Upplifði flóðin fyrir fjörutíu árum síðan: „Þetta ýfir upp gömul sár“ Bjarki Sigurðsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 26. janúar 2023 15:56 Gísli Sverrisson segir flóðið á Patreksfirði hafa ýft upp gömul sár. Aðsend/Elfar Steinn Íbúi á Patreksfirði sem upplifið krapaflóðin fyrir fjörutíu árum síðan segir flóðið í dag hafa ýft upp gömul sár. Bæjarstjórinn segir íbúa vera skelkaða og að hlutirnir hefðu getað farið verr hefði flóðið átt sér stað tveimur klukkutímum áður. Krapaflóð féll á Patreksfirði í dag rétt rúmlega fjörutíu árum eftir að mannskæð krapaflóð féllu á bæinn úr sama gili. Engan sakaði og urðu engar skemmdir á húsum en hættustigi Almannavarna var lýst yfir um tíma. Gísli Sverrisson, íbúi á Patreksfirði, ræddi við útvarpsmanninn Gústa B um flóðin. „Þetta er bara slæm áminning á því hve náttúruöflin eru öflug og við ráðum ekkert við þau. Það eru margar tilfinningar í gangi, bæði hræðsla og áhyggjur af fólkinu í bænum. Öllu því sem er í kring. Maður er alltaf jafn þakklátur fyrir það hversu öflugir viðbragðsaðilar eru. Þau voru mjög fljót að bregðast við. Ég get varla lýst því hvaða tilfinningar eru að berjast í mér, þær eru mjög margar,“ segir Gísli. Klippa: Viðtal við íbúa á Patreksfirði Hann var lítill strákur þegar flóðin féllu á bæinn árið 1983 en man þó vel eftir þeim. Hann frétti af flóðinu þegar eiginkona hans hringdi í hann en hún starfar á bæjarskrifstofunni sem er við hliðina á þar sem flóðið féll. „Þá var alveg óljóst hvað þetta væri stórt eða hvað væri að gerast þannig séð. Hún sendi mér myndband af því hvað þetta var. Ég fæ svona hræðslukast og allt það, vildi fá hana í burtu alveg um leið, sækja strákinn minn í skólann og allt það. Það voru mín fyrstu viðbrögð. Þetta ýfir upp gömul sár. Ég var lítill snáði þegar krapaflóðin fóru hér fyrir fjörutíu árum síðan og man vel eftir því. Þetta ýfir upp sárin og minningar,“ segir Gísli. Klippa: Krapaflóð féll á Patreksfirði Töldu að verið væri að skafa göturnar Patreksfjörður tilheyrir Vesturbyggð og segir Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, að hún hafi fyrst talið að verið væri að skafa af götum bæjarins þegar flóðið átti sér stað. Starfsmenn bæjarskrifstofunnar voru þó fljótir að átta sig á því að það væri krapaflóð að renna niður Geirseyrargil og fóru viðbragðsaðilar strax í málin. „Það varð enginn fyrir flóðinu. Ef þetta hefði verið klukkan átta í morgun þá hefði þetta verið á mjög slæmum tíma. Þá eru krakkar að fara í skólann og fólk á leið í bíl í vinnu. Sem betur fer varð enginn fyrir flóðinu en það hefði getað verið verra. Flóðið lenti á bílum hérna á Aðalstrætinu sem stoppaði flóðið aðeins, kom í veg fyrir að það yrðu skemmdir á húsinu fyrir neðan. Flóðið lenti á húsi í bænum,“ segir Þórdís í samtali við fréttastofu. Þórdís Sif Sigurðardóttir mer bæjarstjóri Vesturbyggðar. Aðsend Mikilvægt að ræða málin Rauði krossinn var með viðveru í safnaðarheimili bæjarins eftir að flóðið féll en Þórdís segir það vera í takt við það sem rætt var á minningarathöfn um krapaflóðin 1983 sem fór fram núna á sunnudaginn. Íbúar ræddu um að engin áfallahjálp hafi verið í boði og að mikilvægt væri að fólk gæti unnið í sínum málum og rætt um þau. „Rauði Krossinn ætlar að vera með opið í einhvern tíma, bara til þess að taka á móti fólki og spjalla ef þeim líður þannig. Fólk er skelkað, það er áfall að flóðin verða. Það eru ekki komnar ofanflóðavarnir hérna fyrir ofan þar sem flóðið féll,“ segir Þórdís en Ofanflóðasjóður fer nú með frumathugun á varnarkostum á svæðinu. Áætlað er að ráðist verði í ofanflóðavarnaframkvæmdir 2024 til 2028 en það er háð því að fjármagn fáist í varnirnar. Ofanflóðasérfræðingar Veðurstofunnar fóru yfir málin ásamt viðbragðsaðilum. Elfar Steinn Einnig flóð á Bíldudal Einnig urðu önnur flóð í Vesturbyggð í dag, tvö á Bíldudal og eitt í Raknadalshlíð. Keyra þarf um veginn við Raknadalshlíð til að komast til og frá Patreksfirði en leiðinni hefur nú verið lokað vegna flóðsins. „Þetta var frekar stórt flóð. Það er bara í miðri hlíð ekki í gili þannig það er ákveðin hætta þar líka. Svo voru tvö flóð sem féllu á Bíldudal. Þau eru minni, annað féll á varnargarð sem er búið að reisa en hitt varð i gili sem á eftir að setja varnir í,“ segir Þórdís. Vesturbyggð Almannavarnir Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Krapaflóð féll á Patreksfirði Krapaflóð féll á Patreksfirði á tíunda tímanum í dag. Engin hús eða manneskjur urðu fyrir flóðinu en það féll niður sama farveg og flóðið sem féll á Patreksfirði árið 1983. 26. janúar 2023 11:00 Hættustigi á Patreksfirði aflýst Búið er að aflýsa hættustigi Almannavarna á Patreksfirði vegna krapaflóðs sem féll þar í morgun. Svæðið verður áfram vaktið en búið er að aflétta lokun á svæðinu. 26. janúar 2023 13:27 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Sjá meira
Krapaflóð féll á Patreksfirði í dag rétt rúmlega fjörutíu árum eftir að mannskæð krapaflóð féllu á bæinn úr sama gili. Engan sakaði og urðu engar skemmdir á húsum en hættustigi Almannavarna var lýst yfir um tíma. Gísli Sverrisson, íbúi á Patreksfirði, ræddi við útvarpsmanninn Gústa B um flóðin. „Þetta er bara slæm áminning á því hve náttúruöflin eru öflug og við ráðum ekkert við þau. Það eru margar tilfinningar í gangi, bæði hræðsla og áhyggjur af fólkinu í bænum. Öllu því sem er í kring. Maður er alltaf jafn þakklátur fyrir það hversu öflugir viðbragðsaðilar eru. Þau voru mjög fljót að bregðast við. Ég get varla lýst því hvaða tilfinningar eru að berjast í mér, þær eru mjög margar,“ segir Gísli. Klippa: Viðtal við íbúa á Patreksfirði Hann var lítill strákur þegar flóðin féllu á bæinn árið 1983 en man þó vel eftir þeim. Hann frétti af flóðinu þegar eiginkona hans hringdi í hann en hún starfar á bæjarskrifstofunni sem er við hliðina á þar sem flóðið féll. „Þá var alveg óljóst hvað þetta væri stórt eða hvað væri að gerast þannig séð. Hún sendi mér myndband af því hvað þetta var. Ég fæ svona hræðslukast og allt það, vildi fá hana í burtu alveg um leið, sækja strákinn minn í skólann og allt það. Það voru mín fyrstu viðbrögð. Þetta ýfir upp gömul sár. Ég var lítill snáði þegar krapaflóðin fóru hér fyrir fjörutíu árum síðan og man vel eftir því. Þetta ýfir upp sárin og minningar,“ segir Gísli. Klippa: Krapaflóð féll á Patreksfirði Töldu að verið væri að skafa göturnar Patreksfjörður tilheyrir Vesturbyggð og segir Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, að hún hafi fyrst talið að verið væri að skafa af götum bæjarins þegar flóðið átti sér stað. Starfsmenn bæjarskrifstofunnar voru þó fljótir að átta sig á því að það væri krapaflóð að renna niður Geirseyrargil og fóru viðbragðsaðilar strax í málin. „Það varð enginn fyrir flóðinu. Ef þetta hefði verið klukkan átta í morgun þá hefði þetta verið á mjög slæmum tíma. Þá eru krakkar að fara í skólann og fólk á leið í bíl í vinnu. Sem betur fer varð enginn fyrir flóðinu en það hefði getað verið verra. Flóðið lenti á bílum hérna á Aðalstrætinu sem stoppaði flóðið aðeins, kom í veg fyrir að það yrðu skemmdir á húsinu fyrir neðan. Flóðið lenti á húsi í bænum,“ segir Þórdís í samtali við fréttastofu. Þórdís Sif Sigurðardóttir mer bæjarstjóri Vesturbyggðar. Aðsend Mikilvægt að ræða málin Rauði krossinn var með viðveru í safnaðarheimili bæjarins eftir að flóðið féll en Þórdís segir það vera í takt við það sem rætt var á minningarathöfn um krapaflóðin 1983 sem fór fram núna á sunnudaginn. Íbúar ræddu um að engin áfallahjálp hafi verið í boði og að mikilvægt væri að fólk gæti unnið í sínum málum og rætt um þau. „Rauði Krossinn ætlar að vera með opið í einhvern tíma, bara til þess að taka á móti fólki og spjalla ef þeim líður þannig. Fólk er skelkað, það er áfall að flóðin verða. Það eru ekki komnar ofanflóðavarnir hérna fyrir ofan þar sem flóðið féll,“ segir Þórdís en Ofanflóðasjóður fer nú með frumathugun á varnarkostum á svæðinu. Áætlað er að ráðist verði í ofanflóðavarnaframkvæmdir 2024 til 2028 en það er háð því að fjármagn fáist í varnirnar. Ofanflóðasérfræðingar Veðurstofunnar fóru yfir málin ásamt viðbragðsaðilum. Elfar Steinn Einnig flóð á Bíldudal Einnig urðu önnur flóð í Vesturbyggð í dag, tvö á Bíldudal og eitt í Raknadalshlíð. Keyra þarf um veginn við Raknadalshlíð til að komast til og frá Patreksfirði en leiðinni hefur nú verið lokað vegna flóðsins. „Þetta var frekar stórt flóð. Það er bara í miðri hlíð ekki í gili þannig það er ákveðin hætta þar líka. Svo voru tvö flóð sem féllu á Bíldudal. Þau eru minni, annað féll á varnargarð sem er búið að reisa en hitt varð i gili sem á eftir að setja varnir í,“ segir Þórdís.
Vesturbyggð Almannavarnir Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Krapaflóð féll á Patreksfirði Krapaflóð féll á Patreksfirði á tíunda tímanum í dag. Engin hús eða manneskjur urðu fyrir flóðinu en það féll niður sama farveg og flóðið sem féll á Patreksfirði árið 1983. 26. janúar 2023 11:00 Hættustigi á Patreksfirði aflýst Búið er að aflýsa hættustigi Almannavarna á Patreksfirði vegna krapaflóðs sem féll þar í morgun. Svæðið verður áfram vaktið en búið er að aflétta lokun á svæðinu. 26. janúar 2023 13:27 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Sjá meira
Krapaflóð féll á Patreksfirði Krapaflóð féll á Patreksfirði á tíunda tímanum í dag. Engin hús eða manneskjur urðu fyrir flóðinu en það féll niður sama farveg og flóðið sem féll á Patreksfirði árið 1983. 26. janúar 2023 11:00
Hættustigi á Patreksfirði aflýst Búið er að aflýsa hættustigi Almannavarna á Patreksfirði vegna krapaflóðs sem féll þar í morgun. Svæðið verður áfram vaktið en búið er að aflétta lokun á svæðinu. 26. janúar 2023 13:27