„Mjög mikilvægt að við bregðumst við“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 26. janúar 2023 19:48 Flóðið sem féll í morgun er mun minna að umfangi en það fyrir fjörutíu árum síðan. Lítill snjór er í fjallinu fyrir ofan bæinn. Elfar Steinn Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir að illa hefði getað farið ef krapaflóð sem féll á Patreksfirði hefði fallið tveimur tímum fyrr. Íbúar væru skelkaðir enda ýfi flóðið upp gömul sár. Atvikið minni á mikilvægi ofanflóðavarna sem sárvanti á svæðinu. Flóðið féll á tíunda tímanum í morgun og er mun minna að umfangi en það sem féll fyrir fjörutíu árum síðan. Hvorki fólk né byggingar urðu fyrir flóðinu sem fór í sama farveg og flóðið sem féll á svæðinu árið 1983. „Við sitjum hérna í kaffi í ráðhúsinu og heyrum drunur. Og höldum fyrst að það sé verið að skafa klaka af götunum en svo áttum við okkur á því að það er flóð sem er hérna rétt við hliðina á húsinu,“ segir Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar. Þórdís Sif Sigurðardóttir segir að íbúar séu skelkaðir enda hafi flóðið ýft upp gömul sár.Aðsend Viðbragðsaðilum var gert viðvart, hættustigi Almannavarna lýst yfir en síðar aflétt og ítrekaði yfirlögregluþjónn að engin hætta væri á ferðum. „Ef þetta hefði verið klukkan átta í morgun þá hefði þetta verið á mjög slæmum tíma, þar sem að krakkar eru að fara í skólann og líka fólk á bíl á leið í vinnuna. Sem betur fer þá varð enginn fyrir flóðinu en þetta hefði getað verið verra.“ Flóðið lenti á bílum sem að sögn Þórdísar hægði á ferð flóðsins sem annars hefði getað endað á byggingum. „Við erum svolítið skelkuð yfir þessu, þar sem að þetta rifjar upp þá atburði sem voru fyrir rétt rúmum fjörutíu árum,“ segir Þórdís. Rauði krossinn bauð upp á samverustund í safnaðarheimilinu í dag en á sunnudaginn síðasta minntust íbúar þess að fjörutíu ár væru liðin frá því að fjórir létust í krapaflóðum á svæðinu. Í dag, fjórum áratugum síðar, eru enn engar ofanflóðavarnir á svæðinu. Þórdís segir að frumathugun varnarkosta sé í ferli hjá ofanflóðasjóði og áætlað að farið verði í framkvæmdir á næstu fjórum árum. „Það er náttúrulega líka háð því að fjármagn fáist í varnirnar; að það verði fjármagn sett til ofanflóðasjóðs í þessi verkefni.“ Biðin eftir framkvæmdum sé óþægileg enda stöðug hætta til staðar. Þá segir Þórdís að nokkuð stórt flóð hafi fallið á Raknadalsheiði og tvö á Bíldudal. „Það er bæði hérna á Patreksfirði og á Bíldudal. Og svo náttúrulega hlíðin sem við þurfum að keyra undir þegar við förum suður og sækjum okkar þjónustu. Allar okkar leiðir liggja um þennan veg. Þannig að það er mikið verk fyrir höndum og mjög mikilvægt að við bregðumst við,“ segir Vesturbyggð Náttúruhamfarir Almannavarnir Tengdar fréttir Hættustigi á Patreksfirði aflýst Búið er að aflýsa hættustigi Almannavarna á Patreksfirði vegna krapaflóðs sem féll þar í morgun. Svæðið verður áfram vaktið en búið er að aflétta lokun á svæðinu. 26. janúar 2023 13:27 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Flóðið féll á tíunda tímanum í morgun og er mun minna að umfangi en það sem féll fyrir fjörutíu árum síðan. Hvorki fólk né byggingar urðu fyrir flóðinu sem fór í sama farveg og flóðið sem féll á svæðinu árið 1983. „Við sitjum hérna í kaffi í ráðhúsinu og heyrum drunur. Og höldum fyrst að það sé verið að skafa klaka af götunum en svo áttum við okkur á því að það er flóð sem er hérna rétt við hliðina á húsinu,“ segir Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar. Þórdís Sif Sigurðardóttir segir að íbúar séu skelkaðir enda hafi flóðið ýft upp gömul sár.Aðsend Viðbragðsaðilum var gert viðvart, hættustigi Almannavarna lýst yfir en síðar aflétt og ítrekaði yfirlögregluþjónn að engin hætta væri á ferðum. „Ef þetta hefði verið klukkan átta í morgun þá hefði þetta verið á mjög slæmum tíma, þar sem að krakkar eru að fara í skólann og líka fólk á bíl á leið í vinnuna. Sem betur fer þá varð enginn fyrir flóðinu en þetta hefði getað verið verra.“ Flóðið lenti á bílum sem að sögn Þórdísar hægði á ferð flóðsins sem annars hefði getað endað á byggingum. „Við erum svolítið skelkuð yfir þessu, þar sem að þetta rifjar upp þá atburði sem voru fyrir rétt rúmum fjörutíu árum,“ segir Þórdís. Rauði krossinn bauð upp á samverustund í safnaðarheimilinu í dag en á sunnudaginn síðasta minntust íbúar þess að fjörutíu ár væru liðin frá því að fjórir létust í krapaflóðum á svæðinu. Í dag, fjórum áratugum síðar, eru enn engar ofanflóðavarnir á svæðinu. Þórdís segir að frumathugun varnarkosta sé í ferli hjá ofanflóðasjóði og áætlað að farið verði í framkvæmdir á næstu fjórum árum. „Það er náttúrulega líka háð því að fjármagn fáist í varnirnar; að það verði fjármagn sett til ofanflóðasjóðs í þessi verkefni.“ Biðin eftir framkvæmdum sé óþægileg enda stöðug hætta til staðar. Þá segir Þórdís að nokkuð stórt flóð hafi fallið á Raknadalsheiði og tvö á Bíldudal. „Það er bæði hérna á Patreksfirði og á Bíldudal. Og svo náttúrulega hlíðin sem við þurfum að keyra undir þegar við förum suður og sækjum okkar þjónustu. Allar okkar leiðir liggja um þennan veg. Þannig að það er mikið verk fyrir höndum og mjög mikilvægt að við bregðumst við,“ segir
Vesturbyggð Náttúruhamfarir Almannavarnir Tengdar fréttir Hættustigi á Patreksfirði aflýst Búið er að aflýsa hættustigi Almannavarna á Patreksfirði vegna krapaflóðs sem féll þar í morgun. Svæðið verður áfram vaktið en búið er að aflétta lokun á svæðinu. 26. janúar 2023 13:27 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Hættustigi á Patreksfirði aflýst Búið er að aflýsa hættustigi Almannavarna á Patreksfirði vegna krapaflóðs sem féll þar í morgun. Svæðið verður áfram vaktið en búið er að aflétta lokun á svæðinu. 26. janúar 2023 13:27