Innherji

Fjár­festar seldu í hluta­bréfa­sjóðum fyrir um átta milljarða í fyrra

Hörður Ægisson skrifar
Heildareignir hlutabréfasjóða drógust saman um 34 milljarða á liðnu ári samtímis innlausnum fjárfesta og miklum verðlækkunum hlutabréfa.
Heildareignir hlutabréfasjóða drógust saman um 34 milljarða á liðnu ári samtímis innlausnum fjárfesta og miklum verðlækkunum hlutabréfa.

Erfitt árferði á hlutabréfamörkuðum á liðnu ári, sem einkenndist af miklum verðlækkunum samtímis hækkandi verðbólgu og vaxtahækkunum, varð þess valdandi að fjárfestar minnkuðu stöðu sína í innlendum hlutabréfasjóðum fyrir samtals tæplega átta milljarða króna. Eru það talsverð umskipti frá árunum 2020 og 2021 þegar slíkir sjóðir bólgnuðu út samhliða innflæði og hækkandi gengi hlutabréfa.


Tengdar fréttir

Skásta af­koman hjá Arð­­greiðslu­­sjóði Stefnis á erfiðu ári á markaði

Nýliðið ár var langt frá því að vera ásættanlegt með tilliti til ávöxtunar á hlutabréfamarkaði. Gengi fjölmargra skráðra félaga í íslensku kauphöllinni lækkaði en mismikið þó. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar (OMXI10) lækkaði um nærri 27 prósent á árinu 2022. Öllum innlendum hlutabréfasjóðum tókst að skila skárri afkomu en Úrvalsvísitalan gerði, þó þeim hafi tekist misvel til, en margir skiluðu lakari ávöxtun en Heildarvísitala Kauphallarinnar sem lækkaði um 16,5 prósent.

Markaðurinn var „mun dramatískari“ en vaxta­hækkanir og rekstur gaf til­efni til

Fjöldi vaxtahækkana hjá erlendum seðlabönkum ásamt áframhaldandi hækkun vaxta Seðlabanka Íslands hafð neikvæð áhrif á verðmatsgengi margra félaga í Kauphöllinni á síðustu mánuðum ársins 2022, að sögn hlutabréfagreinenda. Eftir talsverðar verðlækkanir á hlutabréfamarkaði á síðustu misserum er hins vegar mikill meirihluti félaga talin vera vanmetin um þessar mundir, eða að meðaltali um rúmlega 16 prósent, en fasteignafélögin eru einkum sögð verulega undirverðlögð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×