Íslenskir fjárfestar leggja Alvotech til um tuttugu milljarða króna
Íslenska líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech, verðmætasta félagið í Kauphöllinni, hefur klárað lokað hlutafjárútboð sem var beint að innlendum fjárfestum fyrir jafnvirði um 19,6 milljarða króna, en tæplega þriðjungur þeirrar upphæðar kemur frá lífeyrissjóðum. Forstjóri Alvotech segir „mjög ólíklegt“ að bandaríska lyfjaeftirlitið muni koma með þannig athugasemdir í endurúttekt sinni á verksmiðju félagsins að einhverjar tafir verði á að það fái samþykkt markaðsleyfi vestanhafs 1. júlí næstkomandi fyrir sitt stærsta lyf.
Tengdar fréttir
Alvotech fær tíu milljarða fjármögnun til að greiða niður lán frá Alvogen
Alvotech hefur gengið frá tíu milljarða króna fjármögnun, jafnvirði um 59,7 milljón Bandaríkjadala, í formi víkjandi skuldabréfa með breytirétti í almenn hlutabréf í Alvotech.