Goðsögn pönksins vill taka þátt í Eurovision Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 21. janúar 2023 16:00 Það kemur í ljós þ. 3. febrúar nk. hvort John Lydon og hljómsveit hans, Public Image Ltd. verða fulltrúar Írlands í Eurovision söngvakeppninni sem haldin verður í Liverpool laugardaginn 13. maí. Jonathan Brady/Getty Images Þjóðirnar 37 sem taka þátt í Eurovision söngvakeppninni í vor eru smám saman farnar að velja framlag sitt. Írland, sem hefur unnið keppnina 7 sinnum, eða oftar en nokkur önnur þjóð, velur framlag sitt í byrjun næsta mánaðar. Þar hefur einn keppandi algerlega stolið senunni og í raun reitt marga til reiði. Síðasti naglinn í líkkistu pönksins Gamlir pönkarar reyta síðustu hárin úr hausnum á sér og rífa öryggisnælurnar úr kinnunum á sér þessi dægrin yfir því sem þeir kalla síðasta naglann í líkkistu breska pönksins. Ástæðan er einföld. Lifandi goðsögn og ein af fyrstu stjörnum pönksins frá því um miðjan 8. áratuginn hefur gefið frá sér angurværa ballöðu sem hann vill að verði framlag Írlands í Eurovision söngvakeppninni í vor. „Hversdagsleg leiðindi“ Við erum að tala um ekki minni mann, en sjálfan Johnny Rotten, aðalforsprakka Sex Pistols, eða John Lydon, eins og hann heitir í dag. Lydon og hljómsveit hans Public Image Limited, sendi frá sér lagið Hawaii á dögunum. Dómur pönkkynslóðarinnar er vægðarlaus; „hryllingur“, „algjör skítur“, „hversdagsleg leiðindi“ og þaðan af verra. Hlustið og dæmið sjálf. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=UXwB0HqZDXg">watch on YouTube</a> Vill feta í fótspor ABBA og Friðriks Ómars Það er óhætt að segja að eitilharðir pönkarar og aðdáendur Sex Pistols hefðu ekki í sínum svörtustu martröðum getað ímyndað sér að söngvari hljómsveitarinnar, Johnny Rotten, myndi á sínum efri árum vilja feta í fótspor Abba, Céline Dion, Cliff Richards og Friðriks Ómars. En hvað veldur því að maður sem lengst af hefur boðað stjórnleysi og verið í stríði við kerfið, ákveður að taka þátt í Eurovision? Jú, fyrir því er ákveðin ástæða. Johnny Rotten segist vilja keppa fyrir hönd Írlands til þess að vekja fólk til meðvitundar og umhugsunar um Alzheimer. Lagið sé ástaróður hans til eiginkonu hans Noru Forster, en þau hafa verið gift í 44 ár, síðan 1979. Hún greindist með Alzheimer fyrir 5 árum og síðan þá hefur Lydon gert lítið annað en að sinna konu sinni. Er ekki spáð sigri Það kemur í ljós þann 3. febrúar hvort írska þjóðin velur holdgerving ræflarokksins til þess að freista þess að landa 8. sigri Írlands í Eurovision í Liverpool þann 13 maí í vor, en engin þjóð hefur unnið keppnina oftar. Það er þó ennþá langt í mark fyrir John Lydon og Public Image Ltd., lagið hefur fengið afleita dóma og er spáð lélegu gengi. Eurovision Írland Tengdar fréttir Johnny Rotten berst um þátttökuseðilinn í Eurovision Svo gæti farið að Johnny Rotten, söngvari bresku pönksveitarinnar Sex Pistols á árum áður, verði á stóra sviðinu í Liverpool í maí þegar Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram. 9. janúar 2023 15:08 Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira
Síðasti naglinn í líkkistu pönksins Gamlir pönkarar reyta síðustu hárin úr hausnum á sér og rífa öryggisnælurnar úr kinnunum á sér þessi dægrin yfir því sem þeir kalla síðasta naglann í líkkistu breska pönksins. Ástæðan er einföld. Lifandi goðsögn og ein af fyrstu stjörnum pönksins frá því um miðjan 8. áratuginn hefur gefið frá sér angurværa ballöðu sem hann vill að verði framlag Írlands í Eurovision söngvakeppninni í vor. „Hversdagsleg leiðindi“ Við erum að tala um ekki minni mann, en sjálfan Johnny Rotten, aðalforsprakka Sex Pistols, eða John Lydon, eins og hann heitir í dag. Lydon og hljómsveit hans Public Image Limited, sendi frá sér lagið Hawaii á dögunum. Dómur pönkkynslóðarinnar er vægðarlaus; „hryllingur“, „algjör skítur“, „hversdagsleg leiðindi“ og þaðan af verra. Hlustið og dæmið sjálf. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=UXwB0HqZDXg">watch on YouTube</a> Vill feta í fótspor ABBA og Friðriks Ómars Það er óhætt að segja að eitilharðir pönkarar og aðdáendur Sex Pistols hefðu ekki í sínum svörtustu martröðum getað ímyndað sér að söngvari hljómsveitarinnar, Johnny Rotten, myndi á sínum efri árum vilja feta í fótspor Abba, Céline Dion, Cliff Richards og Friðriks Ómars. En hvað veldur því að maður sem lengst af hefur boðað stjórnleysi og verið í stríði við kerfið, ákveður að taka þátt í Eurovision? Jú, fyrir því er ákveðin ástæða. Johnny Rotten segist vilja keppa fyrir hönd Írlands til þess að vekja fólk til meðvitundar og umhugsunar um Alzheimer. Lagið sé ástaróður hans til eiginkonu hans Noru Forster, en þau hafa verið gift í 44 ár, síðan 1979. Hún greindist með Alzheimer fyrir 5 árum og síðan þá hefur Lydon gert lítið annað en að sinna konu sinni. Er ekki spáð sigri Það kemur í ljós þann 3. febrúar hvort írska þjóðin velur holdgerving ræflarokksins til þess að freista þess að landa 8. sigri Írlands í Eurovision í Liverpool þann 13 maí í vor, en engin þjóð hefur unnið keppnina oftar. Það er þó ennþá langt í mark fyrir John Lydon og Public Image Ltd., lagið hefur fengið afleita dóma og er spáð lélegu gengi.
Eurovision Írland Tengdar fréttir Johnny Rotten berst um þátttökuseðilinn í Eurovision Svo gæti farið að Johnny Rotten, söngvari bresku pönksveitarinnar Sex Pistols á árum áður, verði á stóra sviðinu í Liverpool í maí þegar Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram. 9. janúar 2023 15:08 Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira
Johnny Rotten berst um þátttökuseðilinn í Eurovision Svo gæti farið að Johnny Rotten, söngvari bresku pönksveitarinnar Sex Pistols á árum áður, verði á stóra sviðinu í Liverpool í maí þegar Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram. 9. janúar 2023 15:08