Alltof algengt að hvalir drepist við að festast í veiðarfærum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. janúar 2023 20:32 Edda Elísabet Magnúsdóttir, sjávarlíffræðingur, segir allt of marga hvali drepast við að festast í veiðarfærum við strendur Íslands. Einn til tveir hvalir drepast árlega við Ísland vegna þessa. Vísir/Egill Alltof algengt er að hvalir hafi drepist við það að festast í veiðarfærum við Íslandsstrendur. Þetta segir hvalasérfræðingur, en ungur hnúfubakur fannst dauður með veiðarfæri vafinn um hausinn úti fyrir Njarðvík um helgina. Myndir af hvalshræinu voru teknar á sunnudag, þar sem það rak í sjónum fyrir utan Njarðvík. Á myndunum má sjá veiðarfæri, sem höfðu flækst um haus dýrsins, og drógu hann að öllum líkindum til dauða. „Það hefur algjörlega hindrað hann í að geta veitt. Það kannski hefur ekki endilega alveg lokað fyrir öndunarveginn á honum en smátt og smátt gefst hann upp og drukknar. Svo hann hlýtur ansi slæman dauðdaga þessi ungi hvalur,“ segir Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur. Athygli vakti að fjórir fullvaxta hnúfubakar syntu i nágrenni við hvalshræið sem Edda segir ekki óeðlilegt. „Þeir eru mjög forvitnir um hvern annan, þeir eru miklar félagsverur. Það eru sífellt fleiri dæmi um að hnúfubakar aðstoði aðrar lífverur í háska,“ segir Edda. Atvik á borð við þetta séu allt of algeng við Íslandsstrendur en rannsóknir sýna að um tuttugu prósent hnúfubaka við ísland hafi lent í veiðarfærum. „Veiðarfæri og rusl í sjónum hefur aukist gríðarlega í sjónum síðustu áratugi á sama tíma og stofninn er að vinna sig aftur upp. Hér er ný ógn fyrir þessi dýr og virðist taka töluvert af dýrum á ári.“ Grípa þurfi til aðgerða fyrir þennan stofn sem áður hefur verið í útrýmingarhættu. „Það er mikilvægt að við horfum á þessi tilfelli sem rauð flögg. Þetta er alvarlegt, þetta er eitthvað sem við þurfum að mæta. Þetta er ein af helstu dánarorsökum stórra hvala í heiminum í dag,“segir Edda. „Það er okkar sök að þessi dýr eru að lenda í þessum aðstæðum og allt of oft.“ Dýr Umhverfismál Sjávarútvegur Reykjanesbær Tengdar fréttir Hvalur flæktist í hengingaról Hræ af hvalskálfi vakti athygli vegfaranda við ströndina við Innri Njarðvík í gær. Hvalurinn virðist hafa hafa flækst í línu af veiðarfærum og hlotið slæman dauðdaga. 22. janúar 2023 19:31 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Myndir af hvalshræinu voru teknar á sunnudag, þar sem það rak í sjónum fyrir utan Njarðvík. Á myndunum má sjá veiðarfæri, sem höfðu flækst um haus dýrsins, og drógu hann að öllum líkindum til dauða. „Það hefur algjörlega hindrað hann í að geta veitt. Það kannski hefur ekki endilega alveg lokað fyrir öndunarveginn á honum en smátt og smátt gefst hann upp og drukknar. Svo hann hlýtur ansi slæman dauðdaga þessi ungi hvalur,“ segir Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur. Athygli vakti að fjórir fullvaxta hnúfubakar syntu i nágrenni við hvalshræið sem Edda segir ekki óeðlilegt. „Þeir eru mjög forvitnir um hvern annan, þeir eru miklar félagsverur. Það eru sífellt fleiri dæmi um að hnúfubakar aðstoði aðrar lífverur í háska,“ segir Edda. Atvik á borð við þetta séu allt of algeng við Íslandsstrendur en rannsóknir sýna að um tuttugu prósent hnúfubaka við ísland hafi lent í veiðarfærum. „Veiðarfæri og rusl í sjónum hefur aukist gríðarlega í sjónum síðustu áratugi á sama tíma og stofninn er að vinna sig aftur upp. Hér er ný ógn fyrir þessi dýr og virðist taka töluvert af dýrum á ári.“ Grípa þurfi til aðgerða fyrir þennan stofn sem áður hefur verið í útrýmingarhættu. „Það er mikilvægt að við horfum á þessi tilfelli sem rauð flögg. Þetta er alvarlegt, þetta er eitthvað sem við þurfum að mæta. Þetta er ein af helstu dánarorsökum stórra hvala í heiminum í dag,“segir Edda. „Það er okkar sök að þessi dýr eru að lenda í þessum aðstæðum og allt of oft.“
Dýr Umhverfismál Sjávarútvegur Reykjanesbær Tengdar fréttir Hvalur flæktist í hengingaról Hræ af hvalskálfi vakti athygli vegfaranda við ströndina við Innri Njarðvík í gær. Hvalurinn virðist hafa hafa flækst í línu af veiðarfærum og hlotið slæman dauðdaga. 22. janúar 2023 19:31 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Hvalur flæktist í hengingaról Hræ af hvalskálfi vakti athygli vegfaranda við ströndina við Innri Njarðvík í gær. Hvalurinn virðist hafa hafa flækst í línu af veiðarfærum og hlotið slæman dauðdaga. 22. janúar 2023 19:31