Bara útlendingafrumvarp á dagskrá: „Alveg ljóst að margir hyggjast taka til máls“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. janúar 2023 12:01 Birgir Ármansson forseti Alþingis vísir/VIlhelm Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er eina málið á dagskrá á fyrsta þingfundi ársins í dag og forseti Alþingis gerir jafnvel ráð fyrir að þannig verði það áfram í vikunni. Það stefnir í mikil átök en þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa sagt að frumvarpið megi ekki samþykkja óbreytt. Þingfundum var frestað 16. desember fyrir jól og því er meira en mánuður síðan Alþingi kom síðast saman. Fyrsta og eina mál á dagskrá í dag, fyrir utan óundirbúinn fyrirspurnartíma, er útlendingafrumvarpið. Miðað við það sem á undan er gengið reiknar Birgir Ármansson, forseti Alþingis, með löngum umræðum. Hann segir þurfa að koma í ljós hvort þetta verði eina málið á dagskrá í fleiri daga. „Við verðum að sjá þetta frá degi til dags en það er alveg ljóst að það eru margir sem hyggjast taka til máls í þessu,“ segir Birgir. Þetta er líklega hárrétt metið hjá forseta Alþingis þar sem þingmenn Samfylkingar hafa meðal annars sagt að frumvarpinu megi ekki hleypa óbreyttu í gegn og til dæmis talið að ákvæði sem felur í sér að réttur hælisleitenda til ýmissar grunnþjónustu fellur niður þrjátíu dögum eftir synjun feli í sér mannréttindabrot. Þá fóru Píratar í málþóf fyrir jól til að koma frumvarpinu af dagskrá. Ekki er því óvarlegt að gera ráð fyrir löngum þingfundum á næstunni. En Birgir segir fleiri stór mál á dagskrá, sem ýmist er búið að afgreiða úr nefndum eða á lokametrunum þar. „Eins og tillaga forsætisráðherra um breytingar á þjóðaröyggisstefnu. Og þegar líður á vorið geri ég ráð fyrir að efnahagsumræðan verði stærri hluti af þessu. Það kemur alltaf hér á vorin inn tillaga um breytingar ár fjármálaáætlun og þá er tekist á um meginlínur í sambandi við ríkisfjármálin og efnahagsstjórn.“ Fyrir jól hafi málin þróast þannig að töluvert af stjórnarfrumvörpum hafi enn beðið fyrstu umræðu fyrir þinghlé. Nú sé unnið að því að koma öllu á dagskrá á góðum tíma. „Eins og jafnan reynum við að dreifa álaginu þannig að það safnist ekki allt saman á síðustu vikum vorsins. Þannig að við sem erum að skipuleggja störf þingsins erum að reyna passa upp á að mál komi nægilega snemma fram til að þau fái viðhlítandi umfjöllun,“ segir Birgir. Alþingi Hælisleitendur Flóttamenn Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Þingfundum var frestað 16. desember fyrir jól og því er meira en mánuður síðan Alþingi kom síðast saman. Fyrsta og eina mál á dagskrá í dag, fyrir utan óundirbúinn fyrirspurnartíma, er útlendingafrumvarpið. Miðað við það sem á undan er gengið reiknar Birgir Ármansson, forseti Alþingis, með löngum umræðum. Hann segir þurfa að koma í ljós hvort þetta verði eina málið á dagskrá í fleiri daga. „Við verðum að sjá þetta frá degi til dags en það er alveg ljóst að það eru margir sem hyggjast taka til máls í þessu,“ segir Birgir. Þetta er líklega hárrétt metið hjá forseta Alþingis þar sem þingmenn Samfylkingar hafa meðal annars sagt að frumvarpinu megi ekki hleypa óbreyttu í gegn og til dæmis talið að ákvæði sem felur í sér að réttur hælisleitenda til ýmissar grunnþjónustu fellur niður þrjátíu dögum eftir synjun feli í sér mannréttindabrot. Þá fóru Píratar í málþóf fyrir jól til að koma frumvarpinu af dagskrá. Ekki er því óvarlegt að gera ráð fyrir löngum þingfundum á næstunni. En Birgir segir fleiri stór mál á dagskrá, sem ýmist er búið að afgreiða úr nefndum eða á lokametrunum þar. „Eins og tillaga forsætisráðherra um breytingar á þjóðaröyggisstefnu. Og þegar líður á vorið geri ég ráð fyrir að efnahagsumræðan verði stærri hluti af þessu. Það kemur alltaf hér á vorin inn tillaga um breytingar ár fjármálaáætlun og þá er tekist á um meginlínur í sambandi við ríkisfjármálin og efnahagsstjórn.“ Fyrir jól hafi málin þróast þannig að töluvert af stjórnarfrumvörpum hafi enn beðið fyrstu umræðu fyrir þinghlé. Nú sé unnið að því að koma öllu á dagskrá á góðum tíma. „Eins og jafnan reynum við að dreifa álaginu þannig að það safnist ekki allt saman á síðustu vikum vorsins. Þannig að við sem erum að skipuleggja störf þingsins erum að reyna passa upp á að mál komi nægilega snemma fram til að þau fái viðhlítandi umfjöllun,“ segir Birgir.
Alþingi Hælisleitendur Flóttamenn Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira