Tamoxifen Mylan ófáanlegt að minnsta kosti fram á mitt ár Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. janúar 2023 12:22 Lyfjaskortur hefur margsinnis komið upp á Íslandi síðustu ár, meðal annars skortur á krabbameinslyfjum. Þetta er til að mynda ekki í fyrsta sinn sem Tamoxifen Mylan er ófáanlegt hér á landi. Krabbameinslyfið Tamoxifen Mylan 20 mg. hefur verið ófáanlegt á landinu síðan 25. apríl í fyrra. Lyfið er meðal annars notað við brjóstakrabbameini og til draga úr líkum á endurkomu þess en það er ekki væntanlegt aftur til landsins fyrr en mögulega um mitt ár. Fjallað er um lyfjaskortinn í minnisblaði frá heilbrigðisráðuneytinu en um er að ræða svar ráðuneytisins við fyrirspurn velferðarnefndar Alþingis frá 18. janúar síðastliðnum. Skorturinn hefur valdið nokkrum kvíða hjá sjúklingum hér á landi og vildi nefndin fá að vita hvers vegna lyfið hefði ekki verið fáanlegt, til hvaða úrræða hefði verið gripið og hvenær búast mætti við að lyfið yrði fáanlegt á ný. Í minnisblaðinu segir að lyfið sé flutt inn til Íslands frá Danmörku af Icepharma. Þar hafi verið birgðaskortur, þar sem yfirvöld hefðu neitað að heimila sölu lyfsins eftir að pakkningum var breytt. Þykja nýju pakkningarnar ekki uppfylla gæðakröfur um rekjanleika pakkninga. „Icepharma hefur unnið að því að leita allra leiða til að fá birgðir frá markaðsleyfishafa og er í stöðugum samskiptum vegna þessa. Markaðsleyfishafinn hefur ekki getað gefið nákvæma dagsetningu á næstu sendingu en vonast er eftir að það verði um mitt þetta ár,“ segir í minnisblaðinu. Þá segir að jafnvel þótt Tamoxifen frá Mylan sé ófáanlegt þá hafi verið hægt að fá tamoxifen frá öðrum framleiðendum. Lyfjastofnun hefði til að mynda í ágúst síðastliðnum heimilað lyfjafræðingum í apótekum að breyta lyfjaávísunum lækna fyrir Tamoxifen Mylan í undanþágulyfið Tamoxifen 20 mg. „Til viðbótar við þetta undanþágulyf eru þrjár aðrar tegundir af tamoxifen fáanlegar hjá heildsala til að koma til móts við þá lyfjanotendur sem ekki geta nýtt sér ofangreint undanþágulyf. Á Landspítalanum hefur undanþágulyfið Tamoxifen Sandoz 20 mg. 100 stk. og Tamoxifen Wockhard 10 mg. 30 stk. og 20 mg. 30 stk. verið afgreitt til sjúklinga.“ Lyfjaskortur hefur margsinnis komið upp á Íslandi síðustu ár, meðal annars skortur á krabbameinslyfjum. Þetta er til að mynda ekki í fyrsta sinn sem Tamoxifen Mylan er ófáanlegt hér á landi. Þá ber að geta þess að það getur valdið sjúklingum vandræðum þegar ákveðið lyf fæst ekki, jafnvel þótt sambærilegt lyf sé í boði, þar sem aukaverkanir geta komið fram vegna annarra innihaldsefna. Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Fjallað er um lyfjaskortinn í minnisblaði frá heilbrigðisráðuneytinu en um er að ræða svar ráðuneytisins við fyrirspurn velferðarnefndar Alþingis frá 18. janúar síðastliðnum. Skorturinn hefur valdið nokkrum kvíða hjá sjúklingum hér á landi og vildi nefndin fá að vita hvers vegna lyfið hefði ekki verið fáanlegt, til hvaða úrræða hefði verið gripið og hvenær búast mætti við að lyfið yrði fáanlegt á ný. Í minnisblaðinu segir að lyfið sé flutt inn til Íslands frá Danmörku af Icepharma. Þar hafi verið birgðaskortur, þar sem yfirvöld hefðu neitað að heimila sölu lyfsins eftir að pakkningum var breytt. Þykja nýju pakkningarnar ekki uppfylla gæðakröfur um rekjanleika pakkninga. „Icepharma hefur unnið að því að leita allra leiða til að fá birgðir frá markaðsleyfishafa og er í stöðugum samskiptum vegna þessa. Markaðsleyfishafinn hefur ekki getað gefið nákvæma dagsetningu á næstu sendingu en vonast er eftir að það verði um mitt þetta ár,“ segir í minnisblaðinu. Þá segir að jafnvel þótt Tamoxifen frá Mylan sé ófáanlegt þá hafi verið hægt að fá tamoxifen frá öðrum framleiðendum. Lyfjastofnun hefði til að mynda í ágúst síðastliðnum heimilað lyfjafræðingum í apótekum að breyta lyfjaávísunum lækna fyrir Tamoxifen Mylan í undanþágulyfið Tamoxifen 20 mg. „Til viðbótar við þetta undanþágulyf eru þrjár aðrar tegundir af tamoxifen fáanlegar hjá heildsala til að koma til móts við þá lyfjanotendur sem ekki geta nýtt sér ofangreint undanþágulyf. Á Landspítalanum hefur undanþágulyfið Tamoxifen Sandoz 20 mg. 100 stk. og Tamoxifen Wockhard 10 mg. 30 stk. og 20 mg. 30 stk. verið afgreitt til sjúklinga.“ Lyfjaskortur hefur margsinnis komið upp á Íslandi síðustu ár, meðal annars skortur á krabbameinslyfjum. Þetta er til að mynda ekki í fyrsta sinn sem Tamoxifen Mylan er ófáanlegt hér á landi. Þá ber að geta þess að það getur valdið sjúklingum vandræðum þegar ákveðið lyf fæst ekki, jafnvel þótt sambærilegt lyf sé í boði, þar sem aukaverkanir geta komið fram vegna annarra innihaldsefna.
Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira