Næst ræðir Kristján við Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur sem er m.a. pistlahöfundur á Fréttablaðinu en líka framkvæmdastjóri Almannaróms og fyrrverandi stjórnmálakona. Þau munu skoða það hvernig fjallað er um konur á opinberum vettvangi, hvort þær megi enn búa við erfiðari og bitrari umfjöllun en karlar sbr. t.d. umfjöllun formann Samfylkingar nýverið í VB og mörg önnur dæmi af svipuðum toga.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins verður einnig hjá Kristjáni og mun þeir ræða glærumálið mikla, það sem hann telur pólitíska innrætingu í skólum, pólitísk afskipti af kennslu og kennurum og fleira í þeim dúr auk þess að drepa á fleiri mál sem eru ofarlega á baugi ef tími vinnst til.
Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður verður einnig í þættinum og ræðir um hugtakið hatursorðræða sem hann hefur haft efasemdir um, bæði merkingu og notagildi.
Sprengisandur hefst klukkan tíu og má hlusta á þáttinn í spilaranum hér að neðan.