Gekk matarlaus og svefnlaus að Machu Picchu vegna mótmæla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. janúar 2023 23:19 Inga Björk Sólnes rétt komst til Machu Picchu áður en svæðinu var lokað. Aðsend Machu Picchu, einum vinsælasta ferðamannastað Perú, var lokað um helgina vegna yfirstandandi mótmæla gegn nýjum forseta landsins. Íslendingur í Perú segir mótmælin hafa víðtæk áhrif og ljóst að mikill ójöfnuður ríki í landinu. Mikil mótmæli hafa verið í perúsku höfuðborginni Líma undanfarna daga vegna óánægju landsbyggðarbúa með Dina Boluarte, nýjan forseta landsins. Mótmælendur hafa beitt skyndi- og allsherjarverkföllum til að láta fyrir sér finna og hefur til dæmis alþjóðaflugvellinum í Kúskó verið lokað að hluta og sitja nú hundruð erlendra ferðamanna föst. „Það eru búin að vera endalaus skemmdarverk á lestarteinum og búið að vera að gera við og opna og loka en núna, 22. janúar var öllu skellt í lás og ekki víst hvenær opnar aftur,“ segir Inga Björk Sólnes, ferðalangur. Inga og dóttir hennar voru með þeim síðustu sem fengu að fara að Machu Picchu en ferðalagið gekk á afturfótunum. Hópnum var skóflað upp í rútu klukkan sjö um kvöld og ekið alla nóttina. Þegar að næsta bæ við menningarperluna var komið átti að bjóða upp á morgunverð en allt lokað vegna mótmælanna. „Þannig við vorum svefnlausar, matarlausar og þurftum að ganga tíu kílómetra að Aguas Calientes. Síðan þurftum við að ganga tæpa tvo kílómetra upp að innganginum að þessu svæði,“ segir Inga. Þær hafi þurft að breyta ferðalaginu heilmikið og spila eftir eyranu vegna aðstæðna. Sérstaklega hafi verið erfitt að komast á fátækari svæði. „Það er náttúrulega gríðarlegur ójöfnuður hérna og maður finnur að það er mjög þung undiralda.“ Perú Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Yfirvöld loka Machu Picchu vegna mótmælanna Stjórnvöld í Perú hafa lokað einum vinsælasta ferðamannastað landins, Machu Picchu, vegna yfirstandandi mótmæla gegn nýjum forseta landsins. Þau segja ákvörðunina tekna til að vernda ferðamenn og almenna borgara. 23. janúar 2023 09:12 Reka mexíkóska sendiherrann úr landi fyrir afskipti Stjórnvöld í Perú hafa gert mexíkóska sendiherranum að yfirgefa landið innan þriggja sólarhringa eftir að Mexíkó veitti fjölskyldu Pedro Castillo, fyrrverandi forseta, hæli. Castillo er sakaður um að hafa reynt að hefja uppreisn. 21. desember 2022 15:05 Lýsa yfir neyðarlögum vegna mótmælanna í Perú Ný ríkisstjórn Perú lýsti í dag yfir neyðarlögum vegna ofbeldisfullra mótmæla sem brutust út eftir að Pedro Castillo forseti var vikið úr embætti í síðustu viku. Lögregla fær auknar valdheimildir með lögunum og samkomufrelsi er afnumið. 14. desember 2022 20:16 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Mikil mótmæli hafa verið í perúsku höfuðborginni Líma undanfarna daga vegna óánægju landsbyggðarbúa með Dina Boluarte, nýjan forseta landsins. Mótmælendur hafa beitt skyndi- og allsherjarverkföllum til að láta fyrir sér finna og hefur til dæmis alþjóðaflugvellinum í Kúskó verið lokað að hluta og sitja nú hundruð erlendra ferðamanna föst. „Það eru búin að vera endalaus skemmdarverk á lestarteinum og búið að vera að gera við og opna og loka en núna, 22. janúar var öllu skellt í lás og ekki víst hvenær opnar aftur,“ segir Inga Björk Sólnes, ferðalangur. Inga og dóttir hennar voru með þeim síðustu sem fengu að fara að Machu Picchu en ferðalagið gekk á afturfótunum. Hópnum var skóflað upp í rútu klukkan sjö um kvöld og ekið alla nóttina. Þegar að næsta bæ við menningarperluna var komið átti að bjóða upp á morgunverð en allt lokað vegna mótmælanna. „Þannig við vorum svefnlausar, matarlausar og þurftum að ganga tíu kílómetra að Aguas Calientes. Síðan þurftum við að ganga tæpa tvo kílómetra upp að innganginum að þessu svæði,“ segir Inga. Þær hafi þurft að breyta ferðalaginu heilmikið og spila eftir eyranu vegna aðstæðna. Sérstaklega hafi verið erfitt að komast á fátækari svæði. „Það er náttúrulega gríðarlegur ójöfnuður hérna og maður finnur að það er mjög þung undiralda.“
Perú Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Yfirvöld loka Machu Picchu vegna mótmælanna Stjórnvöld í Perú hafa lokað einum vinsælasta ferðamannastað landins, Machu Picchu, vegna yfirstandandi mótmæla gegn nýjum forseta landsins. Þau segja ákvörðunina tekna til að vernda ferðamenn og almenna borgara. 23. janúar 2023 09:12 Reka mexíkóska sendiherrann úr landi fyrir afskipti Stjórnvöld í Perú hafa gert mexíkóska sendiherranum að yfirgefa landið innan þriggja sólarhringa eftir að Mexíkó veitti fjölskyldu Pedro Castillo, fyrrverandi forseta, hæli. Castillo er sakaður um að hafa reynt að hefja uppreisn. 21. desember 2022 15:05 Lýsa yfir neyðarlögum vegna mótmælanna í Perú Ný ríkisstjórn Perú lýsti í dag yfir neyðarlögum vegna ofbeldisfullra mótmæla sem brutust út eftir að Pedro Castillo forseti var vikið úr embætti í síðustu viku. Lögregla fær auknar valdheimildir með lögunum og samkomufrelsi er afnumið. 14. desember 2022 20:16 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Yfirvöld loka Machu Picchu vegna mótmælanna Stjórnvöld í Perú hafa lokað einum vinsælasta ferðamannastað landins, Machu Picchu, vegna yfirstandandi mótmæla gegn nýjum forseta landsins. Þau segja ákvörðunina tekna til að vernda ferðamenn og almenna borgara. 23. janúar 2023 09:12
Reka mexíkóska sendiherrann úr landi fyrir afskipti Stjórnvöld í Perú hafa gert mexíkóska sendiherranum að yfirgefa landið innan þriggja sólarhringa eftir að Mexíkó veitti fjölskyldu Pedro Castillo, fyrrverandi forseta, hæli. Castillo er sakaður um að hafa reynt að hefja uppreisn. 21. desember 2022 15:05
Lýsa yfir neyðarlögum vegna mótmælanna í Perú Ný ríkisstjórn Perú lýsti í dag yfir neyðarlögum vegna ofbeldisfullra mótmæla sem brutust út eftir að Pedro Castillo forseti var vikið úr embætti í síðustu viku. Lögregla fær auknar valdheimildir með lögunum og samkomufrelsi er afnumið. 14. desember 2022 20:16