafólks innan almannatryggingakerfisins. Starfshópurinn er skipaður fulltrúum mennta- og barnamálaráðuneytisins, félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins og heilbrigðisráðuneytisins auk fulltrúa íþróttahreyfingarinnar og annarra haghafa. Stefnt er að því að hann ljúki störfum og skili ráðherra tillögum að breytingum fyrir 1. september nk. Starf afreksstjóra ÍSÍ felur í sér umsjón með Afreksstefnu ÍSÍ og ráðgjöf varðandi afreksstefnur sérsambanda ÍSÍ. Afreksstjóri ÍSÍ mun meðal annars vinna að framgangi Afreksíþróttamiðstöðvar ÍSÍ, undirbúningi íslenskra keppenda fyrir ólympíska viðburði og að markmiðasetningu í íslensku afreksíþróttastarfi til næstu ára. Rætt verður við Lárus Blöndal, forseta ÍSÍ og Véstein í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. ÍSÍ Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Fleiri fréttir Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sjá meira
Þetta kom fram á blaðamannafundi ÍSÍ og Mennta- og baranamálaráðherra í Gautaborg í dag. Vésteinn Hafsteinsson mun verða ráðinn Afreksstjóri ÍSÍ og mun samhliða því leiða nýjan starfshóp Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks. Markmiðið er að umgjörð afreksíþróttastarfs verði eins og best verður á kosið þannig að afreksíþróttafólk okkar standi jafnfætis keppinautum sínum á alþjóðavísu. Vésteinn þekkir vel til þarfa afreksíþróttafólks, bæði sem þjálfari og fyrrverandi kringlukastari í fremstu röð. Vésteinn var valinn þjálfari ársins í Svíþjóð eftir að lærisveinar hans Daniel Ståhl og Simon Pettersson unnu gull og silfur á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2021. Hann hefur komið að fjölbreyttu íþróttastarfi í gegnum tíðina og þekkir umhverfið og fólkið vel. Vésteinn hefur starfað víða erlendis og er í dag starfandi hjá sænsku Ólympíunefndinni, en öll þessi reynsla mun nýtast í nýju starfi á Íslandi. Vésteinn er ráðinn til næstu fimm ára til að leiða umbótastarfið og fylgja eftir breytingartillögum starfshópsins í samvinnu við ráðuneytið og ÍSÍ, samhliða starfi sínu sem Afreksstjóri ÍSÍ. Starfshópi ráðuneytisins er ætlað að yfirfara og leggja til breytingar á umgjörð, löggjöf og öðru sem þurfa þykir til að stuðningur við afreksíþróttafólk hér á landi verði í fremstu röð. Honum er falið að skoða sérstaklega kostnaðarþátttöku keppenda og fjölskyldna þeirra í landsliðsstarfi og lýðréttindi afreksíþróttafólks innan almannatryggingakerfisins. Starfshópurinn er skipaður fulltrúum mennta- og barnamálaráðuneytisins, félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins og heilbrigðisráðuneytisins auk fulltrúa íþróttahreyfingarinnar og annarra haghafa. Stefnt er að því að hann ljúki störfum og skili ráðherra tillögum að breytingum fyrir 1. september nk. Starf afreksstjóra ÍSÍ felur í sér umsjón með Afreksstefnu ÍSÍ og ráðgjöf varðandi afreksstefnur sérsambanda ÍSÍ. Afreksstjóri ÍSÍ mun meðal annars vinna að framgangi Afreksíþróttamiðstöðvar ÍSÍ, undirbúningi íslenskra keppenda fyrir ólympíska viðburði og að markmiðasetningu í íslensku afreksíþróttastarfi til næstu ára. Rætt verður við Lárus Blöndal, forseta ÍSÍ og Véstein í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
ÍSÍ Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Fleiri fréttir Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sjá meira