Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra ætlar að ræða nýja þjóðarhöll sem hann er í forsvari fyrir af hálfu ríkisins. Síðastliðið vor átti hún að kosta átta milljarða en verkið nú metið á upp undir fimmtán milljarða. Enn er óljóst hver borgar og hver ætlar að reka mannvirkið.
Drífa Snædal fyrrverandi forseti ASÍ og Katrín Ólafsdóttir hagfræðingur fara yfir stöðuna á vinnumarkaði eftir að ríkissáttasemjari spilaði út eitruðu peði og gerði allt vitlaust í Karphúsinu og víðar.
Undir lok þáttar mætast þeir Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata og Arnar Þór Jónsson lögmaður og varaþingmaður. Umræðuefnið er hatursorðræða og málfrelsið sjálft.
Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.